Heima er bezt - 01.05.1977, Qupperneq 6
Að starfi við skrifborðið heima í Hlíðartúni 6.
séð, eins og þá horfði. Öll störf hans í Kaupmannahöfn
að kandidatsprófi loknu, eru í raun og veru framhalds-
nám. Sé heildarsvipur þess metinn, er það í höfuð-
dráttum tengt landbúnaðarhagfræði á einn eða annan
hátt. Sú grein hagfræði var þá lítt þekkt hér og þó enn
minna rækt. Hann varð því einna fyrstur íslendinga til
að leggja stund á hana.
Þegar Gísli kom heim til Islands 1945, réðist hann rit-
stjóri búnaðarblaðsins Freyr. Hafði hann þann starfa á
hendi í 30 ár. I svo stuttu máli, sem hér er rúm fyrir,
er engin leið að gera nokkra grein fyrir því óhemju-
starfi, sem að baki ritstjórnarinnar liggur. Hitt dylst
engum, sem virðir það fyrir sér í heild, að bak við það
stendur óvenju fjölskyggn og víðlesinn maður, sem
hvort tveggja átti: opin augu fyrir því nýja, sem fyrir
þau bar, en þó ærið af tortryggni til, að „gleypa ekki
allt sem glóir“. Fyrir hvoru tveggja væri hægt að færa
rök, sem fylla myndu margfalt það rúm, sem hér er
heimilað. Hitt blasir við, að Freyr hefur verið — er —
og á að vera, — boðberi dægurmála. Úr því sker reynsl-
an ein, hvað af þeim á yfir þeirri lífsorku að ráða, að
þola dóm hennar. Þeim úrskurðum verður ekki skotið
til hærri dómstiga, enda verða forsendurnar fyrir dóm-
um hennar ekki vefengdar með rökum. Þó er það gert
hátt og í hljóði, cn oftast af því að þær cru annað hvort
ekki lesnar, eða yfir þær cr hlaupið mcð því lestrar-
lagi, sem mælt er, að ónefndur höfðingi iðki við lestur
biblíunnar.
Hér skal til gamans bent á eitt, sem Gísli hefur flutt
æ ofan í æ á þessu 30 ára skeiði. Það er áróður fyrir
votheysverkun. Það er bjargföst trú hans, að í henni
felist bjargráð. En íslenskir bændur gera sér enn ekki
fulla grein fyrir því, hvort þessi trú hans er órökstudd
barnatrú eða að hún hvíli á trúarreynslu. Staðreynd er,
að aðalritgerð hans við sérfræðipróf 1942, var heil bók
um votheysgerð og votheysfóðrun. Þessi trú hans er
ekki orðin alþjóðareign íslendinga, sem sanna má með
því að benda á, að eitt hérað verkar árið 1976 rúm 60%
af töðufeng sínum í vothey, þegar annað á aðeins 2,3%.
Hið fyrrtalda mun skila einna hæstum arði hér á landi
af einingu búsins (þ. e. hverjum einstaklingi þess). En
ósvarað mun þeirri spurningu, hvort sú niðurstaða fæst
„þrátt fyrir“ votheysverkunina eða kemur „í kjölfar“
hennar. Gísli mun ekki í vafa um svarið. Hann vann á
Borgundarhólmi og víðar einn síðari hluta sumars og
haust við að kenna í ræðu og riti votheysverkun og
fóðrun á því. Danir töldu, að hann hefði bjargað furðu-
háum fjárfúlgum. En það var á árum hernáms og hörm-
unga.
Gísla hefur ekki nægt ritstjórnin ein til að fullnægja
starfsþrá sinni. Hann varð forstjóri Búnaðarfræðslu
Búnaðarfélags íslands og hafði hana á hendi, uns hún
hætti eða rúman áratug, ólaunaður ráðunautur í ali-
fuglarækt mörg ár, stofnandi, formaður og fram-
kvæmdastjóri Fuglakynbótabúsins „Hreiður“ í Mos-
fellssveit í tólf ár, í stjórn fávitahælisins í Skálatúni tug
ára, formaður skólanefndar í Mosfellssveit um skeið.
Hann sat í stjórn Landbrugskandidatsklub í Kaup-
mannahöfn, í stjórn félags íslenskra búfræðikandidata,
Officer Charge á íslandi á vegum OECD í París um
fjölda ára, fulltrúi íslands í Film og billedudvalget í
Landbrugets oplysningstjeneste í Norden frá 1956.
Hann hefur annast vistráðningu útlendinga til bústarfa
á íslandi frá 1947 t. d. um 1800 Dana og greitt fyrir
íslendingum til hliðstæðra starfa á Norðurlöndum, haft
umsjón með Ráðningastofu landbúnaðarins mörg ár,
verið umsjónarmaður búnaðarþátta Ríkisútvarpsins frá
1953, umsjóu og athugun á forðamati og framtali á
haustnóttum frá 1965. Hann hefur verið ritstjóri af ís-
Snorri Sigfússon, Kristján Eldjárn og Gísli Kristjánsson stofnuðu
Svarfdælingasamtökin í Reykjavík og stýrðu þeim i 10 ár.
150 Heima er bezt