Heima er bezt - 01.12.1972, Síða 6
GISLI HALLDORSSON:
JÓL ÚTLAGANS
Myrkrið er að skella á. — Augu stórborgarinnar
tendrast smám saman í þúsunda tali, rauð og
gul og blá. Ljósaauglýsingarnar fara á hreyf-
ingu, stafir og myndir iða fram og aftur í
öllum regnbogans litum.
Eftir götunum streymir fólk í hrönnum, staðnæmist,
horfir í búðarglugga, hverfur inn, — kemur út aftur.
Blaðsölumennirnir hrópa: „Acht Uhr Abendblatt! —
Weihnacths Ausgabe! A-------cht Uhr A-------bendblatt!
Ungur maður situr þögull á gangstéttinni, með blaða-
stranga við hhð sér. Þegar ég gæti betur að, sé ég, að
hann ber heiðursmerki — og vantar báða fótleggi.
Ég flýti mér fram hjá, því ég er auralítill sjálfur, og
þessi sjón vekur hjá mér leiða.
Við biðstaðinn er hópur af fólki. Eftir dálítinn tíma
kemur „omnibussinn", og ég ryðst upp í hann, með
þeim fyrstu, til að vera viss um að komast með.
Greinarhöjundur, Gisli Halldórsson verkfreeðingur. Myndin
er tekin sumarið áður en saga þessi gerðist.
Ég tek mér stæði aftan í vagninum. Fólk gætir sín
að koma ekki of nærri mér, því að ég er óhreinn og
ataður olíu og feiti, eftir vinnuna í verksmiðjunni. Mér
þykir gaman að þessu, og er hinn frekasti. Dreg húfu-
pottlokið ennþá lengra niður á ennið, sting annarri hend-
inni á kaf í buxnavasann, en tek hinni þétt um látúns-
hólkinn á haldstönginni.
Við og við stappa ég fótunum dálítið í gólfið til að
hita mér. Það er 22° frost á Celcius og annar skórinn er
sólalaus að kalla. Ég er búinn að ganga niður úr tvennum
sokkum, og pappír ézt strax sundur. Fyrir því hefi ég
reynslu. Tvisvar hefi ég orðið að fara til verksmiðju-
læknanna og láta draga út járnspæni, sem stungizt höfðu
upp í ilina á mér. Já, veruleikinn er oft ósennilegur.
Annars er þessi kuldi óþolandi. Hann næðir gegnum
merg og bein. Aldrei hefir mér verið eins kalt og í
Berlín.
Þannig ókum við um stund. Jakkanum hefi ég brett
upp í hálsinn, en kuldinn læsir sig í gegnum hann — í
gegnum vestið og óhreinar og svitugar skyrturnar — og
áfram inn úr.
— Svo að nú er aðfangadagur jóla. — Eitthvað á þessa
leið hugsa ég óaflátanlega. Upp aftur og aftur, því
hugsunin kemst ekki lengra.
Ég á þá ekki að fara til vinnu fyrr en þann 2. — heila
tvo daga er ég frjáls maður. í fyrramálið á ég þá ekki
að ganga í fylkingu þúsunda boginna verkamanna, eftir
Brunnstrasse — í myrkri og þögn og kulda, — gegnum
stóru járnhliðin.
A morgun á að hlífa mér við hinum sífellda, djöful-
lega hávaða vélanna og ljósi rafmagnssólnanna, sem eru
látnar koma í stað dagsljóssins.
Allt er þetta gott og blessað. En — Það er þetta:
Hvernig stendur á, að peningarnir fara ekki að koma? —
Það hlýtur að vera póstinum að kenna, — ómögulegt
annað.
Veiztu kunningi, hvað það er að vera útlendingur í
stórborg; vinalaus, peningalaus — allslaus, og bíða eftir
fé?
Ég fékk 18 pfennig um tímann í verksmiðjunni, því
að ég var þar sem lærlingur. Og 18 pfennig segja lítið.
Aðeins í omnibussinn fram og aftur fara 40 pfennig.
Nú var aðfangadagskvöld. Ég átti 55 pfennig. Ég var
á heimleið og varð að borga 20 pf. í ökugjald. Eftir voru
þá 35 pf. Bláu fötin voru farin til „frænda“. Fyrir þau
406 Heima er bezt