Heima er bezt - 01.12.1972, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.12.1972, Blaðsíða 25
Eitt sinn var mér sögð sú saga af hænsnabúi, þar sem tæknin var svo mikil, að hænugreyin fengu það á tilfinn- inguna, að annar árstími væri kominn en almanakið sagði, og allt líf þeirra fór úr skorðum. Lesendur gætu álitið, að nú væri komið fyrir mér eins og hænugrey- unum, þegar ég birti vorljóð á hávetri. En mér finnst lagið við ljóðið, sem hér fer á eftir, með fallegri lögum, og því birti ég ljóðið. Lagið er raunar enskt þjóðlag, og frægt fyrir þær sakir, að þýzka tónskáldið Friedrich von Flotow tók það upp á arma sína og dubbaði það upp í aríu (The Last Rose of Summer) í óperu sinni Martha. En Friðrik þessi hefur verið háttvís maður, því að hann lét óperu þessa gerast á Englandi á dögum Önnu drottn- ingar, og því nýtur þjóðlagið sín einkar vel í því um- hverfi. Þetta er óskalag allra góðra söngkvenna, og ég hef einnig vitneskju um það, að nemendur Laugaskóla hafi líka kunnað að meta það og kyrjað hástöfum við neðangreindan texta. Erindið er upphaf kvæðisins Freistnin, í Friðþjófssögu Tegners, sem Matthías Joch- umsson þýddi. Var þetta erindi sem önnur söngljóð Friðþjófssögu mikið sungið hér fyrrum. VORIÐ KEMUR, KVAKA FUGLAR (Lag: The Last Rose of Summer) Vorið kemur, kvaka fuglar, kvistir grænka, sunna hlær. ísinn þiðnar, elfur dansa, ofan, þar til dunar sær. Rósin gegnum reifar brosir rjóð og hýr sem Freyjukinn, og í brjóstum virða vekur vorið hlýjan unað sinn. Þegar þessi þáttur nær augum ykkar, verða komin jól — og dans var og er mikið stundaður á þeirri hátíð. Eg ætla því að bjóða ykkur upp í dans og við skulum dansa tangó. Dömunum vil ég þó skýra frá því, að tám allra kvenna hefur verið hætta búin af minni fótamennt. Þær vita því að hverju þær ganga. Þeir, sem kunna lagið við textann geta sungið hann, en hann var fjarska vinsæll á sínum tíma, og höfundurinn ekki af verri endanum, stór- skáldið Jóhannes úr Kötlum. Ég veit ekki til, að hann hafi mikið gert af því að búa til Ijóð við danslög, sem ég reyndar harma. Nafn laghöfundar þori ég ekki að fara með, ef það skyldi svo vera vitleysa. En því var hvíslað að mér, að hann muni vera íslenzkur. NÆTURLJÓÐ Ó nótt! þinn vængur nálgast mig — hann nálgast mig hljótt, og nótt! ó, kysstu barnið þitt og svæfðu það rótt. Nú finn ég hvernig ljóðið líður frá þér, — það ljóð, er á að vaka hjá mér sem móðuraugu mild og skær. Ó, dimmbláa nótt! hversu dulur þinn faðmur og vær, þegar deginum lýkur og vanga minn strýkur þinn elskandi blær. Hve allt er þá hljótt, og hve angurblítt hjarta mitt slær og hve auga mitt kvikar, er stjarnan þín bhkar og færist mér nær. Ó, nótt! Nú bærast varir þínar viðkvæmt og hljótt, — þú vaggar mér í draumi, blessaða nótt, og sorgir mínar líða, líða og líða fjær. O, dimmbláa nótt! hversu dulur þinn faðmur og vær, þegar deginum lýkur og vanga manns strýkur þinn elskandi blær. Fyrir nokkuð löngu síðan var þættinum sent afarlangt kvæði, sem mér finnst vera þula svona í fljótheitum séð. Það heitir Skröggskvæði, og er eftir Guðmund Berg- þórsson skáld, kenndan við Brandsbúð hjá Arnarstapa á Snæfellsnesi, tahnn fæddur 1657. Guðmundur þessi var annars kynjaður af Vatnsnesi í Húnavatnssýslu og flutt- ist þaðan vestur undir Jökul. Hann er talinn hafa kunnað allvel til verka í yrkingum, a. m. k. á þeirra tíma mæh- kvarða. í bréfi, Sem fylgdi þessu kvæði, var þess getið, að sendandi hefði ekki séð það á prenti. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvað gera skyldi. Mig langar til að birta það, en lengd þess svo og það, að Ólafur Davíðsson hefur birt það allt í þjóðkvæðasafni sínu, hefur haldið aftur af mér. Ómögulegt er þó að vita hvað ofan á verður. Ég get þessa, af því mig langar til að færa sendandan- um, Sigurbirni Gunnarssyni, Reykjavík, þakkir fyrir hugulsemina og þá elju að hafa skrifað þetta langa kvæði upp eftir minni, en hann segist hafa lært það af föður sínum. Þá á ég ekki annað eftir en senda ykkur öllum beztu jóla- og nýjárskveðjur — og það geri ég hér með. E. E. Heima er bezt 425

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.