Heima er bezt - 01.08.1977, Qupperneq 11
ÞORSTEINN BJÖRNSSON FRÁ MIKLABÆ:
fíinsta hvíla JVIiklabœjar-Solveigar
A stæðan til ÞESS að ég skrifa þessar eftirfarandi
/\ lýsingar og segi frá aðdraganda þess að ég
/ 'v. vann að uppgreftri beina Miklabæjar-Solveigar
^er sú, að lengi heyrði ég suma telja það vafa,
að réttu beinin væru fundin. Langar mig til að varpa
svo skýru ljósi yfir það, að allir sem um það hugsa geti
séð að það er engum vafa undirorpið.
Fyrstu deili á leiði Solveigar.
Á æskuárum mínum á Miklabæ man ég eftir þúfu
sem var við norðausturhorn kirkjugarðsins austanvert
og heyrði ég sagt að þarna væri leiði Miklabæjar-Sol-
veigar.
A þeim árum bjó í Grundarkoti gamall maður sem
Jónas hét, faðir Jónasar sem lengi var brúarvörður við
Grundarstokk. Eitt sinn er Jónas kom að Miklabæ barst
það í tal á milli okkar hvar leiði Solveigar væri. Bendi
ég honum á fyrr nefnda þúfu og segist hafa heyrt að
þar hvíli Solveig. Þá sagði hann mér að í sinni æsku
myndi hann eftir fjörgamalli konu sem mundi Mikla-
bæjarkirkjugarðinn kringlóttann. Hafði hún sagt að
Solveigarleiðið hefði verið norðan við garðhringinn
austarlega. Þegar garðinum hefði verið breytt nokkru
seinna, og hann gerður ferkantaður hefði leiðið lent
undir garðsveggnum, en það væri ekki svo austarlega
að það gæti verið rétt að þessi þúfa væri sú rétta, heldur
mundi hún vera örlítið vestar.
Stækkun á kirkjugarðinum á Miklabæ og grafartekt í
nýja garðaukanum.
Á árunum 1907—1909 var kirkjugarðurinn á Mikla-
bæ aukinn út til norðurs sökum þrengsla í gamla garð-
inum. Man ég vel þá stækkun og vann þar að við grjót-
akstur með öðrum sóknarmönnum uns sú viðgerð á
kirkjugarðinum var búin.
Ef þær sagnir væru réttar sem hér að undan getur
með leiði Solveigar hlaut það að hafa lent inni í þess-
um nýja garðauka.
Árið 1915 er ég kominn frá Miklabæ og farinn að
búa á Hrólfsstöðum. Þá er Sigurður Einarsson fyrrum
bóndi á Hjaltastöðum húsmaður hjá mér. Þá um haust-
ið var hann fenginn til að taka gröf í garðinum á Mikla-
bæ. Jarða átti gamla konu, Guðrúnu Hallsdóttur í
Hjaltastaðahvammi.
Þessi gröf sem Sigurður tók með öðrum manni, JÓ-
hannesi Bjarnasyni frá Grundarkoti var tekin í nýja
garðaukanum suður við gamla garðinn austarlega, en
ofurlítið frá austurvegg. Komu þeir þar ofaná Kistu,
sem sneri frá norðri til suðurs, eða ofurlítið í suð-
vestur, sem næst því er héraðið snýr. Tóku þeir kist-
una upp, eða færðu fjalir og líkamlegar leifar suður
undir grafarbakkann að sunnann. Sýndist kistan mjög
sterkleg, úr þykkum borðum. Liðaðist hún í sundur
við tilfærsluna. Sást þá að það var kvenmaður sem
þarna hvíldi. Voru bein þá öll mjög heil, og svart
hrokkið hár og nokkuð af fötum. Frá öllu þessu var
mjög vel gengið og búið um það sem best sunnan við
kistuna sem nú átti að jarða.
Þótti þá öllum sem um þetta vissu, alveg fullvíst að
þetta væri kista Solveigar. Enda nákvæmlega á þeim
stað sem Jónas heitinn frá Grundarkoti segði mér, að
vera mundi.
Ástæðan fyrir því að ég fór að taka virkan þátt í að
leita beina Solveigar.
Árið 1938 í júnímánuði seint er ég í vegavinnu eða
brautargjörð hjá Gísla Gottskálkssyni út hjá Frosta-
stöðum. Þá var það laugardag að ég legg mig upp í rúm
í tjaldi mínu eftir mat. Líklega hef ég rétt fest svefn-
blund, þó fannst mér það varla vera. Sýnist mér þá
koma maður inn í tjaldið. Var hann allhár vexti dökk-
hærður. Karlmannlegur en hæglátur. Gekk hann inn
að rúminu til mín og mælti: „Eg sé það á þér að þú
gerir það sem þú verður beðinn að gera“.
Þetta laugardagskvöld fer ég heim. Á sunnudaginn
þurfti ég ofan að Miklabæ, einhverra erinda. Þá er
staddur á Miklabæ Zophonías Pétursson, kominn að
sunnan þeirra erinda að grafa upp bein Solveigar ef
þau finndust og flytja þau yfir í kirkjugarðinn í
Glaumbæ. Var það að hann sagði eftir tilmælum Sol-
veigar gegnum miðil í Reykjavík. Var það þrá hennar
að fá yfirsöng yfir beinum sínum og hlýjar bænir, sem
hún hefði ekki hlotið í öndverðu, er hún var jörðuð
án yfirsöngs utan kirkjugarðs á Miklabæ.
Var þessi leit þegar hafin en hafði ekki borið árang-
ur. Þeir höfðu verið kvaddir til að vísa á staðinn sem
beinin hvíldu: Eiríkur Magnússon í Axlarhaga sonur
Guðrúnar Hallsdóttur sem jörðuð var hjá Solveigu, og
Sigurður Einarsson sem gröfina tók.
Heima er bezt 251