Heima er bezt - 01.12.1972, Blaðsíða 28
an, ef ég var beðin einhvers, í stað þess að muldra
með ólund: — Ætli það ekki, er um annað að gera
eða — nei, þetta er þitt verk. En þetta tók á taugarn-
ar, og ég þurfti á öllu mínu þreki að halda til þess að
rjúfa ekki það heit, sem ég hafði gefið sjálfri mér.
Já, svo mikla áreynslu, að jafnvel á næturna dreymdi
mig brosandi andlit sem svifu fyrir framan augun á
mér, eltu mig hvert sem ég fór, hrúguðust upp og
vörnuðu mér inngöngu í mitt eigið heimili og öll
hrópuðu þau í kór: — já já, allt í lagi elskan, sjálf-
sagt það skal ég gera elskan. Marga nóttina vaknaði
ég í einu svitabaði eftir þessa martröð og ætlaði
aldrei að geta sofnað aftur. En þrátt fyrir þetta leið
mér vel og ég sá ekki eftir að hafa tekið þessa örlaga-
ríku en einföldu aðferð, að brosa mig í gegnum múr
tilbreytingarleysisins.
Nú ætla ég alls ekki að fara að halda því fram, að
eitthvert undarlegt kraftaverk hafi gerzt, að ég hafi
á einum degi umskapast úr geðvondri norn í hvít-
þvegin engil, sem stráði gylltum stjörnum allt í
kring um sig. Nei, alls ekki, dagarnir fengu bara
smám saman annan svip, krakkarnir urðu léttari í
skapi, hlógu oftar og rifust minna. Vitaskuld héldu
þau áfram að karpa um allt og ekkert og þau hættu
ekki að vaða inn á skónum eða kasta fötunum sínum
og dóti um alla íbúðina, sem betur fer, liggur mér
við að segja, — jú, því trúið mér, ég held næstum, að
ég kynni ekki við þau svo fulkomin, að mín væri
ekki þörf.
Og það varð með tímanum að vana hjá mér,
þægilegum vana, að brosa og segja: — þetta er allt
í lagi, eða — þetta gerir ekkert til, eða eitthvað slíkt,
og ég komst fljótlega að því, að það var léttara, kost-
aði minna erfiði, að gera hlutina möglunarlaust og
með gleði, það endaði hvort eð er alltaf með því, að
ég gerði það sem gera þurfti, hvort sem mér líkaði
það betur eða verr eða hafði tíma til þess eða ekki.
Og krakkarnir tóku þessari breytingu móður sinnar
sem sjálfsögðum hlut. Að vísu, eins og áður segir,
mátti fyrstu dagana sjá votta fyrir undrun í svip
þeirra, en síðan hugsuðu þau ekkert meir um þetta.
Mamma var á sínum stað, kát og tilbúin að sinna
öllum þeirra þörfum, þannig átti það líka að vera og
þá var allt harla gott. Þannig er æskan í dag og þann-
ig hefur hún sennilega alltaf verið. Róleg og æðru-
laus tekur hún sér sæti í lífsvagninum og fylgist með
honum í þeirri öruggu vissu, að það standi ekki í
hennar valdi að stöðva hann eða ráða nokkru um, í
hvaða átt hann stefnir. Það erum bara við, fullorðna
fólkið, „gamlingarnir,“ sem þykjumst allt vita og
allt geta, yfirhöfuð vera fær um að taka alla stjórn
í okkar hendur.
En hvað með húsbóndann á heimilinu? Ekki meg-
um við gleyma honum.
Það var alls ekki gott að átta sig á honum þessa
dagana. Stundum var hann kátur og lék á als oddi,
en stundum var hann svo daufur og áhyggjufullur,
að ég sárvorkenndi honum. Aumingja Axel, hann
átti það til, að horfa rannsakandi á mig, og úr svip
hans mátti lesa ótal spurningar, já Axel hafði líka
breyzt, það leyndi sér ekki . Bókin góða, hún hafði
þó nokkuð á samvizkunni, og ég fór í alvöru að ráð-
gera að leysa frá skjóðunni, játa allt fyrir Axel, en
áður en til þess kom, skeði dálítið skemmtilegt.
Andrea hringdi og sagði að nokkrar bekkjarsystur
okkar ætluðu að halda upp á eitthvert afmæli og
borða saman á Naustinu um kvöldið, hvort ég væri
ekki til í að koma með. Ég hélt nú það og við ákváð-
um að mæta klukkan átta. Og af því að ég vildi nú
einu sinni líta reglulega vel út, ákvað ég að reyna
eina af mörgum andlitsgrímum bókarinnar minnar
og náttúrlega valdi ég þá auðveldustu, eggjagrímu.
Það vildi svo vel til að ég var ein heima eftir hádegið
þennan dag og hugði nú gott til glóðarinnar, að
slappa reglulega vel af. Ég byrjaði á því, að bursta
hárið rækilega, stóð álút og burstaði og burstaði.
Þar næst batt ég klút um höfuðið, til þess að ekkert
af eggjarauðunni snerti sjálft hárið, þvoði andlitið
úr heitu og köldu vatni til skiptis, þangað til ég var
orðin eins og eldhnöttur í framan, þá smurði ég
eggjagrímunni á andlitið og hálsinn. Húðin herptist
og strengdist og allar hrukkur hurfu eins og dögg
fyrir sólu. Þetta var mjög skrítið og það lá við að ég
færi að skellihlæja, en það er nú einmitt það sem
maður má alls ekki gera, því að þá er allt erfiðið
til einskis.
Eg lagðist út af og slappaði svo rækilega af að
ég steinsofnaði með það sama. Þlve lengi ég lá svona
og svaf, veit ég ekki, en allt í einu vaknaði ég við
hljóð sem ég átti ekki von á.
Ég lá kyrr litla stund til að átta mig, og uppgrötv-
aði brátt mér til undrunar og skelfingar að verið var
að brjóta upp hurðina frammi í forstofu. £g rauk
fram í dauðans ofboði, svona einsog ég var á mig
komin, með allt gumsið á andlitinu og hugðist grípa
þjófinn glóðvolgan. Næstu augnablik skeði svo
428 Heima er bezt