Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1972, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.12.1972, Qupperneq 15
STEINDOR GUÐMUNDSSON, EYRARLONI: Pegar ég hitti arauginn að var Á mínum ungdómsárum, sem sá atburður gerðist, sem hér verður sagt frá. Það var árið áður en ég var tekin í kristinna manna tölu. Það var að haustlagi, eða nánar tiltekið í nóvember. Ég átti þá heima á Stóra-Hofi í Gnúpverjahreppi, hjá Brynjólfi Melsted og Önnu Gunnarsdóttur. Auk þess var á heimilinu móðir Brynjólfs, Þórunn Guðmunds- dóttir, en hún var fóstrá mín og hafði ég fylgt henni frá því ég var á fyrsta ári. Fleira var heimilisfólkið ekki, enda öllum heyskap dokið og haustverkum að mestu leyti. A Stóra-Hofi var tvíbýli. Við áttum heima í austur- bænum, en í vesturbænum bjuggu hjónin Guðjón Ólafsson og Björg Árnadóttir, ásamt tveim ungum börnum sínum. Hjá þeim vesturbæjarhjónum hafði borið kýr snemma dags, en nú var komið kvöld og kýrin hafði ekki hildgast, eða ekki orðin heil, eins og það var kallað. Það þurfti því að gera kúnni eitthvað til góða. Á þeim árum var aðeins einn maður í sveitinni, sem kunni vel til þeirra hluta, en það var Ágúst Sveins- son bóndi í Ásum. Ágúst var mjög laginn við dýr, auk þess mun hann hafa fengið einhverja tilsögn í dýralækn- ingum, og sjálfur náttúraður fyrfr lækningar. Og nú þurfti að ná til hans. Þá var ekki sími á hverjum bæ og ekki bílar til að bregða sér á. Það þurfti því að fara upp að Ásum, 8 km veg, til að tala við Ágúst. Einhvern- veginn var það svo, að það dæmdist á mig að fara, þó komið væri fram á kvöld, þegar ljóst var, að samband þvrfti að hafa við Ágúst. Þarfasti þjónninn var farar- tækið sem fyrr, og mér var fengin rauðskjótt hryssa til reiðar, sem komin var af léttasta skeiði. Ég var langt frá því að vera hrifinn af því að fara, og komið var að háttatíma. En í þá daga var ekki til siðs að segja nei við því, sem maður var beðinn að gera, jafnvel þó kjarkurinn væri ekki mikill. Maður var svo sem ekki mikill karl á þeim árum. Manni þótti líka upphefð í því að vera falið verkefni, sem venjulega voru falin fullorðnum. Ég held, að unglingar hafi ekki verið sendir út í það, sem þeim var ofraun. Síðar hefir maður skilið, að ýmis verkefni, sem maður gat leyst af hendi, urðu helzt til að þroska unglingana, þó erfið væru, ef þau urðu eng- um ofraun. Þetta kvöld var veðri svo háttað, að það var hvasst af suðri en nær úrkomulaust, og fullt tungl óð í skýjum; það var ýmist koldimmt eða skellibjart. Það var reglulega draugalegt veður. Af stað fór ég sannarlega með hálfuiu huga, í mér var einhver beygur. Ég var sem sagt hálfmyrkfælinn. En um það var ekki að fást. Mér var fahð að fara í nauðsyn og ég varð að leysa þetta verkefni af hendi, jafnvel þótt ég hefði varla kjark til þess. Þá var bara að hrista af sér slenið og bera sig manna- lega, að minnsta kosti þegar aðrir sáu til. Ég held, að ég hafi líka talið mér trú um, að þetta væri ekki nema fyrir fullhrausta menn. En aðstæðurnar voru allt annað en glæsilegar og vega- lengdin um 8 km og komið að háttatíma. Oft var haldið niðri í sér andanum til að geta heyrt betur ef einhver torkennileg hljóð heyrðust. Annars var nokkur ástæða fyrir því, að ég var svona myrkfælinn. Áður en ég kom að Stóra-Hofi átti ég heima á Skeið- unum í fjögur ár. Ég var þá með fóstru minni. Það hlýtur að hafa verið mildl draugatrú og draugahræðsla á Skeiðunum í þá daga, ef dæma má eftir þeirri reynslu, sem ég hlaut. Á þeim bæ, sem ég dvaldi var maður einn, sem þóttist vera skyggn og var hann alltaf að segja okkur frá því, sem fyrir hann var að koma. Þessum sýnum lýsti hann af svo miklum fjálgleik og sannfæringarkrafti fyrir okk- ur, að við vorum alveg agndofa. Hann var líka oft að fást við ýmsar verur, t. d. þegar hann var að fara á milli bæja. Og fullorðna fólkið hélt þessu mjög á lofti, og allt þetta var til að auka á myrkfælnina. Á kvöldin var setið í baðstofu við vinnu og stundum las einn; ég var þá oft svo hræddur, því víða voru dimm skot, að ég þorði ekki að láta fæturna lafa fram af rúm- stokkinum af ótta við, að eitthvað óhreint væri undir rúmi, sem gæti gripið í fæturna á mér. Það var stundum lesinn húslestur, en ég var þá venju- lega sofnaður en rauk upp með ópum og óhljóðum, þegar farið var að syngja. Mikla raun hafði fóstra mín af því hvað ég var orðinn myrkfælinn og reyndi að venja mig af því, en hún áorkaði litlu á móti öllum hinum. En eftir að ég kom að Stóra-Hofi, fór þetta að breyt- ast. Brynjólfur sá fljótt hvernig mér leið, og tók fljótt til við að reyna að venja af mér myrkfælnina, því sjálfur Heima er bezt 415

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.