Heima er bezt - 01.08.1977, Page 9

Heima er bezt - 01.08.1977, Page 9
JULIUS JONSSON, MOSFELLI: Hnoöri var mjög vitur Hnoðri minn var vitrastur af þeim hundum sem ég hef átt, þó hafa þeir margir verið skynugir og vænir fjárhundar. Það var mér mikils virði þar sem ég hef alltaf þurft að smala fjalllendi og lengst af beitt sauðfé í fjalllendi og mörg ár einyrki. Hnoðri var mórauður með hvítan hring um hálsinn og hvítan hægri bóg, hann var lítill og loðinn og virtist af hreinu íslensku hundakyni. Hnoðri var fæddur 1928, bjó ég þá á Hurðarbaki í Torfalækjarhreppi. Hann var fljótur að skilja hvernig hann ætti að haga sér við kind- ur, ég sigaði honum aldrei, en talaði við hann og benti honum. Meðan ég var á Hurðarbaki gat ég látið hann reka féð, hann rak það þangað sem ég hafði rekið það um nokkurn tíma áður. Eins á kvöldin smalaði hann fénu heim að mestu, þegar þess þurfti, annars skilaði það sér heim á réttum tíma þegar snjór var eða kalt í veðri. Vorið 1930 flutti ég að Mosfelli í Svínavatnshreppi. Fyrsta veturinn sem við hjónin vorum hér var Sigurlína Jónsdóttir tengdamóðir mín ráðskona hjá Helga Jóns- syni á Hurðarbaki sem þá byrjaði búskap það ár. Hún hafði gert ráð fyrir því að koma í heimsókn fvrri part vetrar. Eitt kvöld vorum við að tala um, að þrátt fyrir gott veður dragist fyrir henni að koma. Ég hafði orð á því að líklega kæmi hún ekki nema ég sækti hana. Hnoðri var hjá okkur og eins og venjulega tók vel eftir því sem talað var. Morguninn eftir rak hann féð eins og vant var og hvarf svo, þann dag vantaði hann og daginn eftir, kom þó til að smala um kvöldið síðari daginn. Nokkrum dögum seinna, fór ég kaupstaðarferð til Blönduóss, þá var Hurðarbak í beinni stefnu og kom ég þar við. Þá sagði Hurðarbaksfólkið mér eftirfarandi. Hnoðri kom þar snemma morguns og bar það saman, að það var sama daginn og hann hvarf héðan, fólkið hélt að ég mundi vera á leiðinni og rétt ókominn, en svo reyndist ekki. Sigurlína fór þá með Hnoðra inn í búr og gaf honum þar, þegar hann var búinn að fá nægju sína krafsaði hann í hnéð á Sigurlínu og fór fram að hurð- inni og vildi komast út, var opnað fyrir honum og gáði þá fólkið út um leið hvort ég væri ekki kominn í sjón- mál, sem vitanlega var ekki. En Hnoðri fór suður á tún dillaði sér sneri sér við og kom svo til Sigurlínu sem stóð þar skammt frá, krafsaði í hana, þetta gerði hann meðan hún var úti. Ef hún kom út endurtók hann alltaf sömu tilraunina að koma gömlu konunni á stað með sér, hann fékkst inn, þáði hressingu, en stoppaði ekki nema meðan hann át og inni var hann um nóttina. í tvo daga reyndi hann að lokka gömlu konuna með sér, án árangurs. Hjá Helga bónda var þá faðir hans, Jón Magnússon, greindur og gætinn maður, hann sagði mér að hann hefði oft dáðst að viðleitni dýra til að tjá sig en aldrei kynnst eins mikilli þrautseigju eins og hjá Hnoðra þessa umræddu daga. Það er verðugt að geta þess að Sigurlína var með afbrigðum dýragóð og Hnoðri var í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Af framansögðu er augljóst, að hann hefir skilið sam- tal okkar um kvöldið og ætlað að reyna að fá Sigurlínu frameftir. Eins og ég hef getið um hér að framan var ég lengi einyrki, en fjöll að smala. Áður og eftir að ég kom að Mosfelli átti ég afburða gæðing, ég fór á honum í smala- mennsku haust og vor. Fór upp merkin að norðan held- ur hærra en miðhlíðis oftast hljóp ég, hesturinn fylgdi mér eftir í taumi á hvaða óvegi sem var. Hnoðri smalaði fjallið fyrir ofan mig, dreif allt fé niður og á suður- merkjunum bugaði hann féð norður og man ég ekki að hann missti kind suður, kom ég þá honum til hjálpar og naut ég þess að sitja á mínum fjörháa gæðingi. Við innrekstur var Hnoðri á við marga menn, ég stóð nokk- uð frá en Hnoðri hljóp meðfram fénu og passaði að engin kind slyppi. Ef ég þurfti að ná í kind í haga tók Hnoðri þær. Ung lömb hljóp hann uppi, ruddi þeim um koll, settist á þau þar til ég komst til hans. En full- orðið fé tók hann framan í bóginn, svo þær steyptust og hélt þeim þar til ég tók þær. Aldrei sá ég á kind eftir hann meidda. Ég hafði þann umdeilda sið að skjóta fugla. Hnoðri var byssuhræddur, þegar ég fór til rjúpna kom hann alltaf með mér án þess að ég kallaði í hann en þegar fyrsta skotið reið af hvarf hann, ég sá hann ekki fyrr en ég var kominn heim að túni. Einu sinni sem oftar var ég við rjúpnaveiði fram á Sauðadal, þar sá ég kindur sem höfðu orðið eftir í haustleitum, hætti ég við rjúpnaveiðina og fór fyrir kindurnar, þótti þó tví- sýnt hvort ég hefði þær, þar sem ég bjóst við að eftir venju hefði Hnoðri farið vegna skothvella. En þegar ég var að stugga við kindunum þá var Hnoðri allt í einu kominn við hlið mína. Hafði hann erfiðið, en ég ánægj- una að hafa getað greitt fyrir kindunum. Einhverju sinni var ég á ferðinni vestur á Brunnárdal í rjúpna- hugleiðingum, skaut ég fyrstu rjúpuna efst í fjallsbrún- Heima er bezt 249

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.