Heima er bezt - 01.03.1969, Qupperneq 31
útréttri hendi. Mun það eiga að sýna, að þeir séu vin-
veittir komumönnum og beri ekki vopn í hendi.
Það má næstum því segja að þessi þjóðflokkur lifi
meira í vatni en á landi. Þeir virtust engin húsdýr hafa
en stórar hjarðir af villinautum sáust þó svamla um
þessi foræði. A bakinu á nautunum sitja oft margir
hegrar og tína af þeim alls konar skorkvikindi, sem
sækja mjög á villinautin. Einu sinni taldi Arni níu
hegra á hryggnum á einu nautinu. Það var ekki að sjá,
að villinautið kynni neitt illa við fuglana. Það lítur
miklu frernur svo út, sem þessar risavöxnu skepnur
verði fegnar að fá hjálp, til að losna við skordýramergð-
ina.
A ellefta degi eftir að báturinn lagði upp, var hann
á móts við mynnið á ánni Sobat, þar sem hún fellur
í Hvítu-Níl. Venjulega er þessi á vatnsmikil, en í þetta
skipti var óvenjulega lítið vatn í henni. Það leit því
svo út sem ferðin yrði ennþá erfið, vegna vatnsleysis
í Hvítu-Níl.
Vatnsmagnið í Hvítu-Níl varð alltaf minna og
minna og skipstjórinn fullyrti, að hann hefði aldrei
vitað það eins lítið. Það bætti heldur ekki úr skák, að
Ramses var alls ekki grunnskreiður bátur og risti alltof
djúpt. Hann strandaði því, eða „tók niðri“, sem svo er
nefnt, stundum oft á dag. Oftast gekk sæmilega að
koma bátnum aftur á flot, en þetta seinkaði ferðinni
mikið. Landsýn var mjög leiðinleg. Báðum megin fljóts-
ins var láglendi með mýrum og fenjum, en hér og þar
sáust fámenn og vesældarleg negraþorp. Hitinn var
óþægilega mikill og sólarbirtan mjög sterk, þar sem
landið var skóglaus auðn strax og komið var lengra
norður eftir fljótinu. Allir notuðu dökk gleraugu, en
þó leið þeim illa. Berit fannst þetta leiðinlegasti kaflinn
af ferðinni, og hún, og allt fólkið, hlakkaði til þeirrar
stundar, er það gæti sagt skilið við Ramses, og haldið
ferðinni áfram með járnbraut.
Þetta sögubrot um ferð norður Hvítu-Níl gefur
ofurlitla hugmynd um hið mikla stórfljót Afríku, sem
nefnt er Nílarfljót, og þó fyrst og fremst um Hvítu-
Níl. — En það fljót hefur ætíð verið erfitt að kynna
sér og mikil ráðgáta landkönnuða og vísindamanna.
Hún er ólík öllum öðrum stórfljótum, þessi önnur aðal-
kvísl Nílarfljóts, sem rennur um marflata hásléttu, eins
langa leið og frá Ósló suður til Feneyja á Ítalíu, og
á allri þessari leið lækkar landið aðeins um 86 metra.
Fljótið, Hvíta-Níl, er því gersamlega straumlaust, og
kyrrstaðan er svo mikil, að margs konar stórvaxnar
vatnajurtir, leir og frjóefni, sem fljótið hefur flutt með
sér, á meðan einhver straumur var í því, myndar þama
stór landflæmi, sem em eiginlega á floti — floteyjar.
Þetta er svo undravert náttúrufyrirbrigði, að hvergi
mun þekkjast annað eins í veröldinni. —
Ef til vill eiga þessar floteyjar eða þessi landskán,
eftir að breytast í frjósamt land, og þá myndast þarna
landsvæði til bómullar-rækmnar, ef til vill hið stærsta
í heimi.
Segja má að ennþá sé mikill hluti Afríku ónumið
land. — Þar eru óbyggilegar eyðimerkur, frumskógar,
vötn og foræði. Ef það tækist að veita vatni eða sjó
inn á sandauðnir Sahara, þá gætu myndazt þar gróður-
sæl, byggileg landsvæði. Ef hægt væri að ræsa fram
Hvítu-Níl, svo að floteyjarnar og fenin yrðu að þurr-
lendi, þá myndaðist þarna frjósamt landsvæði og víð-
lent, þar sem tugir milljóna gætu átt búsetu. —
Ef öllum fjármunum, sem varið er í vopnabúnað,
stríðsundirbúning og tunglferðir, væri varið til stór
átaka í Afríku-löndum og öðrum ónumdum og lítt
numdum landsvæðum veraldar, þá gæti jörðin fætt og
fóstrað margar milljónir umfram þær milljónir, sem
nú byggja hana, og þyrfti þá ekki á næstu áratugum
að óttast offjölgun jarðarbúa.
í landafræði Karls Finnbogasonar var, að mig minn-
ir, mynd, sem hét „Flóð í Níl“. Það virtist vera bjart
yfir á myndinni og stafalogn. í útjöðrum flóðsins sáust
pálmatré og einhverjar byggingar. Líklega er flóða-
tíminn í Níl mesti sældartími fyrir þá, sem akuryrkju
stunda, því að þá er ekki annað að gera, en bíða þess
að flóðunum linni og akurlöndin þorni, svo að hægt
verði að hefja sáningu.
Stefán Jónsson.
Tónatríóið er vinsæl danshljómsveit í Reykjavík.
Hljómsveitarstjóri er Arnþór Jónsson, sem líka er
bassasöngvari. Sólósöngvari er Gunnlaugur Melsted. —
Halldór Fannar leikur á orgel og syngur.
Annars syngja þeir allir. Tónatríóið notar sjálfvirk-
ar trommur og er það nýmæli hér á landi. Tónatríóið
leikur jöfnum höndum gömlu og nýju danslögin.
Ljóðið Glókollur er þeirra eftirlætislag. Ljóð og lag
eftir Birgi Marinósson.
GLÓKOLLUR.
Sofðu nú sonur minn kær,
senn kemur nótt.
Úti hinn blíðasti blær
bærist svo hljótt.
Út í hið kyrrláta kvöld
kveð ég minn óð,
sem fléttast við fallandi öldunnar
fegurstu ljóð.
Heima er bezt 99