Heima er bezt - 01.03.1969, Page 36

Heima er bezt - 01.03.1969, Page 36
skamma stund voru þau bæði búin að skipta um föt. Að því búnu fóru þau út í fjósið. Þá voru gömlu hjónin búin að standsetja mjaltavélina. Helena tók til óspilltra málanna við mjaltirnar, en hin horfðu á örlítið efablandin á svip. Brátt kom þó í ljós, að Helena var engin viðvaningur við þetta verk. fvar aðstoðaði hana eftir megni en afi og amma hreyttu nytina, sem eftir var í kúnum, þegar búið var að mjólka þær með mjaltavélinni. Oðru hvoru gáfu þau Helenu auga og eitt sinn sagði afi í viðurkenningartón: „Ég held að hún sé lítið lengur heldur en Gunnar.“ I sama bili og mjöltunum lauk ók Gunnar í hlað. Það hafði sprungið hjólbarði hjá honum og hann orðið að fá lánaða slöngu, þar sem varahjólið varð eftir heima. Helena stóð við stofugluggann á Bugðulæk og teyg- aði heyanganina, sem fyrir vit hennar lagði. Þótt hún hefði kunnað vel við sig í Reykjavík, að minnsta kosti eftir að hún kynntist ívari, fannst henni dásamlegt að vera aftur stödd í sveit. Hér voru líka allir svo vingjarnlegir, allt frá afa og ömmu ívars til Sverris, yngsta barns Gunnars, sem var aðeins fimm ára. Hin börn hans voru: Páll sextán ára, Júlíus fjórtán ára og Elín tíu ára. Palli og Júlli, eins og þeir voru oftast nefndir, líkt- ust föður sínum mjög, sem aftur líktist sínum föður, en var þó hærri vexti en hann og augu hans voru jafn stálgrá en glaðlegri. Sverrir og Elín voru aftur á móti ljóshærð og blá- eyg, eins og móðir þeirra, sem hét Ásta. ívar kom hljóðlega inn í herbergið og lokaði hurðinni á eftir sér. Hann gekk til Helenu, lagði arm sinn yfir herðar hennar og vanga sinn að hennar. „Alveg heilluð af sveitasælunni?“ spurði hann lágt við eyra hennar. „Þetta er fallegt, finnst þér ekki?“ Hún benti út um gluggann. „Jú, virkilega fallegt,“ samsinnti hann, en horfði á hana en ekki út. Hún var svo yndisleg, í heillandi æskufegurð sinni, stúlkan hans, með sín dökku augu og rjóðu varir, að hann hélt áfram að virða hana fyrir sér, eins og hann vildi festa sér í minni hvern andlitsdrátt hennar. Stundum óskaði hann þess síðar, þegar hún var ekki lengur stúlkan hans, að hann hefði ekki fest sér jafn óafturkallanlega mynd hennar í minni. Gæti ekki alltaf séð hana, eins og hún stæði við hlið hans, þótt hún væri langt frá honum. En hvern órar fyrir slíku, þegar allt leikur í lyndi? „Af hverju horfirðu svona á mig?“ spurði hún og Ivar kom til sjálfs sín. „Ég var bara að hugsa um, hvað þú værir falleg,“ anzaði hann, tók hana í faðm sinn og settist með hana á stól, sem var við gluggann. I rauninni ætti hann að kyssa hana góða nótt og fara yfir í hitt herbergið, sem hann átti að sofa í, en væri hann alveg hreinskilinn við sjálfan sig, vissi hann vel, að hann kærði sig ekkert um að fara frá henni. Inni í hinu herberginu yrði hún bæði of langt frá honum og of stutt. Hann fór því hvergi, heldur vafði Helenu fastar að sér og gældi við hana, með höndum sínum og brennheitum kossum. Hann fann þrá sína vaxa til hennar, þrá karlmanns til konu. Hann velti því fyrir sér, hvort það væri of mikil skírskotun til ástar hennar og trausts, að biðja hana að gefa sig honum að fullnustu. Helena fann, á áköfum atlotum hans og örum andardrætti, hvert hugur hans stefndi, en hún frá- fældist hann ekki fyrir það, heldur svaraði atlotum hans á sinn blíðlega, feimniskennda hátt. Hún hafði alltaf vitað, að ívar gæti ekki beðið, þar til þau væru gift. Það var heldur ekkert atriði fyrir henni — lengur. Einu sinni hafði hún gefið sjálfri sér loforð þess efnis en þá vissi hún ekki held- ur, að hún hitti ívar. Hann hafði komið inn í líf hennar, snöggt, óvænt og hún hafði í fyrstu haldið að hann hyrfi þaðan aftur jafn fyrirvaralaust. En brátt hafði henni orðið ljóst, að Ivar Björnsson var ekki kominn inn í tilveru hennar til þess eins, að heilsa og kveðja, heldur til að beina lífi þeirra í sama farveg um tíma og eilífð. Þessi ungi, tilfinningaríki maður, hafði leyst úr læðingi hennar blundandi tilfinningar, og hún hafði gefið honum hug sinn og hjarta á fljótan, skilyrðis- lausan hátt. Hún vissi, að hún myndi einnig gefa honum það, sem eftir var á jafn skilyrðislausa hátt- inn. Þegar hann spurði lágri, niðurbældri röddu: „Má ég vera hjá þér, Helena?“ svaraði hún honum án nokkurs hiks: „Þú mátt vera hjá mér.“ „Elskan mín,“ sagði hann rámur, „elskan mín.“ Hann hneppti blússunni frá henni og kyssti ung, þrýstin brjóst hennar aftur og aftur. 104 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.