Heima er bezt - 01.12.1972, Qupperneq 19
Almannagjá. Teikning: Auguste Mayer.
Það þótti aldrei neitt sældarbrauð að ferðast um ísland
hér fyrr á árum, þegar fætur manna og hesta voru
farartækin; illkleif fjöll, óbrúaðar og straumþungar ár
hinn versti farartálmi. Að sjálfsögðu var reynt að nota
sjóleiðina þar sem við varð komið, en alltaf þótti hún
ótrygg nema á stuttum vegalengdum innanfjarðar;
veikbyggðir bátar, illt sjólag, duttlungafullt veðurlag
og hafnleysur sáu fyrir því. í langt ferðalag var því
aldrei ráðist nema gangandi eða á hestum og það af
brýnni þörf; í það réðust ekki aðrir en valdir og harð-
gerðir menn.
í þessu sambandi má minna á ferðalag þeirra Eggerts
Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, en það tólc þá fimm ár
(1752—1757), svo og ferðalög og rannsoknarferðir
þeirra Björns Gunnlaugssonar (1831—1843) og Þor-
valds Thoroddsen (1882-1898). Öll þessi ferðalög eru
fræg í sögum og þykja mikil afrek.
ÖRLAGARlKT
FERÐALAG
RITSTJÓRI EIRÍKUR EIRÍKSSON
Minna hefur verið hald-
ið á lofti mesta afrekinu,
fyrstu landsreisunni um ís-
land, sem farin var snemma
á landnámsöld. Sl'íkan garpsskap hefði söguþjóðin auð-
vitað viljað hafa í hávegum; hér er þó ekki auðvelt um
vik, því einu heimildina um hann er að finna í örfáum
orðum, varla einni línu, í Landnámubók Ara prests
Þorgilssonar hins fróða. Við vitum ekki heldur hvað
þetta ferðalag hefur tekið mörg ár, sumir hafa gizkað
á þrjú, en einhverntíma rétt fyrir árið 930 hefur það
ráðist.
Nafn ferðagarpsins vitum við og tilganginn með
ferðalaginu. Allt annað verður að ráða að líkum.
Fullhuginn hét Grímur geitskgr, og í þdtta hættuspil
réðist hann að áeggjan lagamannsins og fóstbróður síns,
Úlfljóts, — þess sem fyrstur var beðinn að taka saman
lög handa íslendingum.
En hvernig gat Grímur þá vitað um alla landnáms-
mennina, bændurna, sem hann þurfti að hafa tal af?
Suma hefur hann kannast við, aðra ekki. En okkur er
frjálst að álykta, að þegar hann var búinn að sækja einn
heim, hafi sá hinn sami skotið undir hann hesti og lánað
honum fylgdarmann, eða menn, til þess næsta, og
þannig áfram frá landnámi til landnáms.
Margan farartálmann hefur Grímur þurft að yfirstíga.
Heima er bezt 419