Heima er bezt - 01.11.1970, Blaðsíða 5
Hjónin á Giljum með börnum sinum. F. v. Sigmar, Björgvin, Smári, Bjarni, Fjóla og Guðmundur.
20 stólpagripir við stall. Sérstaklega er mér minnis-
stæður móalóttur hestur, svo miklum grip, að eigi náði
meðalmaður með fæturna niður fyrir kvið, og voru
ístöðin um miðjar síður þegar búið var að leggja á
hann hnakk. Ekki varð nú úr að ég réðist til Hans í
þetta skipti, en árið eftir bar fundum okkar saman í
Kömbum. Ég var að fara til Reykjavíkur, var þá ráð-
inn á þýzkan togara, sem Albert hét. Hans var þarna
í Kömbum með 15 koffortahesta og einn sleðahest.
Bað hann mig að stjórna sleðahestinum til Reykjavíkur,
hvað ég gerði og hafði gaman af, en fyrir sleðanum
var lítill, brúnn hestur, sem ég varð mjög hrifinn af
sakir einstakrar lipurðar, en hestana hans Hans pósts
tamdi Sigurður Gíslason, aðstoðarpóstur, sem seinna
gerðist lögregluþjónn í Reykjavík. Eftir þetta ferða-
lag til Reykjavíkur talaðist nú svo til að ég réðist til
Hans þegar vertíðinni lyki, en togarinn Albert var
gerður út frá Hafnarfirði, — og um krossmessu eða
14. maí 1914 hóf ég svo þarna störf.
Fljótlega fór ég að fara með í póstferðir austur að
Odda á Rangárvöllum. Til þessara ferðalaga voru not-
aðir þrír til fimm fjórhjólaðir vagnar, léttir miðað við
stærð, með fjöðrum, og voru sætin stoppuð. Vagnarn-
ir voru yfirtj aldaðir og tók hver vagn 10 farþega og
gengu tveir hestar fyrir. Sjálfur ökumaðurinn naut
ekki nema að iitlu leyti skjóls af tjaldinu, sem var yfir
vögnunum, sat nánast framan við það. Það var lagt af
stað í þessar ferðir móts við verzlun O. Ellingsen og
var pósturinn tekin þar í húsasundinu bak við lög-
reglustöðina. Sumir segja að póstvagnarnir hafi verið
danskir, en ég held að Kristinn Jónsson vagnasmiður
á Grettisgötunni hafi smíðað a. m. k. eitthvað af þeim.
— Mest man ég eftir fimmtíu farþegum í einni ferð.
Verður mér ógleymanlegt þegar þessi stóri hópur brá
á leik austan við Ölfusárbrú, þar sem nú er Addabúð.
— Kl. 9 árdegis lagði vagnalestin af stað. Móts við
Zimsenverzlun var blásið í póstlúðurinn, sem tákn þess
að póstferðin væri hafin. — Dagleiðin var að Selfossi
eða Tryggvaskála eins og þá var venjulega sagt, en
höfð voru hestaskipti á Kotströnd í báðum leiðum. —
Fyrsti áfangastaður var við Hólmsá, örlítil stund. Næst
á Kolviðarhóli, þar sem notið var hressingar hjá Sig-
urði Daníelssyni gestgjafa, sem þarna var eins og kóng-
ur í ríki sínu, hjálpsamur og hress.
í austurleið var höfð viðkoma í Hraungerði og á
Þjótanda, en alltaf gist í Odda hjá Skúla Skúlasyni
prófasti, sem líka var póstafgreiðslumaður frá 1889 til
1918. Hans póstur lagði sig fram um að veita sem
traustasta og öruggasta fyrirgreiðslu, en eigi var hann
fyrir að kjá framan í þá, sem við hann þurftu að skipta
og þótti oft þurr á manninn, en fulltreysta mátti lof-
orðum hans. Hann var maður fámáll og hafði á orði,
Heima er bezt 389