Heima er bezt - 01.12.1972, Síða 7

Heima er bezt - 01.12.1972, Síða 7
fékk ég 10 mörk. Fyrir smokingfötin 10 mörk. Úrið með kapseli gerði 12 mörk og sígarettuetui 5 mörk. Það var aðfangadagskvöld og ég átti að lifa á 35 pf. yfir jólin. Hvernig átti ég að fara að, — færi svo, að peningarnir kæmu ekki í dag. Hina helgidagana yrði ekkert borið út. Þessu var ég að velta fyrir mér á leiðinni heim. Hvað eftir annað fór ég í huganum yfir allar mínar eignir, en það var allt einkis virði, nema frakki nokkur. Jú, ég skyldi reyna frakkann. Hann var að vísu ekki góður, en reyna mætti hann. Áður en varði vorum við komin að horninu á Use- domstrasse. Ég hljóp léttilega út úr vagninum á fullri ferð. Vagnþjónninn horfði skelfdur á eftir mér. En ég var leik þessum vanur og fataðist ekki. Mér var kalt, og hljóp ég því í einum spretti niður í Swinémúnderstrasse. Þar fór ég rakleitt upp á loft í nr. 42 og inn til mín. Lagði þangað ilmandi steikarlykt, blandaða ilminum af grenitré, — frá f jölskyldunni Schel- lig, cn hjá þeim leigði ég þetta litla herbergi fyrir 40 mörk á mánuði. Þegar inn kom, leit ég yfir borðið fullur eftirvænt- ingar, en þar lá hvorki bréf eða ávísun. Ég gekk þá út á ganginn og steig óvenju fast niður skökku löppinni. — „Nein, Herr Halldorsson — noch kein Brief“ — málrómurinn var harður og ekki laus við að vera ertnislegur. Síðan ætlaði hún að loka hurðinni. En ég flýtti mér að kalla í hana og bað um, hvort ekki mætti fá kveikt upp í ofninum, því ólíft væri fyrir þessum kulda. „Já, það hefðuð þér getað beðið um fyrr,“ var svarið. „En komið þér þá með 15 pfennig, þá skal ég kveikja upp, — fyr ekki.“ „Hefi ég ekki alltaf staðið í skilum við yður hingað til, frú Schellig,“ sagði ég og skalf dálítið málrómurinn af undrun og reiði. „Hvaða ástæðu hafið þér til að ætla, að ég muni ekki greiða yður þetta?“ „Ja, þér skuldið fyrir upphitun síðustu þrjá daga, — 15 pf. 3 sinnum gerir 45 pf. Borgið það fyrst.“ „Frau Schellig. Þér vitið, að ég á von á peningum á hverri stundu.--------En má ég þá ekki kveikja upp sjálfur, fyrst ég á bæði kol og spýtur?“ Ég var nú orðinn sárgramur. En kerlinginn neitaði mér um að fá kolin og spýturnar, sem ég átti þó sjálfur í geymslu þeirra. Með valdi gat ég ekki tekið það. Þannig endaði þcssi skemmtilega samræða á aðfanga- dagskveldi, með því að ég sagði frúnni skoðun mína á henni og hyski hennar. En hún skellti hurðinni í lás, — dauðfegin að vera laus við að kveikja upp og full heil- agrar reiði yfir þessum ósiðaða norðurlandabúa, sem lét sér dctta í hug, að í Þýzkalandi gæti hann fengið að kveikja upp sjálfur — slíkur og þvílíkur sóðaskapur. Ég skálmaði inn í herbergið aftur, tók frakkagarminn og hljóp af stað álciðis til „frænda". í næstu bjórknæpu keypti ég mér pylsu með sennepi og eina tvíböku. Það kostaði 30 pfennig, en ég var jafn glorhungraður eftir sem áður. Nti átti ég 5 pf. eftir. Um leið og ég fór þaðan, smeygði ég mér í frakkann, af því mér var kalt og komið var fjúk. I Brunnenstrasse, skammt frá Usedomstrasse, er veð- lánari. Þess konar menn nefna stúdentar „frænda“. Ég hafði engin viðskipti við hann haft og þekktumst við því ekki. En oft hafði ég veitt því eftirtekt, að Pfeind- leiher stóð málað á skilti yfir dyrunum á þessu húsi. Þetta orð, sem getur verið eins konar gleðiboðskapur þeim, sem eitthvað hafa og þurfa að losa sig við, — en minnir hina á kirkjugarðinn — hina, sem búnir eru að því. I gegnum þessar dyr réðst ég til uppgöngu háan og brattan stiga. Loks kom ég að dyrum, er letrað stóð á: Pfeindleiher. Það er veðlánari. Ég opnaði hurðina hægt og gætilega og bauð góðan dag, í eins kurteislegum málrómi og mér var unnt. Það var um að gera að reyna að fá sem mest fyrir frakkann, svo að ég gæti þó haft nóg að borða eða eitt- hvað vfir jólin. En vekti ég andúð, var ég viss með að fá ekkert. Gömul kona, fátæklega til fara, var að tala við innan- borðsmanninn. Hún hafði dregið giftingarhringinn af hendinni, sem var sinaber og kræklótt. „Hvað mikið viljið þér fá?“ var spurt. „Já, ég vildi nú gjarna biðja um 5 mörk.“ „5 mörk!“ Veðlánarinn hló hryssingslega. „Zwei Mark“ — tvö mörk — skyldi hún fá, — en ekki eyri meira. „Já — en,“ byrjaði konan, — „börnin mín-------“ „Tvö mörk, segi ég. Viljið þér það, eða viljið þér það ekki!“ Gamla konan stundi upp svo veiku jái, að það heyrð- ist varla. Síðan læddist hún út með veðseðilinn böggl- aðan saman í kreptri hendinni. Örvæntingin hafði brugð- ið skugga yfir svip hennar. Það var nú komið að mér. Ég snaraðist úr frakkanum, djarflega, og slengdi lionum á borðið: „Hvað mikið get ég fengið fyrir þennan?“ Veðlánarinn tók að skoða hann: „4 mörk.“ „4 mörk,“ kallaði ég, „fyrir annan eins frakka! Eruð þér frá yður, maður! 10 mörk hefðu verið nær sanni!“ „Nei, — jæja, þér skuluð fá 5 mörk, — meira ekki.“ í þessu bili kemur forstjórinn til sögunnar, — hann tekur frakkann og skoðar hann gaumgæfilega. Heima er bezt 407

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.