Heima er bezt - 01.12.1972, Síða 32

Heima er bezt - 01.12.1972, Síða 32
— Sjáðu til, ja sko hann klæðir þig svo vel, það finnst mér. Hún lagði sérstaka áherzlu á orðið, þig. Ég hugsaði mig um andartak, hér bjó eitthvað undir, að mér heilli og lifandi, en hvað? — Randí, sagði ég, — ég er ekki fædd í gær, það er þýðingarlaust fyrir þig, að slá ryki á augun á mér. tJt með allan sannleikann, og það á stundinni. Hvers vegna á ég að vera í gula kjólnum, sparikjólnum, leystu frá skjóðunni, og það í hvelli, dragðu ekkert undan, skilurðu það. Randí auminginn sneri í sífellu upp á einn þumal- inn á nýju skinnhönzkunum sínum og var nú næstum farin að skæla. Ég horfði steinþegjandi á hana, án þess svo mikið sem að finna til meðaumkunar, já ég meira að segja naut þess að kvelja hana, svona er ég mikið óhræsi. Loks sagði hún hálfvolandi: — Sjáðu til, sko þarna í partýinu, þú mannst partýinu sem ég var í með Bjössa, þú veizt, var ein- hver strákur alltaf að taka myndir, og nú er komið á daginn að meðal myndanna er ein af mér og Bjössa, Bjössi heldur utan um mig, þú skilur, kannski ekki alltof pen mynd, við vorum víst orðin anzi hátt uppi. Nú hefur einhver verið svo hugulsamur, — víst þessi strákasni — að sýna Friðrik myndina og náttúrlega varð hann alveg æfur, það bætti heldur ekki úr skák, að kvöldið áður var Lárus Einars hjá okkur og hann þurfti endilega að fara að segja Friðrik frá því, þegar hann tók „feil“ á mér og Hildu systur minni, í held- ur vafasömum félagsskap, hér eitt kvöldið meðan hann var í London, — o, þetta bölvað fífl, mig lang- aði að lúberja hann. Friðrik var með myndaskrattann, þegar hann kom heim í hádeginu og rak hana upp að nefinu á mér og sagði eldrauður af vonzku. — Er það svona sem þú hagar þér, þegar ég er ekki heima. Drottinn minn dýri, hvað átti ég að gera. Hilda ég var dauðhrædd um að hann myndi ganga af mér dauðri. — O sei sei, skaut ég inn í — það hefði víst Frið- rik síðast gert,-----en, það er óþarfi fyrir þig að segja meira, ég skal botna söguna. Þú sagðir honum, að það hefði verið ég sem var í partýinu, og minntir hann á það sem vinur ykkar Lárus Einars sagði kvöldið áður, ekki satt? — Elsku Hilda mín, vert’ ekki svona æst, ég varð einhvern veginn að bjarga mér, en sjáðu, ég hefði getað sparað mér ómakið, hann trúði mér ekki, samt minnti ég hann á það, að ég ætti engan gulan kjól, það ættir þú aftur á móti. Hann hlustaði ekki á mig, rauk bara út í fússi, ég hringdi niður á skrifstofu og ætlaði að tala við hann en hann lét segja að hann væri ekki við. Ég veit að hann er of stoltur til þess að koma og tala við þig, auk þess veit ég að hann er hræddur um að koma einhverju illu af stað milli ykkar Axels. Hilda, þú hlýtur að sjá hvað þetta er hræðilegt. Það er bara ein leið út úr þessu, þú verð- ur að bjarga mér, ég lofa, að þetta skal vera í síðasta sinn sem ég lendi í svona andstyggilegu klandri. Nú var Randí farin að hágráta, og það var ekki nema mátulegt á hana. — Elsku Hi-----lda-----mín, kjökraði hún, — þú trúir því kannski ekki, en mér þykir svo afskaplega vænt um Friðrik, og ég dey ef hann fer frá mér. Ég hlustaði þegjandi á hana og móti vilja mínum heyrði ég rödd móður minnar. — Hilda mín, gættu að Randí, hún er svo veikbyggð, hjálpaðu henni. Ég strauk hárið frá enninu og rétti úr mér. Ég reyndi að hlusta ekki á röddina sem talaði til mín og ég reyndi líka að útiloka svip móður minnar, sem sveif fyrir hugskotssjónum mínum, en það tókst ekki. — Gott og vel, Randí, sagði ég kuldalega, þó held ég að mér hafi tekist að brosa örlítið. — Við Axel skulum koma til ykkar í kvöld og ég skal vera í gula kjólnum. Hún leit til mín og brosti gegnum tárin. — Elsku Hilda mín, þú ert svo góð, bezta systir í heimi. Þegar Axel kom heim um sexleytið, sagði ég hon- um, að mig langaði út í kvöld, hvort hann væri ekki til í að skreppa til Randíar og Friðriks. — Ja, ég veit ekki, sagði hann og gretti sig, — ég er hálf latur, ég hafði eiginlega hugsað mér að horfa á sjónvarpið, eða bara gera ekki neitt. Vitanlega hefði ég átt að rjúka upp í vonzku, og segja eitthvað verulega andstyggilegt, en nú hafði ég undanfarnar vikur lært sitt af hverju og auk þess var „líf“ systur minnar í veði, ef marka má hennar eigin orð, þess vegna brosti ég, tók um handlegginn á hon- um, gerði mig til og sagði: — Æ elskan, ég skil að þú ert latur, en mig langar svo til Randíar, ég veit að Friðrik hefur keypt svo margt í London, elskan við þurfum ekki að vera lengi. Framhald 432 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.