Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1972, Qupperneq 22

Heima er bezt - 01.12.1972, Qupperneq 22
enginn munur er á milli landshluta í málfari og enginn í menningu. Löggjafarstarfið, sem hér fór fram, var hinn mikli skóli íslenzkrar tungu. Menn kunnu ekki að skrifa á dögum Gríms geitskarar, öll lög þurfti því að læra utan að og geyma í kollinum. Málsókn, vörn og sókn, því munnleg og í heyranda hljóði. Lögkrókar þurftu því að aga málfar sitt ef þeir vildu fá áheyrn. Flestar þjóðir munu einhverntíma hafa átt sér svip- aðar stofnanir og Alþingi þjóðveldistímans var. Engin þeirra hefur þó orðið jafn langlíf né orðið sá eldstólpi í allri þjóðmálabaráttu, sem Alþingi varð íslendingum. Það stafar af því, að íslenzka þjóðin skóp Alþingi og Alþingi skóp Islendinga, og árangurinn varð sú menn- ing heila og hjarta, sem við höfum verið svo hreyknir af. Það má því með sanni segja, að ferðalag Gríms geit- skarar hafi skipt sköpum fyrir íslenzkt hugarfar — svo örlagaríkt var það. E. E. í Fjalla-Eyvindi Jóhanns Sigurjónssonar eru sungin tvö Ijóð: Vögguvísa FIöllu (Sofðu unga ástin mín) og söngur Kára (Ég sótti upp til fjallanna). Flestir kann- ast við vögguvísuna, m. a. vegna góðra Iaga þeirra Sig- valda Kaldalóns og Björgvins Guðmundssonar. Þessi tvö lög urðu þó ekki til fyrr en löngu eftir að leikritið var samið. Elins vegar eru til tvö þjóðlög við vöggu- vísuna, og mér er nær að halda, að skáldið hafi haft annað þeirra í huga, þegar hann felldi hana inn í leik- ritið. Elef ég þá hina sterku þjóðlífsmynd Fjalla-Eyvind- ar í hug, átök og uppgjör útlaganna, Höllu og Kára, samtvinnað meinlegum örlögum þeirra. Hér hef ég hætt mér út á hálan ís, svo hálan, að ég get vart fótað mig á honum. Fótfestan er lítilleg kynni af leikstjóranum Gunnari R. Hansen. Þessi stuttu kynni urðu þó þess valdandi, að það er óbifanleg sannfæring mín, að þessi danski maður hafi manna bezt verið að sér um verk Jóhanns Sigurjónssonar; hvernig þau urðu til, hvað lá þeim að baki og hvað hrærðist í huga skáldsins, þegar hann skóp þau. Maður sá það í augum og heyrði það af tali Gunnars R. Hansen, hvað hann mat þetta skáld og verk hans mikils. Og ég hef lúmskan grun um að vera hans á íslandi hafi af mestum hluta verið sprottin af þessari ást, þótt Guðmundur Kamban komi þar einnig við sögu. Gunnar R. Hansen vildi setjast að hjá þeirri þjóð, sem alið hafði slíka syni. Gunnar R. Hansen var þekktur sem snjall leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Aldrei fékk hann þó tæki- færi til að setja Fjalla-Eyvind á svið í höfuðborginni, „/ bjartviðri á sumrum er fallegt á Hveravöllum. Jökl- arnir liggja eins og hvít, ónumin lönd inni í sandhafinu. I sólskini er jökulröndin blá og græn. Sé komið nær jöklinum sést jökulaldan eins og svartur brimgarður, þar sem öræfin og jökullinn mætast.u — Frá uppsetn- ingu Gunnars R. Hansen á Fjalla-Eyvindi. Halla (Anna Magnúsdóttir) og Kári (greinarhöfundur). — Ljósm.: Hannes Baldvinsson. en það fékk hann hjá Leikfélagi Siglufjarðar á 10 ára afmæli þess 1961, og þar bar fundum okkar saman. Ég man enn undrunarsvipinn á okkur, þegar hann vildi ekki nota fallegu lögin kunnu við vögguvísuna, heldur gamalt íslenzkt þjóðlag, sem séra Bjarni Þor- steinsson gefur heitið Keisari nokkur mætur mann (Bar- barossa-kvæði Guðmundar Bergþórssonar). Ekki staf- aði þetta af því, að Gunnar lcynni ekki að meta þekktara þjóðlagið eða lög þeirra Kaldalóns og Björgvins, heldur af því, að hann taldi hið minna þekkta meir í samræmi við huga skáldsins. Af sömu ástæðum vildi hann nota svonefndan hrossakjötsendi á leikritið, en kunnugir vita, að til eru tvær gerðir af 4. þætti. Hin fyrri og upphaflegri, þegar hross rekst að kofa banhungraðra útlaganna, sem slátra því til bjargar lífi sínu. Og hin síðari, þegar örvæntingin, beizkjan og hatrið rekur út- lagana út í hríðina og dauðann. Gunnar R. Hansen færði svo sterk rök fyrir skoðun- um sínum á þessu leikriti, að enn hefur enginn fengið 422 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.