Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1972, Qupperneq 33

Heima er bezt - 01.12.1972, Qupperneq 33
BÓKAHILLAN Indriði Einarsson: Séð og lifað. Rvík 1972. Almenna bókafélagið. Endurminningar Indriða Einarssonar komu fyrst út fyrir 36 árum. Seldust þær fljótt upp og hurfu af markaðinum. Það var því full þörf, að þær kæmu aftur í nýrri útgáfu, því að þær voru og eru tvímælalaust ein hin merkilegasta minningabók, sem íslendingur hefir skrifað. Mega þær með sanni heita sígildar bókmenntir. — Margt ber til þessa. Höfundur varð háaldraður og hélt lífsfjöri og andlegum kröftum fram á síðustu ár. Hann kynntist mörgu, og var um langt skeið í brennidepli islenzkra stjórnmálaviðburða, þótt ekki tæki hann mikinn þátt í pólitík. Þá var hann um langan aldur einn helzti menningarfrömuður Reykjavíkur, og sá bæinn vaxa úr þorpi í borg. Hann var gæddur frábærri frásagnargáfu og átti meiri „humör“ en íslendingum er títt. Kunni hann manna bezt að blanda alvöru og léttu gamni, og að bregða upp skýrum myndum af mönnum og málefnum. Ógleymanlegar verða mynd- irnar af mörgum þjóðkunnum mönnum, má þar nefna Jón Sig- urðsson, Konráð Gíslason, Magnús Eiríksson, Sigurð málara, Gest Pálsson og marga aðra. Er ljóst, að þar er leikritahöfundurinn að verki, sem sér viðburði og persónur leiksins fyrir sér áður en hann skrifar texta sinn. Öll sagan andar af lífsfjöri og um leið góðvild og hófsemi. Öfgafullt leikrit verður naumast langlíft. Og ekki má gleyma lífsspeki höfundar, sem hann setur svo vel fram í lokakafla bókarinnar: „Vertu eins og sólskífan, teldu aðeins sólskinsstund- irnar og mundu þær. Ýttu hinum til hliðar í minninu. Hataðu aldrei nokkra manneskju. Hatrið eitrar sálarlíf þeirra, sem bera það í brjósti. Gerðu aldrei svo lítið úr sjálfum þér, að þú öfundir nokkum mann." Ef vér almennt kynnum að lifa eftir þessum boðorðum, yrði mannlífið vissulega fegurra og betra . Tómas Guðmundsson skáld hefir annast hina nýju útgáfu. Gunnar M. Magnúss: Dagar Magnúsar á Gmnd. Akureyri 1972. Bókaforlag Odds Bjömssonar. Magnús bóndi á Grund í Eyjafirði var um sína daga, og þótt lengur væri leitað, einn umsvifamesti maður íslenzkrar bænda- stéttar og sérstæður og merkilegur persónuleiki. Saga hans var á marga lund ævintýri líkust, enda urðu til um hann þjóðsagnir þegar í lifanda lífi, með svo miklum fádæmum voru framkvæmdir hans og auður, að talið var. Hann reis svo hátt yfir meðalmennsk- una, að mönnum fannst naumast einleikið. Það er því furða, hve lengi hann hefir legið óbættur hjá garði, og saga hans skuli nú fyrst skráð nær hálfri öld eftir andlát hans. Mætti þó ætla, að hún hefði verið gimilegt viðfangsefni fræðimönnum og rithöf- undum. En nú er sagan komin, en því miður naumast svo vel gerð að hæfi minningu hans. Höfundur segir í formála, að þetta sé ekki rígbundin ævisaga, og er það rétt. Bókin er að ýmsu leyti líkari safni til sögu en sögunni sjálfri. Margvíslegur sögulegur fróðleikur er þar saman dreginn, margt af því auðfundið í prent- uðum bókum, svo að óþarft var að eyða um það miklu rúmi, má þar t. d. nefna ýmsar árferðislýsingar. stofnun Gránufélagsins o. fl. Um Magnús sjálfan, ævi hans og framkvæmdir er að vísu margt sagt, en mátt hefði fella það betur saman, gera söguna með því samfelldari og rismeiri, svo að lesandinn hefði séð söguhetjuna í skýrara Ijósi. Og vel hefði mátt gera þar skýrari bakgrunn sveitar hans, en þar hefir höf. sýnilega skort kunnugleika á mönnum og málefnum. Nokkrir kaflar eru þar beint runnir frá þeim, er þekktu Magnús og mundu, og eru þeir meðal hins bezta í bók- inni. En þótt vér hefðum kosið öðruvísi að unnið, er þetta merk bók. Hún er víða skemmtileg afiestrar og margvíslegur fróðleikur þar saman kominn. Og fengur ætti hún ekki sízt að vera oss Ey- firðingum, svo mjög sem Magnús á Grund setti svip á héraðið og jók hróður þess með lífi sínu og starfi. Nokkurar ónákvæmni gætir í meðferð nafna bæði í texta og registri. Jónas Jónasson: Brú milli heima. Rvik 1972. Öm og Örlygur. Jónas Jónasson er öllu landsfólki kunnur af útvarpsþáttum, eink- um viðtölum og gamanmálum. Hér bregður hann á það ráð að rita um háalvarleg efni, er hann gerir grein fyrir dularlækningum og miðilsstarfi Einars Jónssonar á Einarsstöðum og kynnir hann fyrir alþjóð. Lækningar Einars hafa um alllangt skeið verið kunnar almenningi. Hafa margir fengið bót meina sinna og linun þján- inga fyrir hans tilverknað. Er því bæði þarft verk og skylt að gera grein fyrir slíku, svo að ekki skapist um það óþarfar og oft ósannar sögusagnir. Ekki tjáir að mótmæla andlegum lækningum, þær eru staðreynd, hvers sem vér annars viljum geta oss til um, að sé þar að verki. En engin tilgáta verður sennilegri því, sem lækningamiðillinn sjálfur segir, að þar séu verur annars heims að verki, og hann sé þar einungis miðill eða milligöngumaður til þess að hjálpa þjáðum mönnum. Slíkir menn eru kunnir víða um lönd og njóta almennrar virðingar. í bók þessari er lýst lækn- ingastarfi Einars og sagðar nokkrar sögur af lækningum hans. — Hefðu þær frásagnir mátt vera fleiri og enn betur staðfestar. Það er eins og þeim, sem um þessi mál skrifa, gleymist það alltof oft. hversu margir eru vantrúaðir. Mynd sú, sem höf. dregur upp af Einari er geðþekk og vekur bæði traust og samúð lesandans. Bókin er liðlega rituð, en stíllinn stundum með meira yfirlætisbragði en hæfir efni bókarinnar og anda, þótt vel gæti farið annars staðar. Richard Beck: Utverðir íslenzkrar menningar. Rvík 1972. Almenna bókafélagið. Hér er safnað sjö þáttum um menn, er gerzt hafa málsvarar og kynnar islenzkrar menningar og mennta. Einn þeirra er af íslenzku bergi brotinn, Vilhjálmur Stefánsson, hinir af enskum og amer- ískum uppruna. Þættir þessir hafa flestir birzt áður, en eru þó lítt kunnir íslenzkum lesendum, af því að þeir hafa einkum birzt i ritum Vestur-íslendinga, sem því miður eru minna lesin hér en skyldi. Höfundur gerir hér ljósa grein þess starfs, sem þessir menn hafa unnið, og hvílíkur fengur það er þjóð vorri að eiga slíka hauka í horni. Ég býst við, að fleirum fari líkt og mér, að þá furði á, hversu mikið þessir menn hafa unnið fyrir bókmennta- kynningu vora á heimsvettvangi. Höfundur segir skemmtilega frá, sem hans er vandi, og góður fengur er að hafa þessar ritsmíðar í einu lagi í snoturri bók. En við lesturinn hljótum vér að minnast þess, að höfundur sjálfur hefir um áratugi verið athafnamesti Heima er bezt 433

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.