Heima er bezt - 01.08.1977, Blaðsíða 2
Jlh gœta fengins fjár
Það hefir ekki gerst oft í sögunni, að ísland eða öllu
heldur íslendingar hafi átt frumkvæði að eða hrundið
af stað því, sem kalla má alheimshreyfingu. Þetta hefir
þó gerst á undanförnum árum, með samþykktum og
framkvæmdum í fiskveiðimálum og fiskveiðilandhelgi.
Þar hafa íslendingar haft ótvíræða forystu, og sjónar-
mið þeirra unnið sigur. Hinsvegar verður því ekki
neitað að það sem hratt íslendingum fram á vígvöllinn
var nauðsyn, eða raunar öllu heldur baráttan fyrir til-
veru vorri sem þjóðar. Svo sem kunnugt er hikuðum
vér ekki við að tefla á það tæpa vað að lenda í ófriði
við eitt stórveldanna, sem lengstum hafði þó verið tal-
ið í hópi vinaþjóða vorra. Ég ætla ekki að rifja upp þá
atburði. Það er engum til gagns eða gæfu að lifa í hug-
arheimi fjandskapar og deilna. En sagan geymir sitt.
Vér unnum sigur, ef til vill mest vegna þeirrar ein-
beitni vorrar „að vinna það ei fyrir vinskap manns að
víkja af götu sannleikans“, eða réttlætisins. En þess
skulum vér vera minnugir, að þann sigur unnum vér
vegna þess, að í hinum vestræna heimi drottnar lýðræði
og tiltekin virðing fyrir réttindum einstaklinga og
þjóða, smárra sem stórra. Það er það almenningsálit,
sem tálmar hinum sterka að beita skefjalausu ofbeldi
gegn þeim, sem minni máttar er. Vér skulum hafa það
hugfast, að ekkert einræðisríkjanna hefði í fiskveiði-
deiiunni hikað við að taka hólmann með fiskimiðun-
um öllum í krafti herstyrks síns, og skammta oss síðan
úr hnefa, eða flytja oss brott þangað, sem eklcert heyrð-
ist til vor framar.
En þótt mikið hafi unnist, og sjónarmið vor og rétt-
ur verið viðurkennt meðal meiri hluta þjóða heimsins,
þá er margt enn óunnið, og nú fáum vér að sanna hið
fornkveðna, að ekki sé minni vandi að gæta fengins
fjár en afla þess.
242 Heima er bezt
Tvö hundruð mílna lögsagan hefir hlotið viður-
kenningu, og vér eigum full umráð fiskveiða á því
hafssvæði. Ég geri ekki ráð fyrir að svo mjög erfitt
reynist að verja landhelgina fyrir erlendum veiðiþjóf-
um, þótt vitanlega verði að hafa þar á fulla gát. En
vér þurfum því meira að gæta hennar fyrir oss sjálfum.
Ein þyngsta röksemdin í öllum vorum málflutningi
á erlendum vettvangi var verndun fiskistofna. Fiski-
fræðingar vorir höfðu sýnt með óyggjandi rökum, að
svo nærri var gengið þorskstofninum, að gjöreyðing
hans var fyrir dyrum, ef svo yrði fram haldið. Og
raunar þurfti ekki fiskifræðinga til, fiskimennirnir
fundu alltof vel, hversu veiði fór þverrandi, þótt reynt
væri að mæta slíku með aukinni sókn og náttúrlega
samtímis með aukinni rányrkju. En eyðing fiskstofn-
anna þýddi ekki aðeins hrun íslensku þjóðarinnar, held-
ur var soltinn heimur sviftur verulegu magni matvæla
þegar enginn branda fékkst lengur af hinum fyrrum
auðugu Islandsmiðum. En fiskirannsóknirnar sýndu
fleira en hina yfirvofandi hættu. Vísindamennirnir gátu
sagt með nokkurnveginn óyggjandi vissu, hvernig
bregðast skyldi við hættunni. Þeir bentu á, að friðun
að tilteknu marki eða hófsamleg sókn, sem ekki færi
fram úr tilteknu hlutfalli við viðkomuna, mundi hafa
þau áhrif að fiskgengdin ykist á ný og miðin héldu
áfram að vera hin sama auosuppspretta og fyrr. En þó
því aðeins, að sífellt yrði gætt hófs.
Þessi rök voru þung á metunum á alþjóðlegum vett-
vangi, enda þótt sumar þær þjóðir, er mestra stundar-
hagsmuna höfðu að gæta léðu þeim lítt eyra. Og nú
þegar sigur er fenginn megum vér vera þess fullvissir,
að þeir hinir sömu vaka yfir hverju fótmáli, sem tek-
ið verður í þessum málum. Oss er því lífsnauðsyn að
geta sýnt og sannað, að vér séum ekki rányrkjuþjóð,
heldur tökum á oss þær byrðar, sem af því leiðir að
draga saman seglin í veiðisókninni nú um stundarsakir,
meðan stofnarnir ná sér, og þótt vel takist til í þeim
efnum, sem ekki er ástæða til að efast um, þá að minn-
ast þess um ókomin ár og aldir, að ætíð verður að gæta
hófs í sókninni.
Allmjög er og verður að oss sótt um að veita öðrum
þjóðum veiðiheimildir innan lögsögu vorrar. Ég hygg
að allir íslendingar séu á einu máli um að slíkt komi
ekki til greina að óbreyttu ásigkomulagi. Vér höfum
einfaldlega ekkert að láta nema með því að svelta oss
sjálfa. Upphaf og endir stefnu og starfs í þeim efnum
er að vernda fiskistofnana, svo að þeir megi haldast
um alla framtíð. En hætt er við, að orðin tóm verði
léttvæg ef ekki er fleira fram fært. Það heyrist oft á
erlendum vettvangi, að oss sé brugðið um þverlyndi
og þráa í þcssum efnum, og sjónarmið vort sé það eitt
að sitja einir að auðæfum hafsins, þótt aðrir hljóti að
svelta. Málsaðilar trúa ekki eða vilja ekki trúa röksemd-
um vorum Og ef til vill er þeim það ekki svo mjög
láandi Til þess að fullt mark sé tekið á oss verðum
vér að sýna meira en orðin ein, enda þótt það kosti oss
nokkrar þrcngingar í bili.
Ekkert er oss nauðsynlegra á alþjóðavettvangi en að