Heima er bezt - 01.05.1977, Page 7

Heima er bezt - 01.05.1977, Page 7
lands hálfu við hina samnorrænu Orðabók landbúnað- arins, sem hefur verið í smíðum nú um sinn. Þótt hér sé margt nefnt, mun fjarri lagi að fulltalið sé. En þess munu fá dæmi, að Gísli hafi ekki haft ærinn tíma til að sinna því, sem honum hefur verið falið, eða hann hafi skotið til annarra skyldum sínum. Það hefur fylgt honum, að á honum hafa legið bónbjargir af svo f jarskyldum toga spunnar, að furðu gegnir. Til alls þessa hefur hann haft ærinn tíma og jafnríka löngun til lið- veislu og þó að fræðsluþránni ógleymdri. I því efni man hann vel sína eigin fróðleiksþrá frá æskuárum. Gísli hefur verið sískrifandi síðan hann lauk námi. Helstu rit hans eru: Besætningerne pá Statens gárde, Kbh. 1944, Kartaflan, Rvík 1947, margir þættir í Fræðsluritum B. I., fjöldi greina í íslenskum, dönskum, norskum og sænskum tímaritum, auk furðulegs fjölda greina í Frey um hin fjarskyldustu efni. Gísli hefur um langan aldur átt við vanheilsu að stríða. A Danmerkurárunum lá hann langar og þungar legur, t. d. full þrjú ár samfleytt. En veikindi hans hafa aldrei náð að buga hann, enda aldrei beygt hann svo, að honum hafi ekki tekist að koma því í höfn á tilsett- um tíma, sem hans forsjá var falið. Hann hefur orðið að vera langtímum saman undir læknishendi. Þrátt fyrir þessa baráttu hans hefur unnist svo að störfum hans, að fá dæmi munu þess, að Freyr hafi legið eftir, þótt rit- stjórinn gengi ekki heill til skógar og fleira lægi fyrir en ritstjórnin cin. Þegar Gísli hvarf frá störfum í Danmörku 1945, lauk Hansen Larsen, prófessor, sem Gísli vann lengst hjá, miklu lofsorði í kveðjuhófi á starfshæfni hans og af- köst og harmaði að þurfa að sjá honum á bak. Stóðu honum þá ýmsar leiðir opnar til ævistarfs þar í landi. En hann þráði hcim og það réði. Gísli hefur hlotið margvíslegar sæmdir fyrir störf sín. Hann hefur hlotið RDD og riddarakross hinnar íslensku lbúöarhúsið var teiknað og innréttað með eigin höndum fjölskyldunnar. Thora Margrethe og Gísli Kristjánsson voru vtgð til hjónabands árið 1931. fálkaorðu. Hann hefur og hlotið heiðurspeninga frá norskum og finnskum búnaðarsamtökum. Sýnir það orðstír hans meðal grannþjóða vorra. Hann er og heið- ursfélagi í Æðarræktarfélagi íslands, en hann er höfuð- hvatamaður að stofnun þess og fyrsti formaður. Eins og áður segir, átti Gísli langdvalir í sjúkrahús- um á Danmerkurárum sínum, lengst á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Á þeim árum stundaði ung kona, — Thora Margrethe — fædd Nielsen, f. 27. apr. 1910, — þar hjúkrunarnám. Þau felldu hugi saman og giftust 1937. Hún stundaði hjúkrun til 1940 og er vafi, hvort hann hefði lokið námi, ef hennar hefði ekki notið við. Síðasta námsveturinn dvaldi hann að nokkru á spítala, annars á heimili þeirra, en kom ekki á skólabekk fyrr en að prófborðinu um vorið. Slík var aðstoð hennar þá. Eftir að Thora lagði hjúkrunarstarfið niður, gegndi hún eingöngn húsmóðurstörfum og ræður hér þekkt mál- venja. En það segir ekki alltaf alla söguna, síst hér. Þegar Gísli fluttist heim, gerðist þessi danska kona ís- lensk húsmóðir á undraskömmum tíma, án þess þó að fela uppruna sinn. Var þó hvorki hátt til lofts né vítt til veggja þar sem hún réði. Þau fengu inni á efstu hæð Heima er bezt 151

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.