Heima er bezt - 01.08.1977, Page 15

Heima er bezt - 01.08.1977, Page 15
um, að folaldið myndi líkjast móður, væri hún leidd út í vatn, undireins og hún hafði fyljazt, og hrædd með því að kasta t. d. steini í vatnið, meðan hún horfði á spegilmynd sína. Hann getur þess, að gripið hafi verið til þessarar aðferðar í ýmsum héruðum Svíþjóðar, m. a. í Ránríki, á 20. öld. Á Vermalandi varð til einkennileg þjóðtrú af leifum þessara munnmæla, sem ruglað hefur verið saman við munnmæli um nykurinn. Hann er vatnavættur, sem eftir sænskri þjóðtrú átti að búa í nágrenni stöðuvatna og áa. Oftast var hann ósýnilegur, en birtist stundum í mynd manns eða hests. Sæi merin nykurinn innan sex mánaða, eftir að hún hafði fyljazt, þá yrði folaldið skjótt. íslenzk munnmæli á þessu sviði þjóðtrúarinnar eiga við spár fremur en tilraunir til að hafa áhrif á hryssur og afkvæmi þeirra. Borgfirðingur, f. 1899, er ólst upp í Lundarreykjadal, heyrði sem strákur gamalt fólk segja frá, að telja mætti hryssu fylfulla, væri hún með sveip í náranum eftir veturnætur. í sumum tilvikum getur sveipur í náranum verið afleiðing af því, að búkur hryssunnar fer að síga eftir sex til sjö mánaða skeið. í þessu sambandi segir B. Holtsmark frá því, að ekki sé hægt að komast að því með vissu, hvort hryssa er fylfull, fyrr en á sjötta til sjöunda mánuði, þegar fósturhreyfingarnar fara að gera vart við sig, og eftir að búkur merarinnar fer að síga og hreyfingar hennar verða þyngri. Á Norðurlandi var til þjóðtrú, sem, að því er ég veit, er ekki minnzt á annars staðar á Norðurlöndum. Sumir Norðlendingar töldu, að hægt væri, ekki aðeins að komast að því, hvort hryssa væri fylfull, heldur einn- ig að fá vitneskju um lit fylsins með því að skoða upp í góm á henni. Karólína Einarsdóttir skrifaði upp tvær sagnir um þetta, sem hljóða á þessa leið: Úr Svarfaðardal Afi sagði, að ætti að skoða upp í góm á fylfullum hryss- um — væri gómfyllan ljósari en vanalega, yrði folaldið ljóst, en væri hún dekkri, yrði það dökkt, jarpt, brúnt eða rautt. En væri fyllan skellótt, yrði folaldið skjótt. Þetta sagði afa gamall maður, sem fór mikið með hesta. Og afi minn var fæddur 1850. Þessi gamli maður kom til afa einu sinni. Afi átti fylfulla hryssu. Gesturinn sagði, að hún gengi með skjótt folald, eftir að hann hafði skoðað uppi hana — sagði afa frá þessari trú. Hryssan kastaði skjóttu folaldi. Frá Sauðárkróki Faðir minn keypti eitt sinn hryssu til afsláttar af Bimi Stefánssyni í Beingarði í Hegranesi. Björn kemur með hryssuna um haustið, og hryssa er leidd á blóðvöll. En pabbi lítur upp í hryssuna, áður en hún er skotin, og spyr, hvort hann viti, að hryssan sé fylfull. En Bjöm aftók það í alla staði — hún hefði ekki komizt til neins fola. En pabbi segir, að hryssan sé fylfull — „og ég get sagt þér annað meira. Folaldið er ekki einlitt.“ Björn vildi ekki heyra þetta og sagði, að ætti að skjóta hryss- una tafarlaust. Það var gert og hryssan birkt. Þá kom í ljós, að það var blesóttur hestur innan í henni. Ég man Stóðhópur fyrir neðan Grímstungu. Ljósmynd: Þorsteinn Jósepsson. vel eftir þessu og mest af því, að Bjöm gamli henti sér niður yfir hryssuskrokkinn hágrátandi — en ég hafði aldrei áður séð fullorðinn mann gráta. Ég veit ekki, hvernig pabbi sá þetta, nema hann leit í efri góminn á hryssunni. Þegar folaldið reyndist hafa þann lit eða þau merki, sem spáð hafði verið, mun það hafa verið einber tilvilj- un. Samt sem áður er það ekki alveg út í bláinn, að sumir menn hefðu getað komizt að því, hvort hryssa væri fylfull, með því að skoða upp í góminn, þó að mikið hafi eflaust verið ofsagt af því. S. Sisson getur þess, að þótt gómurinn sé yfirleitt með ljósrauðum lit, geti hann verið að nokkru leyti ljósari eða dekkri. Gert D. Espersen prófessor hefur sagt mér, að stundum beri við, að fylfullar hryssur þjáist af blóðskorti, og þegar svo er, geti það ef til vill valdið því, að gómfyllan verði Ijósari en eðlilegt er. Tilraunir til að ákveða eða spá um kyn fóstursins munu hafa verið jafngamlar tilraunum til að hafa áhrif á lit og einkenni þess. Þetta svið þjóðtrúarinnar er þó margbrotnara en hitt, og tengsl ástæðunnar og árangurs- ins eru ekki ætíð beinlínis greinileg. Á V-Gautlandi t. d. hefur verið skrifað upp það ráð, að til þess að fá mer- folald ætti að leggja skæri á þröskuld hesthússins, áður en farið væri inn með merina, eftir að henni hefði verið haldið. Meðal annarra hvassra verkfæra og verkfæra með oddi, sem búin voru til úr stáli, voru skæri talin örugg vernd gegn göldrum og óhreinum öndum. Heima er bezt 255

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.