Heima er bezt - 01.11.1970, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.11.1970, Blaðsíða 10
C.W. SHEPHERD Islandsferé 1862 Steindór Steindórsson frá HlöSum býddi XI. KAFLI Reykjahlíð — Sprengisandur — Endur við Mývatn Litla gráönd — Fuglar — Brennisteinsnámur Hrafntimmhryggur — Vogar — lllar fregnir Til Reykjavíkur. Bærinn í Reykjahlíð stendur undir lágum brekkum við norðausturenda Mývatns. Skammt er frá bænum að vatninu, og snýr framhlið hans að því. Túnið er lítið, aðeins fáeinar dagsláttur, er það leifar þess, er hraun- straumarnir skildu eftir, er þeir ruddust fram yfir land jarðarinnar. Bærinn er hreinlegur, miklu betri en venju- legt er, meðal annars eru þar gluggar, sem ekki einungis er unnt að opna, heldur er það oft gert eftir því sem þörf krefur. Við bjuggum í tjaldi okkar en borðuðum inni í bænum. Þar voru okkur bornar ríkulegar máltíð- ir af silungi og andareggjum. Löng leið var nú fyrir höndum, þar sem sáralítill hagi yrði fyrir hesta okkar. Við afréðum því að dveljast viku í Reykjahlíð, til þess að þeir gætu hjarnað verulega við áður en lagt yrði í langferðina. Ráðgert var að fara fyrst suður yfir Sprengisand, um 60 mílna leið, suður í Eyvindarkofaver, en þar var okkur tjáð að væri nokkur gróður og hesta- hagi. Ólafur spurðist rækilega fyrir um þessa hluti hjá hverjum sem hann hitti, því að hann trúði því ekki að svona gæti það verið. Að okkur sjálfum læddist ótti um það, að Eyvindarkofaver skæri sig úr engu frá auðnun- um í kring, nema af nafninu einu saman. Ef sá ótti hefði við rök að styðjast, sem sífelld ótíð, kuldi, regn, slydda og hríð gerði sennilegt, væri ekki um neitt að gera, nema hraða ferðinni til áðurnefndra Fiskivatna, sem voru 12 mílur frá verinu. Eitt er víst, ef gera átti alvarlega til- raun, til að komast að Skaftárjökli úr vestri, varð að fara frá öðrum hvorum þessara staða. Ókleift var að flvtja með sér svo mikið hey, að það nægði þessum hestafjölda, en við vonuðum að við fyndum svo góða haga, að hestarnir gætu fyllt sig svo rækilega, að það dygði þeim í tvo, þrjá daga, meðan við könnuðum eitt- hvað af jöklinum, og gætum ef til vill skyggnzt eitthvað inn yfir hið ókunna landsvæði. Frá Fiskivötnum færum við síðan til Heklu, og þaðan til Reykjavíkur og lykj- um með því ferðalaginu. Enn bættust við ný tíðindi, sem juku á löngun okkar að komast þessa leið. Menn höfðu almennt fengið þá hugmynd, að eldur væri uppi í Skjaldbreið* eða ein- hverju öðru fjalli á Skaftársvæðinu, eða þá að gosi væri þar nýlokið. Sagt var, að á góðviðrisdögum hefðu sézt reykjarmekkir í þeirri átt, og meira að segja var okkur . bent á eitthvað, sem leit þannig út. En okkur var óljóst, hvað það væri, og það gátu eins vel verið sandmekkir. En hvað sem öllu leið var það víst, að ef eldur væri uppi á þessum slóðum, myndum við geta gengið úr skugga um það á fáum dögum. Hr. Gould, sem hafði hitt okkur aftur í Reykjahlíð, var ráðinn í að komast hinn fáfarna Vatnajökulsveg, sem aðeins hafði verið farinn tvisvar á þessari öld. Hann mundi einnig vissu- lega komast að raun um, hvað um væri að vera í sinni ferð. Hann ætlaði að leggja upp í þessa hættuferð frá Möðrudal sama daginn og við færum frá Reykjahlíð, og ef allt færi eftir áætlun, hugðist hann hitta okkur á ný í Eyvindarveri eða við Fiskivötn, og hétum við því að fara ekki þaðan fyrr en á tilteknum degi. Níundi júlí var ömurlegur dagur. Það var kalt, rign- ing og dimmt í lofti. En við vorum orðnir því svo van- ir að við vorum orðnir næstum ónæmir fyrir slíku veðri. Við fengum okkur því bát og könnuðum nokkrar eyj- ar í Mývatni og andavarpið þar. Endurnar við Mývatn eru ekki æðarfugl, heldur samsafn margra tegunda ann- arra. Margar þessar endur njóta sömu réttinda og æðar- fuglinn, þær eru ekki skotnar og hreiður þeirra aldrei rænd til fulls. Næstum allir bæir við Mývatn eiga eina eða fleiri eyjar í vatninu. Eggjatekjan er mikilsverður þáttur í framleiðslu heimilanna. Endur þessar eru ekki eins gæfar og æðarfuglinn og því ekki eins rólegar þeg- ar eggin eru frá þeim tekin. Þær afrækja hreiðrin, ef ekki eru skilin eftir 4—5 egg. Fyrsti hólminn, sem við komum í, var aðeins um 60 stikur að ummáli. Hann var flatur og gróinn hávöxnu, móleitu grasi. Þar taldi ég yfir 20 hreiður. Aðeins tvær tegundir urpu þar, duggönd (Fuligula marila) og hávella (Harelda glacialis). Flestar endurnar flugu upp, þegar báturinn lenti, en nokkrar sátu þangað til þær voru reknar af eggjunum. í einu * Hér mun sennilega átt við Trölladyngju. 394 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.