Heima er bezt - 01.12.1972, Page 14
eru yfirleitt ekki taldar arðvænlegar til útgáfu. Og um
ljóð er vitanlega hið sama að segja nú á dögum. Skáld-
skapur er í litlum metum á okkar andríkissnauðu véla-
öld. En teknar saman í bókarform, mundu þessar rit-
gerðir Árna verða merkilegur og skemmtilegur tengi-
hlekkur milli íslands og Noregs.
Þess var áður getið, að Árni mundi fyrstur manna
hafa vítt þá hæpnu aðbúð, sem handritasafn Árna Magn-
ússonar bjó við og hafði búið við öldum saman, unz
danskir menntamenn fengu með undarlegri (ég vil ekki
segja yfirnáttúrlegri) skyndingu áhuga á varðveizlu og
geymslu handritanna — án þess þó að skilja hóti betur
innihald þeirra en þegar Þorsteinn Erlingsson orti, fyrir
meir en átta áratugum. Það er ekki torvelt að gera sér
grein fyrir viðkvæmni Árna fyrir hinni gálausu varð-
gæzlu (sem aldrei virtist hafa valdið okkar lærðu mönn-
um hugarangri), þegar við athugum hvernig hann hafði
sett sig í spor Árna Magnússonar. Hann lætur Árna
hugsa þannig eftir handritabrunann 1728, og honum
mun ekki skeika í ætlun sinni:
Hér geng ég frá og gleði minni er lokið,
gráðngir logar sleikja þil og súð,
að vonum snauðrar þjóðar þar var hlúð,
er þungt og lengi bar á herðum okið.
í sérhvert skjól míns fólks og lands er fokið,
framar mun aldrei tjölduð Snorrabúð,
frá Rifi vestra austur allt að Skrúð,
erlendum böðuls höndum fast er strokið.
Mín ættarfold er láni og ráði rúin,
í reyk og eldi bókfell- þau og saga,
er hugðist ég að bjarga um aldir allar.
í hrun og tap er öll mín ævi snúin,
hver endurminning sækir mig til laga,
úr rúst og ösku íslands til mín kallar.
Svona minnist hann nafna síns. Það skiljum við. Þeir
íslendingar, sem mikið og vel höfðu unnið ættjörðu
sinni eða haldið uppi sæmd hennar, eiga það alltaf víst,
að eignast helgidóm í hjarta þessa þjóðrækna skálds,
hvar og hvert sem starfssvið þeirra hefir verið. Þegar
Gunnar Björnsson ritstjóri hneig í valinn vestur í
Bandaríkjunum, féll þar einn af stórviðunum íslenzku í
vesturálfu. Ekki minnist ég þess, að stórmikið væri um
hann ritað heima á íslandi. En Árni Eylands mundi
hann og orti um hann kvæði, sem vel hæfði þessum stóra
og stórbrotna manni, sem aldrei hafði gleymt ættjörðu
sinni og ekkert tækifæri hafði látið ónotað til þess að
efla sæmd hennar. Menn þekkjast af verkum sínum.
Það hefði verið gagnstætt öllum eðlilegum hætti að
hugsa sér ævibraut Árna Eylands alla slétta og greið-
færa. Slétta brautin er fyrir meðalmennskuna, þá menn,
sem láta berast með straumnum og forðast að taka upp
baráttu fyrir nokkru góðu máli. Hún er fyrir „leið-
togann“, sem Árni hefur sjálfur lýst þannig:
Hvar sem þínar leiðir lágu,
léztu rök og stefnu falt,
þú varst ótrúr yfir smáu,
yfir stærra settur skalt.
Þín í mörgu skálka-skjóli
skipulagður frami beið,
þér skal upp að æðsta stóli
áður en lýkur förin greið.
Öllum ratar þar í þokum
þjóðmálanna á æti og bein,
svo mun þér að leiðar-lokum
lýðurinn reisa bautastein.
Af þessari gerð höfum við þá ærið nógu marga leið-
togana, þó að ekki bættist Árni Eylands í þann hópinn,
eða gæti átt þar heima. En satt er það, að oft vill næða
kalt um hina, og á því hefir hann fengið að kenna. Það
hefir hann sjálfur sannað með þessum orðum:
Að standa einn er lífs míns lokavandi,
því lífið bauð mér það í margri för.
Ég braut mitt skip á Breiðamerkursandi,
en brást þar Flosa gestrisni og svör.
í stað þess var ég sóttur báli og brandi,
og beint er að mér víða spjóti og ör.
Hver er mín sök? — Ég reyndi í litlu landi
að létta bóndans starf og öll hans kjör.
Satt er það, að þrekraun getur það orðið að standa einn.
En það verður jafnan hlutskipti þess manns, er brýtur
öðrum braut. Brautryðjandinn vann tíðast ekki loka-
sigurinn fyrr en dauður, en þá líka þann sigur, sem end-
anlegur varð. Reikningur Árna Eylands við íslenzka
þjóð ætla ég fyrir víst, að ekki verði gerður upp að hon-
um lifandi. En þegar stund reikningsskilanna kemur, er
það sannfæring mín, að þeim megi hann vel una.
Þess var þegar getið, að Árni Eylands hefði birt á
prenti þrjú sjálfstæð Ijóðasöfn. Við skulum vona, að
enn eigi hann eftir að birta hið fjórða, og það þeirra
miklu stærst. Hann hefir fyrir víst ort fjölda kvæða,
sem annað hvort hafa aldrei verið prentuð eða þá á víð
og dreif. Það væri bókmenntum okkar tjón að láta þau
grafast í gleymsku.
Portchester 1969.
LEIÐRÉTTING
í grein frú Huldu Á. Stefánsdóttur um Þór Þorsteins-
son á Bakka, í septemberblaði Heima er bezt 1972, á bls.
297, aftari dálki, 10. lína að neðan, stendur Æskuhóln-
um, á að vera Öskuhólnum.
414 Heima er bezt