Heima er bezt - 01.12.1972, Qupperneq 9
Klukkan 9 um kveldið var ég kominn í smoldnginn,
með slaufu, sem hafði kostað mig einn og hálfan tíma
að binda.
Eg gekk hægt niður Brunnenstrasse og staðnæmdist
við biðstaðinn. Eftir langan tíma kom omnibussinn og
hljóp ég upp í hann. Ókum við svo eftir mannauðum
götunum inn í hjarta Berlínar, fram hjá Stettinerbahn-
hof, niður Friedrichstrasse. Þar sem Leipzigerstrasse sker
Friedrichstrasse sté ég út. Hafði ég verið eini farþeginn
mestalla leiðina. Einstaka hræða var þarna á ferli. Fá-
tæklega klæddir menn, með hendur í vösum og slútandi
hatta, skuggalegar, hugsandi — vinalausar verur — ef til
vill útlendingar eins og ég.
Upp við gráan kaldan steinvegg stóð gömul, tann-
laus kona með blómvönd í fanginu. Það var auðséð, að
þarna hafði hún staðið allt kveldið. Henni var kalt.
Ég gekk áfram. Ung stúlka kom gangandi á móti mér.
Hún var í dökkum pels og skrjáfaði í silkikjól undir.
Það var svo mikil kyrrð á götunni, að fótatakið berg-
málaði langar leiðir — trip-trap. Þið vitið hvernig ungar
stúlkur ganga. Hún var í gljáandi svörtum lakkskóm.
Engu líkara en hún færi til veizlu. En þetta var líka að-
fangadagskveld.
Þegar við mættumst, gekk hún fast upp að mér, hægði
á sér, brosti til mín, nuggaði sér upp að mér. Sumar
konur eru einmana, jafnvel á aðfangadagskveld. Vænd-
iskonur ekki sízt. Bcrgmálið af litlu skónum hljómaði
lengi í eyrum mér.
En það leit ekki út fyrir, að ég ætlaði að rekast á neinn
stað, þar sem hægt væri að fá að borða. Hvað eftir ann-
að spurði ég lögregluþjóna eftir opnum matsölustöðum,
en þeir voru jafn ófróðir og ég. Loks bentu nokkrir
þjónar af hóteh einu mér á, að ég mundi geta komist
inn á Hotel Continental. Þar væri opið í kveld. Þangað
labbaði ég svo, meðan ég var að hugsa til jólanna, sem
nú væri haldin heima á Fróni. Fannst mér ég þá vera
einmana.
Loks kom ég að hótelinu — er það hið stærsta í Evrópu,
ef ég man rétt. — Einkennisbúnir þjónar tóku á móti
mér, opnuðu svifdyrnar og fylgdu mér inn í gríðar-
stóran hallarsal. Þarna fékk ég föt mín geymd í fata-
geymslunni og gekk síðan að einum af hinum óteljandi
speglum, sem felldir voru á veggina, gólfa á milli, og
lagfærði á mér hárið. Vildi ég líta sem snyrtimannlegast
út.
Mjúk dýrindis teppi voru þarna á gólfunum, en víða
stóðu glerskápar fullir af skínandi djásnum úr silfri,
gulli, platínu og af glitrandi perlum. Gekk ég loks eins
fyrirmannlega og mér var unnt inn í einn borðsalinn og
settist við borð nokkurt, sem var autt.
Fjöldi af hinu allra fínasta fólki var þarna saman
komið og át og drakk. Sums staðar sátu menn einir,
annars staðar tveir og tveir eða tvö, sums staðar voru
hcilar fjölskyldur við stór borð.
Ég hafði koniið heldur í seinna lagi. Jólagjöfum hafði
þegar verið úttbýtt til allra. En innan skamms var byrj-
að bera fyrir mig kveldverðinn, — bláan fisk, sem ég
aldrei hefi heyrt nefndan fyrr eða síðar, og marga aðra
rétti, sem ég ekki kann að nefna. Vín var borið á hvert
borð. Kaus ég mér rauðvín.
Þarna sat ég svo um kveldið og reykti langan vindil
— meðan jólasveinar með rauðar húfur og í rauðum og
grænum sloppum hoppuðu til og frá milli borðanna. En
hugur minn var langt burtu.
Klukkan 11 drakk ég skál vina minna og gamla Fróns.
EFTIRMÁLI
Saga þessi, sem er sannsöguleg í öllum aðalatriðum, gerðist
fyrir 45 árum, og var prentuð í dagblaði 1928. Það hafði fyrir
löngu talast svo til milli mín og höf., að ég léti birta hana í
Heima er bezt, en blaðaúrklippan með henni lá geymd í dóti
mínu, þar til ég fann hana sl. sumar. Þótt höfundur sé nú lát-
inn fyrir allmörgum árum, hika ég ekki við að birta hana, því
að enn eru þxr sömu forsendur fyrir hendi, og þegar við rædd-
um það mál fyrst, þ. e. að hér er brugðið upp mynd af högum
og aðbúnaði margra íslenzkra stúdenta eins og þeir voru á árun-
um 1925—1930, og vafalaust lengur, en þau árin þekkti ég af
eigin raun. Okkur fannst sem þessi mynd ætti að geymast betur
en í dagblaði. Okkur kom saman um, að það væri ekki ófróð-
legt fyrir námsmenn nútímans að bera saman það, sem var og
það, sem er. Maðurinn, sem höf. ætlaði að'skrifa var Jón Krabbe,
sendiráðsfulltrúi, en hann var hjálparhella íslenzkra Hafnarstúd-
enta um langan aldur. Aldrei lét hann nokkurn synjandi frá
sér fara, en leysti hvers manns vandræði af því örlæti og hlýju
hjartans, sem fátítt er.
Höfundur sögunnar, Gísli Halldórsson, verkfræðingur, varð
síðar þjóðkunnur maður fyrir atorku og uppfyndingar. Hann
skrifaði margt um hin ólíkustu efni, og ætíð var tekið eftir því,
sem hann lagði til mála, þótt menn væru honum ekki samdóma.
Þessi frásögn mun vera hið fyrsta, sem eftir hann birtist á prenti.
St. Std.
MINJASAFNSKIRKJAN
(Frambald af bls. 405)
því að ekki var byggt úr varanlegu efni. Tímans tönn
var fljót að vinna á torf- og timburkirkjunum. Tilkoma
Minjasafnskirkjunnar er eins konar björgunarstarfsemi.
— Hér er um að ræða einn þátt í menningarsögunni og
eigi þann véigaminnsta. Guðsdýrkun kynslóðanna, er
þessi þil tala sínu máli um, trúariðkun feðra vorra og
mæðra var meginstyrkur lífsbaráttu þeirra, og þeim mun
meiri sem meira reyndi á og þörf var æðri hjálpar. Sú
hjálp kom fyrir traust til Guðs og fyrir þol í þjáningum
með Kristi í gegnum þjáningar hans. — Það var afmæld-
ur hlutur kirkjunnar að geyma mestu gleði- og sorgar-
tárin og láta í þeim brotna ljósgeisla guðs sólar yfir ævi-
göngu mannsins í sæld og þraut.“ —
Heima er bezt 409