Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1972, Qupperneq 5

Heima er bezt - 01.12.1972, Qupperneq 5
 sem þjónaði fyrir altari og var einn vígsluvottanna. — Starfsbróðir minn hér á Akureyri, séra Birgir Snæbjörns- son, predikaði út frá guðspjalli dagsins, Lúkas, 21, 25—33. Aðrir vígsluvottar voru sóknarprestur Svalbarðs- sóknar í Laufásprestakalli, séra Bolli Gústavsson, og ná- grannaprestar Akureyrar, séra Bjartma-r Kristjánsson, Laugalandi og séra Þórhallur Höskuldsson, Möðruvöll- um. Bæn í kórdyrum flutti séra Rögnvaldur Finnbogason á Siglufirði. Organisti var Jakob Tryggvason, en félagar úr kirkjukór Akureyrar sungu. Meðhjálpari var Björn Þórðarson, einn af meðhjálpurum Akureyrarkirkju. Athöfnin hófst með skrúðgöngu frá Kirkjuhvoli, og auk prestanna gengu þar sóknarnefndarmenn á Akur- eyri og stjórn Minjasafnsins. Er komið var að kirkju- dyrum, samhringdi kirkjuklukkunum Þórður Friðbjarn- arson safnvörður. í upphafi messunnar var sunginn kirkjuvígslusálmur, sem Kristján frá Djúpalæk orti í til- efni vígslunnar og er hér birtur. Sálmalagið, sem við hann var sunginn,' er eftir Sverri Pálsson skólastjóra. Báðir eiga þeir sæti í stjórn Minjasafnsins. Að lokinni vígslu, var öllum viðstöddum boðið til kaffidrykkju að Hótel KEA. Hófinu stýrði Jónas Krist- jánsson fyrrv. samlagsstjóri. Bauð hann gesti velkomna og lýsti ánægju sinni yfir atburðum dagsins. Las hann upp heillaskeyti frá sóknarnefnd Svalbarðssóknar, sem fagnað var með lófataki. Aðalræðuna í samsætinu flutti Sverrir Pálsson skólastjóri, þar sem hann rakti ýtarlega sögu þessa máls, bréfaviðskipti og annað, sem áhrærði flutning kirkjunnar og staðsetningu. í ræðu, sem séra Bolli Gústavsson flutti, færði hann kirkjunni bókagjafir, hina nýútkomnu messubók sr. Sigurðar Pálssonar vígslu- biskups og gamla útgáfu Passíusálmanna. Var gjöfin frá þeim hjónum, sr. Bolla og frú Matthildi Jónsdóttur. Hófi þessu lauk með því, að viðstaddir sungu þjóðsönginn „Ó, guð vors lands“. Að lokum langar mig til að tilgreina hér nokkur orð úr vígsluræðu minni: „Þó að nýjar kirkjur eigi sem aðrar byggingar skil- yrðislaust að reisa með þeim möguleikum, sem fyrir hendi eru, tækni, þægindum og byggingarlist, því að kirkjunni ber skylda til að fylgjast með samtíð sinni í því, sem varðar ytri aðlöðun og skipulag, — þá er það samt í fullu gildi að vernda og varðveita gamlan helgi- dóm, — eins og hér er gcrt. Oss er hollt og nytsamlegt að skyggnast inn í sögu þjóðarinnar og þjóðhætti í sem flestum greinum og cins og bezt verður á kosið. En oss er þetta að vissu leyti þeim mun erfiðara hvað húsagerð í landi voru áhrærir, Framhald á bls. 409. VígsluljóÖ SUNGIÐ VIÐ VÍGSLU GÖMLU KIRKJUNNAR FRÁ SVALBARÐI 10. DESEMBER 1972. Þú gamla, lága guðshús, sem gestum opnar dyr, enn leið í djúpri lotning er lögð til þín sem fyr. Vor önn er yndisvana, vor auður gerviblóm, því heimur, gulli glæstur, án guðs, er fánýtt hjóm. Fyrr gestur göngumóður við grátur þínar kraup. Margt tár í þögn og þjáning á þessar fjalir draup. Hér æskan ljúf, í auðmýkt, sín örlög Guði fól. Hér skyggðu þyngstu skuggar. Hér skein og björtust sól. Þú varst hin milda móðir. Þín miskunn allra beið. þú veittir hjálp og hugdirfð að halda fram á leið. Það ljós, er lýðum barstu, um langa vegu sást. — Þú enn ert vonum viti. Þín vegsögn engum brást. Og kæra, aldna kirkja, í kyrrþey beiðstu þess, að yngjast, endurvígjast, og öðlast fyrri sess. Enn bljúg, í hljóði beðin, er bæn í fangi þér. — Hið gamla, lága guðshús vor griðastaður er. Kristján frá Djúpalæk ^mmmmmmmmmmmmmmmmNmmm Heima er bezt 405

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.