Heima er bezt - 01.08.1977, Síða 23
Mér voru þessi uppeldissystkini mín kær. Það var
oft mikill gleðskapur á Hvalness-heimilunum, og mesti
myndarbragur á öllu. Systurnar voru vel liðtækar, þeg-
ar þær komu til að setja með okkur bátinn frá sjó. Það
var oft erfitt sátur upp malarkambinn, en þá lyfti Ein-
ar vel undir skutinn. Var þá auðséð, að þar voru kraft-
ar í kögglum.
Þegar Einar hætti búskap, setti hann upp verzlun á
Hornafirði, og er þjóðkunnur maður.
Það mun hafa verið um aldamótin 1900, að ég fór
að veita fólki eftirtekt. Þá voru allir eldri menn með
alskegg, og fannst mér þeir vera svo virðulegir, og
vanalega hirtu þeir vel skeggið. Nú sést enginn hér
með alskegg. Og nú sjást fáar konur með fallegar hár-
fléttur. Þær voru svo tignarlegar rneð fallegu flétturn-
ar niður á mitti. Nú láta konurnar klippa hárið.
Ekki var fólkið almennt mikið menntað um alda-
mótin á nútíma vísu. Dæturnar lærðu af mæðrum sín-
um búhyggni og áhuga á búskapnum. Það er vanda-
samt verk að vera góð húsmóðir og útsjónarsöm.
Bændurnir kenndu sonum sínum búskaparhætti.
Kvöldvökurnar voru ánægjulegar og notadrjúgar. Allir
voru komnir inn frá útiverkum og sátu nú saman í bað-
stofunni, allt hcimilisfólkið, hver að sinni vinnu. Og
hlýr heimilisbragur ríkti í hvívetna. Kvenfólkið vann
að tóvinu, sumir karlmannanna riðuðu silunganet, en
aðrir kembdu eða ófu. Mér fannst ætíð svo gott að
sofna við rokkhljóðið. Ég las stöðugt upphátt á kvöld-
in, og fólkið vildi alltaf heyra meira, væri sagan
skemmtileg. Þetta voru ánægjustundir fólksins.
Sveitalífið er heilbrigt og skemmtilegt, og hvað er
skemmtilegra en að búa á fallegri og vel hýstri jörð
með kátu og glaðværu fólki! — Göturáp og lélegar bíó-
myndir eru ekki göfgandi, en allmikið er þó um þetta
í kaupstöðunum, og ýmislegt annað enn verra. Það er
mikill vandi að lifa vel og breyta rétt og vera reglu-
samur og viðmótsgóður.
Oft var ég á ferð yfir Lónsheiði, enda þurfti alloft
að fylgja mönnum yfir heiðina, bæði á vetrum og
sumri. Og ekki var krafist launa fyrir þær ferðir. Oft
var ég einn á ferð yfir heiðina í náttmyrkri og vond-
um veðrum. En ég var alltaf heimfús og gott að koma
heim. Einu sinni tapaði ég tveimur hestum klyfjuðum
í svo svörtu náttmyrkri, að ég sá ekki veginn. Mér var
heldur órótt. En er ég var nýkominn heim, komu bless-
aðir klárarnir mínir með klyfjarnar, og þá var ég feg-
inn. Og allt er gott, þegar endirinn er góður.
Lokaorð.
Ég fluttist til Hornafjarðar árið 1950. Þá fluttist
þangað fólkið frá Svínhólum. Fannst mér þá, að ég
yrði að fylgjast með því, þótt mér þætti leitt að yfir-
gefa æskustöðvarnar, vini mína og kunningja og mína
fögru sveit, og þá ekki sízt blessaðar skepnurnar, sem
höfðu veitt mér svo marga ánægjustund.
Þetta er engin ævisaga, heldur aðeins sundurlausir
smáþættir og brot úr endurminningum mínum. Og
þegar ég er nú orðinn sjötugur að aldri, fór ég að gamni
mínu að rifja þetta upp fyrir mér. Nú eru margir sam-
ferðamanna minna horfnir yfir landamærin. En alltaf
þrái ég dalinn minn, þar sem ég sat yfir ánum forðum.
Ég yndi fann í fögrum dal
við fossanið í gljúfrasal,
þar töfrakrafti kvað hann rótt. —
Nú kveð ég dalinn: — Góða nótt.
(Skráð 1968).
BRÉFASKIPTl
Rósa Kolbrún Ástvaldsdóttir, Brekkugötu 38, Þingeyri 470,
óskar eftir að skrifast á við stelpur og stráka á aldrinum 12—14
ára.
Tvær konur í Svíþjóð hafa skrifað blaðinu og láta báðar í ljós
mikinn áhuga á að komast í bréfasamband við fólk á fslandi.
Fru Kerstin Hákansson
Söndraby 7586
S- 264 00 Klippan
Sverige
Frú Hákansson segir: „Mina intressen ár almánna."
Fru Maj-Britt Ragnarsson
Pl. 7620 Söndraby
264 00 Klippan
Sweden
Frú Ragnarsson segir: „Mina intressen ár: almánna Hobbies:
Nykort og frimárken. Det gár bra att skriva pá engelska.“
Hinsta hvíla Miklabæjar-Solveigar
Frambald af bls. 252 -------------------------
minningu Solveigar hefur rokið burt og tvístrast þenn-
an dag. Solveig verið séð í öðru ljósi. Var þessi athöfn
öll hin virðulegasta í báðum kirkjunum.
„Fær hún sinni svalað þrá
sagnir herma í skeytum,
er hún finnur ylinn frá
andans vermireitum“.
Ó. J.
Vísu þessa orti Ólína Jónasdóttir skáldkona við þetta
tækifæri.
Heima er bezt
263