Heima er bezt - 01.12.1972, Side 24

Heima er bezt - 01.12.1972, Side 24
hér upp eftir rissi Gunnars R. Hansen, ætluð til söngs án undirleiks. Textasetning vögguvísunnar er mitt verk, og gæti eflaust verið betri. Eg sagði áðan, að vögguvísan væri gamalt íslenzkt þjóðlag. Séra Bjarni Þorsteinsson segir lagið „tekið úr þýzkri ritgerð eftir Konráð Maurer, en hann fékk lagið hjá Sigurði Jónassyni cand. philos. í Kaupmannahöfn.“ (bls. 499, íslenzk þjóðlög 1906—1909). Lag þetta mun ættað frá Norðurlandi — sem og þjóðlífsmynd Fjalla- Eyvindar. Um hitt lagið (Ég sótti upp til fjallanna) veit ég minna, en er alveg viss um, að Gunnar R. Hansen hefði ekki viljað nota það, nema af því að Jóhanni Sigurjóns- syni og Ingeborg konu hans var það tengt, en það eru þau, sem liggja að baki nöfnunum Höllu og Kára í um- gjörð þjóðlífsmyndarinnar. í því ljósi ber að skoða leik- ritið. Þá er að snúa sér að óskum pennavinanna. Herdís Bjarnadóttir hefur spurt um ljóð, sem vinsælt var fyrir 30 árum (réttnefnt dægurlag) og heitir Þú ert mitt sólskin. Þetta var „ástands“-lag og auðvitað enskt, You are my Sunshine. Þegar það var upp á sitt bezta voru gerðir við það tveir textar. Annar var eftir Óskar Þórðarson frá Haga, og hófst með orðunum: Eg minnist kvöldsins, er fórstu frá mér. En hinn var eftir Gamla-Nóa, og það er hann, sem Herdís á við og hér birtist. ÞÚ ERT MITT SÓLSKIN (Lag: You are my Sunshine) Þú ert mitt sólskin, mín ástin eina, þú ert mín gleði, þótt byrgi sól. Eg má ei hug mínum lengur leyna, ó, lífs míns dís, í bláum kjól. Er veður kólna og kolin hækka í kytru minni er alltaf hlýtt. Er stríði lýkur og stormar lækka, ég stórt hús byggi okkur nýtt. í ástardaumum ég aleinn vaki, og öll mín kvæði ég helga þér. Og bið þess aðeins, að enginn taki til Englands sólskinið frá mér. Oft gengur mér erfiðlega að grafa upp gömlu dægur- lagatextana; stundum er hann dökkur til hafsins en birtir þó upp síðir; þetta á við þann næsta. Lagið er þekkt enskt lag: Darling, I am growing Old. Því miður veit ég ekki um nafn höfundar. Margir lesenda hafa beðið um þennan texta. FYRIR HANDAN FJÖLLIN HÁU (Lag: Darling, I am growing Old). Fyrir handan f jölhn háu finn ég liggja sporin þín. yndisfögru augun bláu aftur birtast minni sýn. Ljúft er þá að Hfa’ og dreyma, líta yfir farinn veg. Minningarnar mun ég geyma meðan lífs ég andann dreg. Og af því að birti svona vel upp með þennan texta, ætla ég að láta annan fljóta hér með, auðvitað undir sama lagi. En það er sama sagan með hann, ég veit ekki nafn höfundar, en hann virðist að einhverju leyti hafa stuðzt við enska textann. SUMRI HALLAR (Lag: Darling, I am growing Old). Sumri hallar, fölna fer fegurð þess, sem vorið ól. Það, sem eldinn í sér ber, yngist upp við nýja sól. Ævi hallar, hár mitt er héluhvítt sem vetrarsnær, ást mín vakir yfir þér ung og hlý, sem vorsins blær. Lagasmiðir dragast eins og segull að ljóðum Tómasar Guðmundssonar. Söngtríóið Heimir, Jónas og Vilborg sungu „Við Vatnsmýrina“ eigi alls fyrir löngu. Hér birtist þetta ljóð samkvæmt beiðni. VIÐ VATNSMÝRINA Ástfanginn blær í grænum garði svæfir grösin, sem hljóðlát biðu sólarlagsins. En niðri í mýri litla lóan æfir lögin sín undir konsert morgundagsins. Og úti fyrir hvíla höf og grandar, og hljóðar öldur smáum bárum rugga. Sem barn í djúpum blundi jörðin andar, og borgin sefur rótt við opna glugga. Og þögnin, þögnin hvíslar hálfum orðum. — Hugurinn minnist söngs, sem löngu er dáinn. Ó, sál mín, sál mín! Svona komu forðum sumurin öll, sem horfin eru í bláinn. — Ó, blóm, sem deyið! Björtu vökunætur, sem bráðum hverfið inn í vetrarskuggann! Hvers er að bíða? Hægt ég rís á fætur, og hljóður dreg ég tjöldin fyrir gluggann. 424 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.