Heima er bezt - 01.08.1977, Síða 16
Þetta ráð verður skiljanlegt í ljósi sagnar, sem skrif-
uð hefur verið upp á Gotlandi um bónda nokkurn, sem
hafði aldrei heppnazt að fá merfolald, og kenndi óvini
sínum „Slumbra-Bulen“ um þetta. „Man kunde ju sá
mvcket pá den tiden“.
Erfitt er að átta sig á, hvaða hugsun hefur legið til
grundvallar hinni dönsku þjóðtrú, að snúa setti merinni
móti sólinni, þegar henni var haldið, til að fá merfolald
nema að henni hafi verið ruglað saman við ráð til að fá
blesótt folald, sem getið er um hér framar.
Stundum er um að ræða einstök frávik frá almennri
hugsun, eins og þá hjátrú á Vermalandi, sem Heurgren
segir frá, að ef óskað væri eftir hestfolaldi, ætti að halda
merinni, þegar vindurinn væri að norðan. f Danmörku
var talað um vestanvindinn í þessu sambandi, og er það
líkara eldri munnmælum, enda þótt atriði hafi týnzt.
í suðurlöndum er vestanvindurinn tákn vortíðar og
frjósemi, og allt frá tíma Hómers hafa grískir og róm-
verskir höfundar og skáld sagt frá honum, að hann fylj-
aði hryssur, sem köstuðu síðan folöldum, sem urðu afar
frá á fæti. Ilíonskviða XVI, 148—154, í þýðingu Svein-
bjarnar Egilssonar hljóðar þannig:
Að boði hans leiddi Atómedon hina fráu hesta undir ok-
ið, þá Bleik og Skjóna; þeir flugu sem vindur; þá hesta
hafði alið sviptnomin Snarfæta við Vestanvindinum,
þegar hún var á beit á engi nokkuru fram með Okeans-
straumi.
Plinius, segir frá því, að slík folöld séu spretthörð,
en lifi ekki lengur en þrjú ár.
Allflest norræn munnmæli um ákvörðun og spár um
kyn fóstursins eru af líkingargöldrum sprottin. Orsjald-
an er þó samlíking kynjanna eins greinileg og sést á
eftirfarandi sögn: „Til þess að fá merfolald á kvenmað-
ur að taka ofan fyrsta hlass af heyi, sem merin dregur,
eftir að hún hefur fyljazt“. Oftar er um táknmyndir
að ræða.
Það hefur verið almenn þjóðtrú, að halda ætti mer-
inni eftir fullt tungl til að fá merfolald, en eftir nýtt
tungl til að fá hest. Hefur vaxandi tungl ef til vill verið
frumstæðum mönnum táknmynd um reðurspenni og
karlmennsku jafnvel og um frjósemi og vöxt? Tíðast
var ráðlagt að halda merinni þrjá daga eftir nýtt tungl
til að fá hestfolald, en sumir héldu því fram, að væri
henni haldið við fullt tungl, yrði folaldið sterkara.
Á Morsey í Limafirði var áherzla lögð á það allt fram
á 20. öld, að sá, er ætlaði að halda meri undir fola og
vildi fá hestfolald, yrði að vera með hatt, enda er hatt-
ur táknrænn fyrir karlmennsku.
Heurgren getur þess, og hefur hann sennilega haft
það eftir Magnúsi Einarssyni, að íslenzk trú hefði verið
á, að járna ætti merina með stálsköflum og halda henni
undir fola við stangabeizli úr járni, væri óskað eftir
hestfolaldi. Ég kannast ekki við, að það hafi verið ís-
lenzk þjóðtrú frá öðrum heimildum en Heurgren. Al-
gengara var á íslandi að telja stálskeifur fangvörn fyrir
hryssur. Vera má, að skaflar úr stáli og stangabeizli úr
járni hafi verið talin táknmyndir um karlmannlegan
styrk, en sú þjóðtrú getur varla verið eldri en frá
tímabilinu 1300—1700, af því að á söguöld var ekki
ennþá farið að nota stangabeizli hérlendis.
Eftir sögnum Borgfirðinga og Skagfirðinga var því
veitt athygli, hvort fylfull meri drakk á móti straumi
eða undan straumi. Tákn styrks og óstyrks er alveg
greinilegt. Drykki hún á móti straumi, var það fyrir-
boði hestfolalds, en undan straumi, merfolalds.
Víðs vegar um heim er munnmæli að finna, sem
tengja hægri hlið við karlkynið og vinstri hlið við kven-
kynið, og eiga rætur að rekja til þess, að á allflestum
mönnum er hægri hönd sterkari en hin vinstri. Margar
eru þær þjóðvenjur, sem frá þessu eru runnar. Nefna
má t. d. skiptingu karla og kvenna í kirkju í gamla daga.
Hér á landi var yfirleitt talið, að lægi fylið hægra meg-
in, væri það hestur, en lægi það vinstra megin, merfolald.
í Vestmannalandi í Svíþjóð var því veitt athygli, hvort
merin lá á hægri eða vinstri hlið, og í Danmörku til
hvorrar hliðar folinn fór af merinni. Plinius, nefnir þessa
þjóðtrú í sambandi við nautgripi.
Matthiessen getur þess, að tengsli hægri—vinstri við
kyn afkvæmisins hafi verið lækniskenningForn-Grikkja,
Indverja og Róinverja og einnig þekkt frá ónumatíð í
Tibet. Stanislas Prato segir frá syni Brahmans, er tók
eftir sporum nokkrum á veginum. Hann spurði Jivaka
prins hinn fróða, hvaða dýr hefði gert sporin. Jivaka
mælti: „Það eru spor eftir fíl, þó ekki eftir karlfíl, held-
ur kvenfíl, sem gengur með karlfóstri.“ Þegar hinn
ungi maður spurði hann, á hvaða hátt hann hefði komizt
að því, svaraði Jivaka: „Af því að dýrið hefur troðið
jörðina dýpara á hægri en á vinstri hlið.“
Matthiessen getur og þess, að á því herrans ári 1925
hafi birzt bók, 141 blaðsíður á lengd, Sex at Choice (Að
ráða kynferði), London 1925, eftir lafði Cicely Grace
Erskine, þar sem þessi kenning er rædd í fullri alvöru.
Grundvöllur bókarinnar á að vera m. a. reynsla lafði
Cicely Grace í 25 ára hjónabandi!
256 Heima er bezt