Heima er bezt - 01.12.1972, Blaðsíða 27
boð, en þú þarfr ekki að tala við Axel, ég kæri mig
ekki um, að hann viti hvað systir mín er mikið bölvað
flón.
— Já en Hilda, það er betra að við segjum honum
frá öllu saman heldur en að hann frétti það frá öðr-
um.
— Axel hlustar ekki á slúðursögur um mig, sagði
ég hnakkakert, en datt um leið í hug, að það gæti
nú verið skollans ári gaman að vita hvernig hann
brygðist við í tilfelli sem þessu, og að ef til vill hefði
hann bara gott af því að verða ofurlítið hræddur um
mig, svona er ég ófrumleg og rómantísk, þegar til
kastanna kemur. En að láta þessar hugsanir mínar
uppi við Randí hvarflaði ekki að mér. Við systurnar
erum ekki trúnaðarvinkonur og hún veit ekkert um
ósamkomulag okkar Axels.-----Ósamkomulag?--------
Kom okkur þá í rauninni illa saman?-----Ég fékk
ekki tækifæri til að velta þessari spurningu fyrir mér,
því að Randí hélt áfram nuddi sínu.
— Hilda, ég hringi í öllu falli til Bjössa.
— Ekki til að tala um, Björn Guðmannsson er sú
persóna sem ég fyrirlít mest allra manna, og það
ættir þú líka að gera, hann er skepna og í framtíðinni
vildi ég ráðleggja þér að halda þig sem lengst frá
honum. Ég er yfirleitt alveg undrandi á því að þú
skulir tala við hann.
— Það er naumast, ég veit svo sem að Bjössi er
enginn engill, en að vera að ala á gömlum erjum, nei,
ég er upp úr því vaxin.
— Þú ættir ekki að vera upp úr því vaxin, Randí,
og ég get sagt þér það strax, að ég held að ég gæti
fyrirgefið þér þessa andstyggilcgu framkomu þma
gagnvart mér, ef Björn hefði ekki komið þar við
sögu. Að láta bendla sig við slíkan flagara er morð,
morð, skilurðu það?
— Hvaða óttalegur gauragangur er þetta út af
engu, ekkert hefur Bjössi gert þér. Það var ég sem
einu sinni var trúlofuð honum ekki þú, eða hvaðr
Þar skjátlaðist Randí systur minni hrapalega, ég
var sem sé einu sinni næstum trúlofuð Bjössa Gum,
sem hún kallar svo, en um það atriði úr lífi mínu vil
ég sem minst tala. Randí var ekki heima um þetta
leyti, svo hún vissi ekkert um það sem skeði, en að
Björn skyldi ekki segja henni frá sambandi okkar
eða öllu heldur gorta af því, þegar þau fóru að vera
saman ári seinna, hefur alltaf undrað mig stórlega.
Kanski á hann líka til einhverjar góðar hliðar, þó að
ég kæmi ekki auga á þær, eða líklega hefur hann bara
viljað leyna ósigri sínum. Þetta leyndarmál mitt hef-
ur því varðveizt vel og dyggilega, að því undanskildu
að ég skriftaði fyrir Axel áður en við opinberuðum,
og síðan hefur persónan Björn Guðmannsson verið
algjörlega þurrkuð út okkar í milli.
— Já, heyrirðu hvað ég segi, ég skil ekki hvað þú
hefur út á Bjössa að setja, sífraði Randí eins og
óþekkur krakki, og mig langaði mest til að gera al-
vöru úr því að lemja hana, tuska hana til, en ég stillti
mig, ég vissi 'hvort eð er, að það var ekki til neins, ég
horfði á hana um stund, en sagði svo eins rólega og
mér var unnt:
— Randí, þakkaðu fyrir að þú varst bara trúlofuð
Birni, þessum flagara og fyllirafti, þakkaðu fyrir að
eiga mann eins og Friðrik og hafðu vit á að varð-
veita þá hamingju, sem þér hefur fallið í skaut.
— Það er naumast að þú ert hátíðleg, já þú ert svo
hátíðleg, það er ekki ofsögum af því sagt, sagði
Randí og horfði á mig stórum sakleysislegum aug-
um. — Það hefur svo sem ekkert skeð, ennþá að
minsta kosti, en ef Friðrik kemst að þessu verður
hann vitlaus, það máttu bóka, svo það er eins gott að
vera við öllu búin.
Aftur dauðlangaði mig til að löðrunga hana dug-
lega, en lét það vera, henni yrði ekki breytt úr þessu.
hún mun fara sínu fram og undrast það eilíflega, að
eiginmaður hennar skuli ekki taka því með þögn og
þolinmæði að hún daðri til hægri og vinstri og drekki
og drabbi fram eftir nóttunni með hinum og þessum.
Henni finnst hann bara óskaplega gamaldags og
hræðilega gáfnasljór að skilja ekki, að litla fallega
konan hans verður að fá að leika sér að saklausu gull-
unum sínum og hún vill ekki eða læst ekki skilja að
í saklausu gullunum hennar getur sjálft fjöreggið
leynst og því brotnað þegar minnst varir.
Og tíminn leið. Ég reyndi að gefa mér tíma til að
iðka morgunleikfimi, gefa sjálfri mér duglegt and-
litsnudd, æfa mig í að ganga fallega og sitja eins og
primadonna, en alltaf var eitthvað sem tafði mig og
alltaf voru einhver aðkallandi störf sem biðu mín.
A morgnanna vaknaði ég aldrei nógu snemma til
þess arna og á daginn var ég sjaldan ein, en á kvöld-
in var ég svo þreytt að ég settist bara fyrir framan
sjónvarpið með hendur í skauti og var steinsofnuð
áður en hægt var að telja upp að tíu. (Jtkoman varð
því sú, að ég tileinkaði mér aðeins eitt ráð bókarinn-
ar,--------ég brosti. Já, ég vandist smám saman á
að brosa í tíma og ótíma og segja: — já, sjálfsagt elsk-
Heima. er bezt 427