Heima er bezt - 01.11.1970, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.11.1970, Blaðsíða 22
Smali fer að fé og kveður: Það var hann Eggert Ólafsson, ungur frár og vizkusnjall, stóð hann á hauðri studdur von, — stráunum skýldi vetrarfall; meðan að sól í heiði hló, hjúkraði laukum, eyddi snjó, kvað hann um fold og fagra mey fagnaðarljóð, er gleymast ei. Kvað hann um blóma hindarhjal og hreiðurbúa lœtin kvik, vorglaða hjörð í vænum dal og vatnareyðar sporðablik; þó kvað hann mest um bóndaba, er blessun eflir si og <e, af því að hjónin eru þar öðrum og sér til glaðværðar. ÚR HULDULJÓÐUM JÓNASAR Þar hefir gerzt að fullum áhrínsorðum allt, sem hinn vitri bóndavinur kvað um dalaltf í Búnaðarbálki forðum, — um bóndalíf, sem fegurst verður það. Sólfagra mey! nú svtfur heim að ranni sæbúinn líkur ferðamanni. Það var hann Eggert Ólafsson, allir lofa þann snilldarmann; Island hefir ei eignazt son öflugri stoð né betri en hann; þegar hann sigldi sjóinn á, söknuður v<etti marga brá; nú er hann kominn á lífsins láð og lifir þar sæll fyrir drottins náð. Jarpur skeiðar fljótur, frár, fimur reiða-ljónið, snarpur leiðar gjótur, gjár; glymur breiða frónið. Eggert Ólafsson. aldeilis samþykkur því að gera íslenzka tungu að við- fangsefni fræðigrúskara, heldur vildi hann fegra hana og bæta, þurrka af henni öll dönsk áhrif, gera hana að þeim áhrifavaldi, sem nýtilegastur væri til efna- legrar og menningarlegrar framsóknar. Auðvitað datt honum ekki í hug að hafna erlendum skoðun- um, hann setti einmitt sínar fram í anda einnar þeirr- ar. Hann vildi aðeins aðlaga hana innlendum aðstæð- um, nota hana til að kynda undir nýju mati á fornum verðmætum. Slík ný viðhorf væru þess ein megnug að gefa fyr- irheit um betra líf og auðugra, aðeins ef menn sneru sér af atorku að ræktun landsins og skynsamlegri nýtingu á margvíslegum gæðum þess. Hér var kominn einn af þessum skapföstu og vitru mönnum, brennandi í anda og búinn mikilli þekk- ingu, sem hikaði ekki við að halda fram skoðunum sínum, þrátt fyrir tómlæti skilningslítillar andstöðu. Eggert Ólafsson var býsna nálægt okkur í hugsunar- hætti í dag, enda hefur hann stundum verið nefndur fyrsti nútíma íslendingurinn. Við skulum samt gera okkur grein fyrir því, að þó í skoðunum Eggerts Ólafssonar liggi þær rætur, sem íslenzk sjálfstæðisbarátta síðar spratt upp af, datt honum né liðsmönnum hans aldrei neitt það í hug, sem við nú á dögum nefnum pólitíska sjálfstæðisbar- áttu. Slíkt hugtak fannst ekki í þeirra tíma orða- forða. Það kom ekki fram fyrr en á dögum Jóns Sigurðssonar og annarra seinni tíma manna. Það hvarflaði ekki að þeim að slíta sambandinu við Dana- kóng. Það mátti bara ekki láta hann einan um að hugsa fyrir þessa þjóð. Barátta Eggerts og liðsmanna var fyrst og fremst þjóðernisleg. En framvinda tímans smíðaði úr henni hin betri vopnin í langri og strangri sjálfstæðisbaráttu. Án eflingar þjóðernis og tungu hefði hún varla orðið til, hvað þá unnizt. Þegar hefur komið fram, að meðal hjartans mála Eggerts Ólafssonar var að koma fram umbótum á bjargræðisvegum landsmanna. Einkum var landbún- aður honum hugstæður, enda sjálfur bóndasonur og metnaður hans. Hann sá, að í landbúnaði mátti ná miklum árangri ef réttilega væri að unnið. Hugsið ykkur hve djarfar slíkar skoðanir hafa verið á þess- um árum eldgosa, ísa og alls kyns óáran í landi. Mættum við gjarnan íhuga það nánar með alla tækn- ina, þekkinguna og reynslu kynslóðanna að baki, sér- staklega þegar núna eru hafðar uppi háværar raddir um að leggja stein í götu íslenzks landbúnaðar með því að kaupa ekki afurðirnar; framkvæmd, sem ekki aðeins kæmi bóndamanni á kaldan klaka, heldur og fjölda kaupstaðabúa, sem allt lifibrauð hafa af vinnslu og verzlun með þær vörur. Eitt er að rífa niður og annað að krefjast umbóta á gallaðri framkvæmd. Landbúnaður nú á dögum gegnir ekki nándar nærri eins þýðingarmiklu hlutverki sem landstólpi og á dögum Eggerts, en að mínu viti þó mikilvægur öllu okkar lífi. Sú þjóð, sem ekki ræktar land sitt sér til ábata, kafnar undir nafni. 406 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.