Heima er bezt - 01.12.1972, Síða 8
„Óhreinn,“ segir hann, „og rifinn! — Hnapp vantar.
— Þennan frakka tökum við ekki.“ — Og leggur hann á
borðið.
„Hvað er þetta,“ segi ég, „frakkinn, sem er úr fínasta
efni, hefir kostað 135 danskar!“ (Ég fékk hann reyndar
fyrir 40). „En ég skal gera mig ánægðan með 4 mörk!“
„Nei, við tökum ekki þennan frakka!“
„2 mörk, bara 2 mörk getið þér látið út á hann!“
„Nei, við tökum hann ekki.“
„Nú, hver skolhnn, viljið þér þá hreint ekki láta neitt
út á hann?“
„Nei, ég er búinn að segja það.“
„Ég hefi tekið eftir því,“ segi ég, „að þér munuð vera
peningalítill. Verzlunin borgar sig líldega illa. Það er
von þegar þér getið ekki lánað út á verðmæti. — Til
hamingju með gjaldþrotið, herra minn!“ — Hurðin skall
aftur. Ég var að nýju úti á tröppunum með frakkann
góða.
Ég gekk hægt heim á leið. Klukkan var langt gengin
6 og snjórinn féll stöðugt, í stórum flyksum. Þetta var
sannnefndur jólasnjór. Fólk flýtti sér fram og aftur um
götuna, hlaðið alls konar pinklum og í ósegjanlegu
annríki. Aðeins ég virtist hafa nógan tíma.
Hafði ég ekki líkan nógan tíma Ekki þurfti ég að
flýta mér heim og borða.
Engar krásir og vín biðu mín. — Ekkert nema 22
gráðu köld herbergiskytra, með rauðum sófa og borði
fyrir framan, — sem ekki mátti færa til, svo hægt væri
að komast inn fyrir. Rúmi, með nagla í þihnu fyrir ofan,
sem ekki mátti hengja á mynd af látnum föður. Komm-
óðu, sem ekki mátti leggja bók á. Gulu kofforti, sem
ekki mátti opna. Ofni, sem ekki mátti leggja í. Fólki,
sem ekki mátti tala við.
í þungum þönkum gekk ég heim á leið, þctta að-
fangadagskvöld.
Þegar ég kom heim, dró ég fram borðið og hengdi
upp myndina. Hið síðara gerði ég í hvert skipti, sem
ég kom heim, því þrjóska mín er takmarkalaus, er ég
tek eitthvað í mig.
Síðan dró ég fram nokkur blöð og settist í sófann.
Skjálfandi af kulda tók ég að skrifa manni í Kaup-
mannahöfn bréf, þar sem ég bað hann að lána mér 50
krónur um mánaðarskeið.
Ég varð að staðnæmast eftir hverja setningu og hugsa
— strika yfir og skrifa aftur og hugsa.
Ég tók út allar vítiskvahr. En þetta var síðasta úr-
ræðið. Ég fcngi þó alltaf eitthvað að borða eftir 2—3
daga. Því að slíkur var þessi maður, að ég efaðist ekki
um, að hann gerði mér þennan greiða. Alhr íslenzkir
stúdentar í Kaupmannahöfn munu vita við hvern ég á.
Ég ætlaði að senda bréfið í ófrímerktu umslagi til eins
vinar míns, sem kæmi því svo áleiðis. Ég kunni sem sé
ekki við að láta hr. N. N. borga undir það — tvöfalt, við
móttöku.
En mér gekk illa með bréfið. Og hendurnar á mér
voru krókloppnar. Mér hefir sjaldan liðið ver á sálu og
líkama, samtímis.
Þá var hringt.
Ég sperrti eyrun. Nei, það var víst bara til Schellig.
Og ég heyrði frú Schellig ganga til dyra.
Dálítil stund leið. Þá var aftur gengið um ganginn.
í þetta skipti inn eftir honum — alla leið inn að her-
berginu mínu — og barið að dyrum.
Ég stóð skjálfandi upp, — reikaði fram að dyrunum
og opnaði.
Póstþjónninn stóð fyrir utan og rétti að mér bréf.
„Viljið þér gera svo vel að skrifa undir, herra Hal-
vorsan.“
Á þessu augnabliki fannst mér heimurinn taka stakka-
skiptum. Það var eins og ég kæmi úr djúpum, myrkum
helli, út undir beran himinn.
Ég frekar hrifsaði en tók við bók póstþjónsins, og
hripaði niður eitthvert ólæsilegt pár. Það átti að vera
nafnið mitt.
Póstþjónninn hinkraði dálítið við og það var hið
eina, sem skyggði á gleði mína, að ég gat ekki gefið
honum nokkra aura fyrir vikið. En ég átti aðeins 5
pfennig.
Varla hafði hurðin lokast, fyrr en ég reif upp bréfið.
100 krónu seðill, íslenzkur, datt út úr því, niður á
borðið.
Ég las með flughraða þessar fáu línur, sem fylgdu:
dálítil jólagjöf — ósk um beztu líðan. —
Það, sem á eftir fór inni í þessu litla, kalda herbergi
hefði betur átt heima á vitfirringahæli. Ég, scm hingað
til hafði verið alvarlegur, þungbúinn og hljóður, tók nú
undir mig stökk beint upp í loftið, um leið og ég veifaði
100 króna seðlinum yfir höfði mér, og rak upp svo
mikið og ógurlegt öskur, að hver meðal villimaður hefði
hlotið að blána af öfund.
Svo kom hvert húrraið á cftir öðru, langdregin, al-
íslenzk.
Að fjölskylda Schellig skyldi ekki gefa upp andann
þetta aðfangadagskveld, er mér cnn þá óráðin gáta.
En snögglcga fékk ég sting í bakið — og varð að
leggjast endilangur upp í sófa. Ég hafði ekki þolað
áreynsluna af að ólátast svona. í hvert skipti, sem ég
ætlaði að hlæja, var eins og ég væri stunginn. Fyrir
nokkrum árum hafði ég verið rúmfastur heilt sumar af
taugagigt. Nú kom hún aftur og ásótti mig vegna kuld-
ans. Eg hafði líka þurran og harðan hósta. En ekkert
gat hamið föguð minn .
Stundarfjórðungi seinna var ég þotinn af stað, til
að leysa út bláu fötin mín og smokinginn.
Jólin voru líka komin til mín.
408 Heima er bezt