Heima er bezt - 01.11.1970, Blaðsíða 9
Þrjú kvæði
eftir Pétur Aðalsteinsson frá Stóru-Bon
LÍFSGLEÐI
Við lifum til einskis ef gleðin ei grípur
með geislandi fingrum vorn hug.
Og hverjum degi er kastað á glæ
sé kætinni vísað á bug.
Hún ein fær lífsviljann örvað
og aukið vort hugmyndaflug.
Allt lífið er gleðinnar endurómur,
sem aldrei þagnar né dvín.
Hvert bros mun verrna sem sumarsól
er sælust á hirnni skín;
vísa til hjartans veginn
og vitja svara til þín.
Allt það sem dregur andann og lifir
á hina sörnu þrá:
að gleðjast við dagsins dýru hnoss
og djásn þau sem jörðin á.
Við himnanna heiðu fegurð
og hafdjúpin töfrablá.
HEIMA ER BEZT
Glaður hélt ég á góðri stund,
á gamalla vina tryggðafund.
En glaðari ber mig til baka á ný
á burt eru hversdagsins þungu ský.
Ég snarast af baki og hýsi minn hest,
því heinta er bezt.
Orlofsdagana alla þá
ekkert skorti, sem kjósa má.
Veizlukostur og veiga gnótt
veittar af rausn. En hverja nótt
þráin heimsótti hljóðan gest,
því heima er bezt.
Söng ntér í hjarta sarna lag
sérhvern bjartan og glaðan dag:
Framandi himinn, framandi jörð.
Föðurlandsástin er kröfuhörð
og heimtar sinn rétt, fyrr en heimvon sést,
því heima er bezt.
Rísi sól yfir rósaströnd,
rökkvaða skóga, akurlönd.
Rís hún og yfir auðn og sand,
yfir mitt kalda og blásna land
sem býr mér þann heim er mig heillar mest,
því heima er bezt.
Gnæfir tindur við hafsbrún hátt.
Heilsar svalandi norðanátt.
Heiðríkjan ljómar hrein og tær,
hvítum bjarma á jökul slær.
Hjartað fagnar og hrífst þá mest,
því heima er bezt.
ÞAÐ ER KANNSKE ÚRELT....
Það er kannske úrelt, að yrkja um fegurð og gleði
á öld, þegar tæknin ræður lífi hvers manns.
Það er kannske úr móð, að yrkja um það sem skeði
á unaðarstundum, í fjölbreyttu lífi hans.
Það er ekki tízka, að yrkja undir hefðbundnum háttum,
því hlustendaskarinn stendur á báðum áttum.
En ef að þú finnur á gráleitri götu þinni
gullkorn, sem minna á heimsins fegurstu Ijóð,
er rósirnar sameinast rökkrinu í fegurð sinni,
sem rauðir neistar er hverfa í brennandi glóð
og himinsins eldar hafinu í norðri mæta
í hamingju vorsins, og skap þitt milda og kæta,
þá raular þú, ef til vill ósjálfrátt, brot úr kvæði
við angurblítt lag, sem namstu í bernskutíð.
Þá víkja þau burt úr hug þér hin faglærðu fræði,
hver fjötur raknar, þér gleymist daganna stríð,
og sólnæturdýrðin í söng þínum einvöld ríkir.
Söngvar hjartnanna verða hver öðrum líkir.
Þeir, sem hafa ánægju af að lesa þessi fallegu kvæði Péturs Aðal-
steinssonar frá Stóru-Borg, attu ekki að láta undir höfuð leggjast
að eignast hina skemmtilegu og fögru Ijóðabók hans „BÓNDINN
OG LANDIÐ", en hana geta áskrifendur „Heima er bezt“ auð-
veldlega pantað frá afgreiðslunni (HEB-verð aðeins kr. 170.00).
Heima er bezt 593