Heima er bezt - 01.11.1970, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.11.1970, Blaðsíða 33
réttindanna, verður því vart neitað, að húsmóðirin skip- aði þá virðulegra sæti á heimilinu en nú. — Hún var þar skapandi máttur. — Á hennar herðum hvíldi mikils- verður þáttur í framleiðslustörfum heimilisins: Að koma „uil í fat og mjólk í mat“, eins og það hét og var. — Öll þau verk, sem að því lutu, varð hún yfirleitt að kunna og kenna öðrum, börnum og fullorðnum, ef með þurfti. — En á henni hvíldi einnig barnauppeldið og sú fræðsla, sem börnum var látin í té í lestri og kristin- dómi. Barnaskóladrengurinn, sem varð skipstjóri á einu stœrsta olíuskipi heims, skrifar frá Sidney i Ástralíu: Skipið, sem ég hef núna, er nýtt, og hér eru öll ný- tízku þægindi og fínar íbúðir. — Hér eru níu mismun- andi þjóðir um borð. Þar af 9 Kínverjar, Arabar, Indó- nesíumenn og svo Evrópuþjóðir. — En allt eru þetta prúðir og skylduræknir menn, svo allt gengur vel hér. — Við siglum aðallega á Ástralíu, Persneska flóann, Indland og Indónesíu, einnig suður- og austurströnd Afríku. Sem stendur höfum við tíu mismunandi teg- undir af bensíni og hreinum olíum um borð. — Við vorum heima í blessaða, gamla landinu okkar í sumarfríinu, og þá að sjálfsögðu fyrst og fremst á forn- um slóðum. — Það var allt yndislegt! Ég hitti gömlu húsmóður mína frammi í Firði, þar sem þú komst mér fyrir þegar ég var 9 ára. — Mín atvinna þá var að reka kýrnar á morgnana, vera í snúningum og að líta eftir tveggja ára stúlkubarni heima við. — Við rifjuðum þetta allt upp, gamla konan og ég. — Hún var mér alltaf svo góð. Samband sunnlenzkra kvenna, Selfossi, skrifar 1970: Á síðastliðnu sumri var Guðbjörgu Þorleifsdóttur í Múlakoti í Fljótshlíð reistur minnisvarði á 100 ára fæð- ingardegi hennar í trjágarði hennar hinum fagra í Múla- koti. — Var þar margt manna saman komið, sem minnt- ist með þakklæti og virðingu hinnar merku konu. Sambandið þakkaði garðyrkjunefndinni allar fram- kvæmdir í þessu efni. — Sérstaklega frú Rögnu Sigurð- ardóttur, Kjarri, Ölfusi. Gunnar Matthíasson, skálds, búsettur vestan hafs, skrifar: Aldrei gleymi ég því, sem skólastjóri okkar, Jón Hjaltalín á Möðruvöllum í Hörgárdal, sagði við okkur, nemendur sína, einn daginn: Það var þetta: „Ef þið látið eftir ykkur eina vel prjónaða sjóvettlinga, hafið þið ekki til ónýtis Iifað.“ Af Austurlandi er skrifað: Það eru nú sjálfsagt 50—60 ár síðan við tvær íslenzkar stúlkur fengum að fara einn sumartíma til Danmerkur í Drottningarskólann svonefnda í Kaupmannahöfn. — Það fengu tvær stúlkur árlega að fara í þennan skóla. — Þetta var ákaflega merkilegt ferðalag og merkilegt nám. — Okkur var líka sýnt margt og sagt, fengum að ferðast þó nokkuð um. — Svo voru þetta ágætar hannyrðir, meðal annars baldýring. — Svo var haldin sýning að námskeiðinu loknu, og þar kom Drottningin og dáðist mjög að öllu, ekki sízt að vinnu okkar, íslenzku stúlkn- anna, vildi kaupa það bezta. — En það var nú ekki alveg fáanlegt, löngu ætlað tilvonandi eiginmönnum á íslandi! — Svo fór um sjóferð þá! S. E. B. Merk kona í Reykjavík skrifar: Þú biður mig að skrifa svolítið um sumardvöl drengj- anna minna, sem ég minntist á við þig í vetur. — Mér ætti að vera það Ijúft, svo þakklát sem ég er þeim blessuðu manneskjum, sem hafa tekið þá að sér og ann- azt þá af svo mikilli alúð. — Ég tel þá hafa lært og þrosk- azt meira á þrem mánuðum á góðu sveitaheimili en á heilum vetri í skóla. — Svona góð heimili eigum við enn til sveita. — Ég tek til dæmis heimilið, sem yngsti drengurinn hefur dvalizt á tvö undanfarin sumur. — Hann var svo ungur og óþroskaður, þegar hann fór í sveitina, aðeins sjö ára gamall. — Heimilisfólkið tók honum af svo mikilli alúð og umhyggju, að það er ótrú- legt af vandalausum. — Hann fékk að vera með fólkinu við daglegu störfin, og það hefur augsýnilega gefið sér góðan tíma til að tala við barnið, ekki aðeins um hversdagsstörf og annað, er fyrir augun bar, og aukið þannig þekkingu hans og orðaforða, heldur líka kennt honum svo margt undurfallegt: Kvæði og vísur, ljóð og lög að syngja. — Ég varð svo glöð, þegar ég tók á móti honum í fyrrahaust. — Og þú hefðir átt að sjá, hve fallega var raðað í töskuna hans: Gallabuxurnar, sem voru orðnar gamlar og slitnar, voru svo fallega bættar og skyrtugarmarnir Iíka. — Slíkt handbragð hefði sómt sér vel á sýningu! — Nýjar fallegar hosur og vettl- ingar fylgdu að auki — og smjörskaka til mömmu! — Svona var þetta hlýlegt og fallegt. — Allir drengirnir mínir hafa verið svo lánsamir að komast á góð sveita- heimili í sumardvöl og þessi heimili hafa verið víðs veg- ar á landinu en við höfum verið svo gæfusöm, að allt hafa þetta verið ágætis manneskjur, sem við hjónin er- um í mikilli þakkarskuld við. íslenzk kona vestan hafs skrifar: Ég vonast eftir línu frá þér sem fyrst. Bið þig að forláta þetta bréf. — Ég er ein af þeim, sem er uppalin hér, var aðeins tveggja ára, þegar foreldrar mínir fluttu til Ameríku, nú 69 ára. Ég hef oft óskað, að ég hefði verið eldri og gæti munað eftir einhverju frá því. — fs- land er yndislegt draumaland, sem við höfum lesið og heyrt um og lært að elska, þar sem forfeður okkar hvíla og við dáumst að, þótt við séum að mestu leyti rótgróin hér. — Við gjörum eftir mætti tilraun til að innræta börnum okkar aðdáun og velvild til alls þess, sem ís- lenzkt er. Heima er bezt 417

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.