Heima er bezt - 01.12.1972, Síða 20

Heima er bezt - 01.12.1972, Síða 20
Riðið yfir Brúará. Teikning: Auguste Mayer. Beztu leiðina varð hann að finna yfir torsótt fjöll og sundríða velflestar árnar. Og svo hafa óruddir skógarnir verið erfiðir viðureignar. Landnáma segir, að Island hafi verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru á þessum ár- um. Skógarnir hafa að vísu ekki verið jafn þéttir og stórvaxnir og í fyrri heimahöguin hans, Noregi, en samt hinn versti farartálmi. Og nógu þéttir hafa þeir verið til þess að stigamenn gátu leynzt þar. Landnáma geymir líka frásagnir um uppreisn þræla gegn kúgurum sínum og stroki þeirra til skóga. Einu enn hefur karlinn líka þurft að vara sig á. Forn- menn trúðu því statt og stöðugt, að fjöllin og hamr- arnir væru heimkynni trölla og forynja. Þau mátti aldrei styggja, vei þeim, sem það gerði. Fornmenn áttu og sér- stakar reglur, hvemig forðast skyldi að styggja þau. Ekki er því ólíklegt, að stundum hafi Grímur hrokkið upp af værum svefni í einhverjum náttstaðnum við kynleg hljóð utan úr kyrrðinni. Þá hefur hann strokið laust og rytjulegt skegg sitt og velt því fyrir sér, hvort honum hafi nú eitthvað orðið á í hegðunarreglunum við óvættina. Von bráðar hefur hann þó hringað sig niður aftur í húðfat sitt og sofnað á ný hinn rólegasti. Hann vissi sem sé líka, að til voru góðar vættir, land- vættirnar, ein á hverju landshorni, sem stóðu á verði um landsins börn og heill þessa undarlega lands, sem örlögin höfðu borið hann að. En hvers vegna lagði hann á sig þetta hættusama land- könnunarferðalag? Raunverulega var það stjórnmála- legs eðlis og hann valinn til fararinnar af því hann hef- ur verið vitur maður með lipran talanda. Bændur hafa því lagt eyrun við fortölum hans, sem ekki hafa versnað við það, að þær skírskotuðu til hagsmuna þess, er á hlustaði. Grímur geitskijr þekkti ekki mikið til verðandi landa sinna. Obbinn af þeim var þó kominn frá Noregi. En af kynnum sínum við lífið, vissi hann, að hingað að ströndum hefði skolað mönnum, frjálsbornum sem ánauðugum, af mörgum þjóðernum með ólík viðhorf til mannlegra samskipta. Hér mætti finna menn, sem ætluðu sér skjótan auð í krafti yfirgangs og sundrungar. Líklegra var þó hitt, að í meirihluta væri fólk, sem hýru auga liti til gróðurs vallarins, feits búsmala og fiski- gengdarinnar í ám og vötnum. Við þetta fólk vildi hann ræða. Yfirleitt var þetta frjálsborið fólk, öruggt í framgöngu, metnaðargjarnt og vant að virðingu sinni, drenglundað og heiðarlegt, en þó sundurlynt og tortryggið og gat því orðið margt að misklíðarefni. Landnámsmennirnir hafa glaðzt yfir landskostum, en voru þó fljótir að átta sig á því, að þeir voru ekki alveg eins góðir og þeir höfðu vanizt í fyrri heima- högum, t. d. úti í Noregi. Hér virtist þess enginn kostur að hafa sómasamlega í sig og á, nema að friður ríkti í samskiptum manna. Meira að segja varð nauðsynlegt að endurskoða afstöðuna til þrælanna, sem þeir höfðu flutt með sér hingað út. 420 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.