Heima er bezt - 01.11.1970, Side 32

Heima er bezt - 01.11.1970, Side 32
HLÍN ÞÁTTUR HALLDÓRU BJARNADÓTTUR Gísli Guðmundsson, fæddur í Sauðeyjum á Breiða- firði, skrifar frá Honolulu 1939: Bókasending yðar kom skilvíslega á 44 dögum. — Kæra þökk fyrir! Hef ævinlega unun af gömlum fræð- um, enda var nóg af slíku í Flatey eftir Gísla Konráðs- son. — Ég las ýmislegt af skrifuðum skræðum Gísla, er voru þá að flækjast um Eyjahrepp. — Ég er í sama stað, og hef nú bronchitis til ábætis við önnur elli-erfiðleika-ókjör. — AUt hefur verið bærilegt hér, regn nægilegt nú í 2 ár, og flestir fá vegavinnu, a. m. k. borgarar, en svo eru margir ókjörgengir, er verða að bjargast án þess. — Helztu viðburðir eru, að Bandaríkin ákváðu hækkuð verkalýðslaun á búgörðum kapitalista fyrir 8 tíma vinnu, með áður veittum hlunn- indum, svo sem læknishjálp og eldivið og skýli. — Enda er óp og emjan yfir þessu hjá vinnuveitendum! — Ann- að er vert að geta um: Niðurrif og uppbyggingu verstu öreiga-hreysanna í Honolulu, það er milljónafyrirtæki, og styrkja Bandaríkin það að 1/3 lán eða gjöf. Af og til farast þessi nýju flugtæki, 4 eða 5 horfið og aldrei fundizt neitt af. (Ég á við þessa flugbáta, sem voru á ferðum yfir Kyrrahafið). Sem örlitla viðurkenningu sendi ég 5—6 pund af smá- vegis dóti, ofurlítið Fjalla-kaffi hérna frá vorum næsta öskuhaug, sem er 8000 feta hár. — Sumir telja kaffi úr ösku hans fremur gott, sérlega það sem fæst við tak- markaðan hita. — Þarmeð eru nokkrar Macadamía-hnet- ur, þær voru fyrr aðalljósmeti frumbúa, en nú oft póleraðar í hálsfestar. — Þessar hnetur fundust fyrir löngu í frumskógum Ástralíu, sá hét McAdam, svo narn hans festist við tréð. — Fólk hér vonar að þær hjálpi héraðinu úr eymdinni. þareð kaffið er verðlítið, borgar ekki framleiðsluna. — Líklega verðið þér að toll betala, cf þetta kemst áfram. Hefur verið sagt að á 5 pund af kaffi væri tollurinn 1.50. Svo skrifar systir mín þar um* Ég fékk fullveldisblöðin frá 1. des. s.l. ár. Veit ei hver sendi þau, máske systurdóttir, er Jóhanna heitir. — Hún átti að útvega mér sýnishorn af kommúnista- og sósíal- * Kaffið kom með beztu skilum og þótti með eindæmum bragðgott. — H. istablöðum. — Sú er í Reykjavík að læra til Ijósmóður- stöðu fyrir Sandinn: Rauðasand. — Rósa systir er nú enn í sínu útkjálkakoti, öll börnin flogin burt, yngsti sonurinn til að læra búfræði á Hvanneyri. Systir segist vera sæl og minnist oft á stefið úr forn- um fræðum: „Þó tvær geitur eigi og tágreftan sal, það er þó betra en bæn“. Ég sá auglýst í hitteðfyrra „Sagnir af Snæfellsnesi“ eftir Oscar Clausen. — Ég bað Rósu systur um það kver, en hún hefur gleymt því, enda verður hún að eiga við þessleiðis gegnum fólk í Reykjavík, máske kverið líka uppselt. — Oscar Clausen gæti verið sonur Holgeirs Clausen, hjá hverjum ég var vikapiltur 1881 í Stykkis- hólmi á Þórsnesi. — Áðumefnt kver mun hafa æfisögu Þorleifs í Bjarnarhöfn, frægur, ólærður læknir á sinni tíð. — Ég má eflaust þakka honum að ég hélt lífi, þá héraðslæknir reyndist ónýtur. Það fer kona í kaupstað á morgun, sem ætlar að pósta þetta, ég er ei ferðafær lengur að klifra hraunin og brekkumar þangað. Gott að þér komuzt heilar á húfi úr yðar sigurför hafanna á milli í Kanada, til þess ennfremur að leiðbeina á íslandi, nóg munu verkefnin! — Vona að þessi óskap- lega brennivínsdrykkja réni, sem ég les um í íslenzku blöðunum. — Hef á 8 árum séð aðeins einn mann við öl. — Enda flosnaði vínsalinn upp: No business!“ Jæja, nú hafið þér séð allar nýlendur landa vestra. — Ég hef séð tvær þeirra, þá á Pembinahæðum N. D., var þar fyrsta vetur í Ameríku hjá Jakob frá Munkaþverá og Önnu Björnsdóttur frá Gíslastöðum á Völlum. — Nú, þær eru ósköp sviplitlar, hvorki íslenzkar né amer- ískar, hef enga löngun þær að visitera. — Annað mál væri ef fær væri að fara til íslands. — Hugsa og les um ísland, en hef ekki talað íslenzkt orð í 25 ár! Fyrirgefið þetta mas, er sem Lots kona, lít alltaf aftur, og er orðinn að steingjörvingi! Með vinsemd og virðingu. Gísli Guðmundsson. Hólmfríður Pétursdóttir á Amarvatni minnist alda- mótanna 1900: Á þessum árum barðist íslenzka þjóðin enn í mikilli fátækt. Þrátt fyrir það var íslenzka heimilið sterk stofn- un, sem bjó yfir miklum uppeldislegum mætti. — Það var eins og sjálfstætt ríki, sem þurfti yfirleitt lítið til annarra að sækja. — Hið mikla mannval, sem um og eftir síðustu aldamót hóf viðreisn þjóðlífsins á öllum sviðum þess, hafði fengið sína uppfræðslu að mestu, og sinn manngildisþroska, á heimilunum, þótt nokkur hluti þess nyti einhvers skólalærdóms. — Og það sýndi sig á eftir- minnilegan hátt, að uppeldisgrundvöllur heimilanna hafði ekki svikið. — Fjölskyldan og aðrir þegnar heim- ilisins unnu að öllum þeim störfum, sem heimilið þarfn- aðist. Þótt undarlegt megi virðast á þessum tímum kven- 416 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.