Heima er bezt - 01.08.1977, Side 12
Hafði þeim ekki komið saman um staðinn. Eiríkur
áleit að leiðið væri nær austurvegg en Sigurður. Kvaðst
Eiríkur taka það mest um til marks að hann hafði
seinna tekið gröf bróður síns við hlið þessarar grafar.
Sigurður var ekki trúaður á að þetta væri rétt.
Var Sigurður varðmaður við mæðiveikisgirðingu á
ysta svæði Héraðsvatna og gaf sér ekki tíma til að
eiga neitt meira við þetta að sinni. Bað Zophonías
mig að yfirlíta þetta.
Sýndist mér sem Sigurði að þeir hefðu ekki grafið
niður á réttum stað. Lagði hann nú fast að mér að
taka að mér leitina að beinunum. Var ég ófáanlegur
til að gera það að öðrum kosti en að Sigurður væri
með, fengist hann líka til að leita mundi ég láta tilleið-
ast að gera þetta í þeirri von að þá mundi þetta til
vegar ganga.
Varð það úr að ég fór þennan sunnudag út að
Austurvatnabrú að finna Sigurð. Samdist það með okk-
ur Sigurði að við skyldum reyna að leita beinanna næsta
dag.
Það sem fannst í gröfinni.
Fórum við ofan að Miklabæ daginn eftir til að
framkvæma þetta verk. Urðum við vel ásáttir með hvar
niður skyldi grafið. Höfðum góða trú á að þetta mundi
vel lánast, vorum allvanir að vinna saman og aldrei
mistekist neitt sem við lögðum hönd á báðir saman.
Man það að Zophonías fór inn í bæ þegar við byrj-
uðum, óttaðist um að við finndum ekki beinin og allt
færi sem fyrri daginn sem leitað var.
Okkur gekk mjög vel uppgröfturinn. Komum niður
alveg á þeim rétta stað ofan með kistu Guðrúnar að
sunnan. Þar var allt með sömu ummerkjum eins og
þeir gengu frá fyrir 24 árum.
Kistufjalirnar lagðar upp að suðurvegg grafarinnar
og beinin á bak við fjalirnar. Hafði kistan öll verið
færð þegar gröf Guðrúnar var tekin nema suðurgafl-
inn hann var óhreyfður enn. Sást mjög greinilega far-
ið eftir hann og járnhring sem í honum var inni í
moldarvegginn að sunnan.
Komu allar kistufjalirnar upp úr gröfinni að mig
minnir lítið fúnar og tveir járnhringar sinn úr hvorum
gafli. Af beinum komu upp leggir aliir heillegir, eitt-
hvað af hryggbeinum og höfuðkúpa, tanngarður og
kjálkabein. Einn forláta hnappur eða prjónn og ein
rauð vaðmálsbót. Svarta hárið sást nú ekki og föt öll
eyðilögð nema þessi eina bót, á þessum árum sem liðin
voru frá því að kistan fannst í fyrra skiptið.
Það sýndist okkur eftir leggjalengd að dæma að Sol-
veig mundi hafa verið fremur lág vexti. Tennur voru
allar óskemmdar, sýndust mundu hafa verið traustar og
fallegar. Svo ég hygg að þær hafi verið betri og ásjá-
legri en nú gerist hjá fulltíða fólki.
Bárum við beinin í kassa inn í kirkjuna á Miklabæ
um kvöldið ásamt moldarleifum með smábeinum í öðr-
um kassa og kistufjalirnar. Fór heimilisfólkið með út
í kirkjuna, og sálmur var sunginn í kirkjunni þegar
beinin voru borin inn.
Kistulagning á beinunum og grafartekt t Glaumbæ.
Þegar þessum beinagreftri var lokið fór Zophonías
heim, suður til Reykjavíkur. Hafði hann ekki tíma til
að dvelja hér lengur. Var hann vel ánægður með ár-
angurinn. Bað hann mig áður en hann fór að taka gröf
fyrir Solveigu í kirkjugarðinum í Glaumbæ. Það væri
ekki sama hvar sú gröf væri tekin í Glaumbæjarkirkju-
garði, en mér yrði gerð einhver vísbending með það
þegar að því kæmi.
Skildist mér helst að hann áliti að hún vildi hvíla
þarna nálægt einhverjum ættingja. Tók ég að mér að
sjá um þessa grafartekt, með því skilorði að ég yrði
látinn vita hvar ég ætti að taka gröfina.
Séra Lárus prestur á Miklabæ lét smíða mjög laglega
kistu fyrir beinin, gömlu kistufjalirnar og moldina sem
fylgdi smábeinunum. Var ég við kistulagninguna ásamt
þó nokkuð mörgu fólki úr nágrenninu. Var sálmur
sunginn bæði fyrir og eftir.
Kom ég öllum beinum Solveigar fyrir í þessari nýju
kistu hennar. Voru gömlu kistufjalirnar og moldin
með smábeinunum látin fylgja með í kistuna. Raðaði
ég beinunum sem réttast eftir því sem maður hugði
þau eiga vera í mannlegum líkama.
Ég fékk Stefán Jónsson bónda á Höskuldsstöðum
mér til aðstoðar, við grafartektina í Glaumbæjargarð-
inum. Minnir mig að hann dreymdi þau Solveigu, séra
Odd og Guðrúnu konu hans nóttina áður en ég bað
hann að fara með mér til grafartektarinnar. Mér var
það nokkurt áhyggjuefni að vita ekki hvar við ættum að
taka gröfina í Glaumbæjarkirkjugarði því ég fékk
engin skeyti frá Zophoníasi um það. En nóttina áður
en við fórum dreymdi mig að ég var kominn yfir að
Glaumbæ og sá opna gröf í kirkjugarðinum þar skammt
frá austurvegg norðan við miðjan garð.
Við Stefán fórum árla á laugardagsmorguninn næsta
fyrir sunnudaginn sem framkvæma skyldi flutning
beina Solveigar, til grafartektarinnar.
Þegar að Glaumbæ kom var okkur bent á hvort ekki
mundi réttast að taka gröfina nálægt gröf séra Gísla
Oddssonar prests sem hvílir rétt innan við sáluhliðið í
Glaumbæjarkirkjugarði. Mér sýndist réttara að fara
eftir því sem ég sá opnu gröfina í draumnum, því þar
var að sjá góður staður fyrir gröfina, og varð það úr,
þar tókum við gröfina.
Sunnudaginn næsta á eftir var haldin minningarat-
höfn í kirkjunni á Miklabæ yfir kistu Solveigar. Hélt
séra Lárus Arnórsson prestur á Miklabæ þar hlýja og
góða ræðu. Bað hann Solveigu þar ágætra bæna. Voru
þar sálmar sungnir bæði fyrir og eftir minningaræðu
prestsips. Síðan var kistan flutt til Glaumbæjar, og fóru
þó nokkuð margir í fylgd með þangað.
Þegar yfir að Glaumbæ kom var margt fólk saman-
komið til að vera viðstatt þessa sérstæðu athöfn. Bár-
um við kistuna í kirkju í Glaumbæ. Sálmar voru sungn-
ir og flutti séra Lárus aftur ræðu og hlýjar bænir. Er
ég þess fullviss að það hjátrúarmyrkur sem umlukti
Framhald á bls. 263
252 Heima er bezt