Heima er bezt - 01.08.1977, Side 7

Heima er bezt - 01.08.1977, Side 7
Fyrir mörgum árum var eg á ferðalagi um sveitir landsins í einum af þessum gömlu og góðu rútubílum, sem nú hafa orðið að þoka fyrir nýtískulegum vegadrekum. Þetta var áður en breiðvegir og rimlagryf jur héldu innreið sína. Á landa- mörkum jarðanna lágu girðingar þvert yfir veginn, og alltaf vorum við að rekast á hlið, sem þurfti að opna og loka. Eg þekkti fátt af samferðafólkinu, en framarlega í bílnum sat lágvaxinn maður, sýnilega útlendingur. Og hann kom mér fyrir sjónir sem væri hann einn af þess- um hæglátu mönnum, er virðast gefa gætur að flestu því, sem fyrir augun ber — einn af þeim, sem ekki þurfa að tilla sér á tá til þess að eftir þeim sé tekið. Og nú brá svo við, að í hvert skipti sem bíllinn stað- næmdist við eitthvert hliðið, þá var þessi fasmildi mað- ur áður en varði kominn út og að hliðinu til að opna það og loka. Og þetta gerði hann með þeirri hógværu verkgleði, sem mér er svo minnisstæð — rétt eins og fátt væri eftirsóknarverðara í lífinu en það hlutskipti að vera hliðvörður á alfaraleið. Þessum langferðamanni bar ekki nokkur skylda til þessa verks. Hafði hann ekki goldið fyrir sitt far? Hvað komu honum við íslenskar gaddavírsgirðingar? Það var þeirra sem tekið höfðu að sér flutningana að sjá um þessháttar tálmanir. Við ferðalok komst eg fyrir tilviljun að því, að þessi ókunni þjónn okkar — samferðamannanna — var fransk- ur ábóti, hámenntaður og fyrirmaður í sinni stétt. Eg hefi ávalt síðan geymt þessa mynd í huga mér. Á tilbreytingasnauðu ferðalagi er reyndar allt kærkom- ið, sem athygli vekur. En hér kom annað og mikilvæg- ara til. Þokkafull framkoma, háttvísi í viðmóti er af listrænum toga spunnið. Svo er og um gott málfar. — Við hittum mann á förnum vegi, sem talar hreint og fagurt mál og hljómur orðanna fylgir okkur eins og stef úr hljómkviðu. Nú er það svo hér á landi, góðu heilli, að margt og mikið er gert til þess, að hinar margvíslegu listgreinar megi blómgast og dafna og gera mannlífið tilbrigða- ríkara. Lagt er á þessum vettvangi inn á nýjar brautir, og forn viðfangsefni tekin nýjum tökum. Ýmiskonar listiðkun verður æ almennari og kappkostað er, að veita fjölþætta fræðslu um hin ólíku svið listarinnar, og gera hana að almenningseign, hvort sem um er að ræða myndræna mótun eða tjáningu í tónum. En hvað er gert fyrir listina að lifa fögru og góðu lífi — þessa list, sem setur menningarblæ á samskipti manna og skapar þjóðlífsmyndina. Hvað segir um iðk- un þessarar listar í námsskrám fjölbrautarskólanna, stefnuskrám flokka og félaga og á forsíðum fjölmiðl- anna. Viðmót, framkoma, málfar — eru þau atriði daglegs lífs, sem móta þá mynd, sem við samferðamennirnir fáum hver af öðrum. Eg lýsti áðan, hvaða áhrif fylgdu franska ábótanum. En við þekkjum víst líka flest hið kuldalega viðmót, afskiptaleysið, ónotin. Þessum andstæðu áhrifum, sem viðmótið vekur, verð- ur varla betur lýst en gert er í þessum stefum úr Ein- ræðum Starkaðar: Eitt bros — getur dimmu í dagsljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúist við atorð eitt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Svo oft leyndist strengur í brjósti sem brast við biturt andsvar, gefið án saka. Hve iðrar margt líf eitt augnakast, ?em aldrei verður tekið til baka. Ein hreyfing, eitt orð — og á örskots stund örlaga vorra grunn vér leggjum. Eg nefndi áður, að allir menn orkuðu á umhverfi sitt með dagfari sínu og viðbrögðum við því, sem að höndum ber. Og eðlilega eru þau misjafnlega björt ljósin, sem þeir kveikja með jákvæðu viðmóti, á sama hátt og misjafnt er, hve mikið fer fyrir þeim skuggum, sem neikvæð viðbrögð eða afskiptaleysi geta brugðið á birtuþil daglegs lífs. En við erum alltaf að verða fyrir þessum ljósbrigðum viðmótsins, hvort sem er innan veggja heimilisins eða á þjónustustöðum almennings, stjórnsýsluskrifstofunni eða viðgerðaverkstæðinu. Þama Heima er bezt 247

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.