Heima er bezt - 01.12.1972, Side 18
KVEÐ ÉG
mér til hugarhœgðar
JÓRUNN ÓLAFSDÓTTIR frá Sörlastöð-
um. F. 8.maí 1920 á Sörlastöðum í Fnjóska-
dal. Nám í Gagnfræðaskóla Akureyrar vet-
urna 1939-1942. Gagnfræðapróf 1942. -
Heima á Sörlastöðum til vorsins 1956.
Fluttist þá'til Akureyrar og hefur átt þar
heima síðan. Afgreiðslti- og innheimtu-
störf hjá blaðinu Degi á Akureyri, auk fé-
iagsmálastarfa í Kristneshæli. Hefur ritað
talsvert í bundnu og óbundnu máli.
JÓLASTEF
Söngv-arnir hljóma,
sólgeislar ljóma
í sálu manns.
Betlehemssveini,
sem burt vék meini
skal bera krans.
Klukkurnar óma,
kirkjurnar ljóma
við komu hans.
Stjörnurnar glitra,
strengirnir titra.
Eitt stef. — Einn krans.
ÞAÐ VORAR
Loks er úti langur vetur,
laufin vaxa stofnum á,
litkast tún og lifnar setur,
lífsins undur glöggt má sjá.
Litaskiptum lyngmór tekur,
lóan kveður dýrðaróð.
Ætíð blessað vorið vekur
von — og lífgar hugans glóð.
Andar blærinn, ársól ljómar,
áin kveður sterkum hreim,
fuglasöngur fagur ómar,
flug er þreytt um bláan geim.
Sóley ung sín blöð út breiðir,
björtum sólargeislum mót.
Fjallageimsins friður seiðir,
fæst þar margra harma bót.
Fegurð sveipar fjörð og heiði,
fær hinn sjúki aukinn mátt,
er sem vegi alla greiði
auðnudís í sólarátt.
VORVÍSA
Kveikir vorið ljós við ljós,
lætur hugann dreyma.
Litkast svörður, lifnar rós,
lindir glaðar streyma.
VETUR GENGUR í GARÐ
Elvít er hlíðin kær að sjá.
Kári ei blíður reynist.
Konung stríðan kenna má.
Kvíðinn víða leynist.
HLÍÐIN MÍN
Fögnuð hlíðin fagra ljær,
fríðri vafin blíðum.
Blómin anga, björkin grær,
brúnum undir fríðum.
Á SJÚKRABEÐI
Atvik margþætt yfirber,
ótal strengi hræra,
einn er frjáls — og unir sér,
annan böndin særa.
HRINGHENDA
Viknar snær og vermist tó,
verður blær úr gjósti,
gulli slær á grund og mó,
gleðin hlær í brjósti.
SKRIFAÐ í GESTABÓK
Á GÓÐUM BÆ
Drottinn blessi dalabæinn,
draumaheim í vitund mér.
Arinhlýju, yndisblæinn
allir munu finna hér.
LÍTIÐ MORGUNLJÓÐ
Ort á sjúkrabeði í september 1958.
Lít ég út um Ijórann minn,
ljúfur brosir morguninn,
yndislegan frið ég finn,
flest rís nú af dvala;
blíðir taka blómálfar að hjala.
Blærinn kyssir blöð á grein,
blikar ljós um sundin hrein,
vermast bæði runni og rein,
rósir vakna af dvala;
ljúfum rómi lindir prúðar hjala.
Liðast áin lygn og tær,
ljóma á flötinn bláa slær,
á mjúkum bakka mosinn grær,
minnist við hann sunna;
ljúf er dvöl við lífsins fersku brunna
Fuglar hefja fagran söng,
fyllast ómi skógargöng,
hverfur sérhver þraut og þröng,
þrárnar' svölun hljóta.
Heill sé þeim, sem nægra krafta njóta
Út til starfa ei ég geng,
á ég lítinn sumarfeng,
ef ég boga ber að streng
berast ómar veikir. —
Bernskan úti — búnir æskuleikir.
Óskalönd þó brosa björt
bak við reynsluskýin svört,
eitthvað mun til yndis gjört
þá aftur birtan ríkir. —
Dagar koma, draumum vorsins líkir.
418 Heima er bezt