Heima er bezt - 01.08.1977, Side 10
inni, hún valt niður í dalbotn, þaut þá Hnoðri á eftir
henni og kom með hana til mín. Eftir þetta hljóp hann
aldrei frá mér en var mér snjallari að finna rjúpurnar.
Þegar hann vissi af rjúpu stoppaði hann og teygði fram
trýnið eins og hann væri að sigta á þær, sjón hans og
þefvísi brást ekki, hafði ég oft meiri veiði fyrir hans
aðstoð.
Ekki þurfti maður að vera í vafa hvort gestakomu
væri von ef Hnoðra var veitt eftirtekt og hann var úti
við, horfði hann alltaf í þá átt sem gesturinn kom úr
löngu áður en gesturinn kom í sjónmál. Þótt hann væri
truflaður var hann kominn í sömu stellingarnar strax
og honum gafst tækifæri til, og tími til. Ekki gelti
hann að gestum þó að sá ósiður hafi fylgt flestum hund-
um og fylgi enn.
Á umræddum tíma voru ferðamenn annað hvort ríð-
andi eða gangandi. Bílvegir ekki komnir hér þá. Þegar
Hnoðri var farinn að eldast og ég þurfti burtu sagði ég
honum að vera heima þegar ég þurfti ekki á hundi að
halda, það bar árangur í nokkur skipti. Svo kom það
fyrir að eitt sinn þegar ég var að fara í burtu að Hnoðri
sást ekki en þegar ég hafði farið 3—4 kílómetra lá hann
þar á veginum, hafði ég ekki hörku til að segja honum
að fara heim. Lék hann þetta eftir það. Undarlegt að
hann vissi alltaf í hvaða átt ég ætlaði og beið mín þar.
Alloft þurfti ég að fara í smá ferðalög, kom þá stund-
um ekki heim fyrr en dimmt var orðið, ef eitthvað
vantaði af fénu fór ég þá upp fyrir hlið sem var á girð-
ingu fyrir neðan fjallið en ofan túnið. Sagði ég við
Hnoðra, finndu kindurnar, hljóp hann þá strax og hvarf
út í myrkrið, eftir mismunandi langan tíma gelti hann
einu sinni, þurfti ég þá ekki að bíða lengi þar til kind-
urnar kæmu og hann stuttu á eftir þeim, aldrei rak hann
þær mjög hart.
Á þeim tíma sem Hnoðri var og hét voru engar hey-
hlöður til á Mosfelli, hey voru hlaðin upp í heystæði
við fénaðarhús, þau þakin með torfi og hlaðið í kring
með skæklum eða hnausum. Þar sem þak og fyrirgerð
mættust voru kindurnar gjarnar á að bora sig í gegn
að fá sér tuggu, oft sá ég ofan á kindurnar við slík störf,
sagði ég þá við Hnoðra, það eru kindur í heyinu, þaut
hann þá af stað fór stundum skakkt ef hann hafði ekki
séð hvar kindurnar voru, önnur húsin stóðu talsverðan
spöl norður af bænum og neðar, en hin upp á hól fyrir
ofan og vestan umrædd hús, var talsvert á milli þeirra.
Þegar hann fór að skökkum húsum, kallaði ég til hans
uppeftir eða ofan, eftir því sem við átti, breytti hann
þá um stefnu. Þetta sáu margir, þótti athyglisvert. Margt
fleira mætti segja um þennan vitra hund en læt hér
staðar numið.
Að endingu lét ég fylgja eina vísu um hann.
Hleypur alið hófa tröll
hrín við kalinn bakki.
Hnoðri smalar hól og fjöll
hann er valinn rakki.
Morfelli 9. febniar 1915.
SIGURÐUR GÍSLASON
frá Kvíslaseli:
Gömul sasa
Við teyguðum angan ljósgræns lyngs
og lékum að hálum svörum.
Við áttum kynni í kvöldins ró
og kysstumst heitum vörum.
Við hlýddum vorsæl á lindar ljóð
og laufsins þyt fyrir blænum,
er sólin breiddi bjartan hjúp
á bárufaldana á sænum.
Það tapar margur í ljúfum leik.
— En lengi er hægt að vona.
Ég var hikandi hjúskap við
— en hún var fjörmikil kona.
Við kvöddumst síðast í töfrum tungls
og tindrandi stjörnuskini.
— Hún sefur í örmum annars manns
og elur honum nú syni.
Meinleg var brellan fagra frú
sem forlögin gerðu okkur.
Rúm mitt er kalt og konulaust
og kaldur minn rekkjustokkur.
Að gæta fengins fjár
Framhald af bls. 243 -----------------------------
veiðimálum, heldur á öðrum sviðum þar sem vér þurf-
um að sækja eða verja rétt vorn. Og það vopn er, að
ekki sé unnt að treysta orðum vorum.
Ef vér látum dóm og viðvaranir vísindamannanna um
hvað gera beri í þessum efnum lönd og leið, skulum vér
minnast þess, að þeirra orð vega mest á alþjóðavett-
vangi, þar sem menn setja hærra niðurstöður vísinda,
en brjóstvit og pólitík. Ef vér göngum á undan í því
að sýna þeim tortryggni, hvað er þá um aðra sem á oss
sækja?
Svari þar hver fyrir sig.
St. Srd.
250 Heima er bezt