Heima er bezt - 01.08.1977, Page 25
KVENSKÖRUNGAR FYRRI TÍMA. (Brot).
Bergþóra.
Fyrst á blaði Bergþóra
byggir hlaðið sæmda.
Hin líttheflaða, lundstóra,
létt fær staðist dómana.
Fræg, af tryggð og trúnaði,
traust upp byggði heimili.
Engum lygðir ... ætlaði.
Oft þó hryggði stórlyndi.
Þrnt-fmikil, oft þver í lund,
þráði yl, á raunastund.
1 oiansDyl gat auðargrund
það átti til.... Sitt skráða pund.
Inni brann, sinn unað fann
í að kanna trúnað þann.
Elskaði svanni eiginmann....
Einnig hann þar sigur vann.
Hallgerður Höskuldsdóttir.
Hallgerðar ég helzt vil finna hyggjusetur.
Á hana finnst mér halla saga.
Harða lundu bar, óraga.
í æsku var hún illa flæmd, af æskuslóðum....
í áþján dæmd, og friði flegin
fáranlega,... öllum-megin.
Fimmtán ára fékk á ’herðar foraðsdóminn.
Féll af henni leiftur-ljóminn
og líka mesti heilla-sóminn.
Hefði í náðum notið Glúms á nægta-beði...
Neikvæð öflin undan látið.
Unga konan minna grátið.
Harkan kom og hatrið með, sá heiftar-eldur
— Hallgerður drakk beiskan bikar.
Breyska lundin staðnar,. hikar.
Ýmsum varð til óþurftar, á ævi-vegi.
Öllum virtist heillum horfin.
hennar sæmdin burtu sorfin....
Hallgerði ég heilla bið, og hennar minnist
hugur minn,.. í ljóði og letri
lýsi,... í þínu hyggjusetri.
SÖGUÖLDIN (hinir forvitru).
Brot.
Fyrst ég greini Gesti frá,
greindur, bjó í Haga.
Forvitri, var sagður sá,
sína um ævidaga.
Drauma réði dulrúna,
dularmálin, Gestur.
Um framtíð fögru Guðrúnar
fannst á enginn brestur.
Guðrún tjáði. — Mikið má
mína um ævidaga,
hvað örlögin mig eiga að þjá.
Ógnar mér þín saga.
Ólafssyni, Gestur greitt
greindi rétt, með nafni.
Enginn sagt, hann náð í neitt
er nægði slíku safni.
Spakur, inn á óséð lönd
eygði, blóðga fárið. —
Hroll að setti, hrökk við önd,
hrundi angurstárið.
GRETTIR STERKI ÁSMUNDARSON.
Hans var ævin örvum stungin.
Illar vættir stigu dans....
Rammur haturs-söngur sunginn,
sálgaði lífi fullhugans.
Forvitringur fyrirbærið,
fomeskjunnar hatur sá.
Sig dauðahöggi hitti, í lærið.
Hafði rætzt, ’in fyrri spá.
„Þú hefur tvisvar bann mitt brotið,
bitran heyr nú spádóm minn. —
Senn þitt aflið einnig þrotið
ef nú bregzt, ... í þriðja sinn.“
Þó fór svo er fyrir sagði
fullhuginn, .. um þessa raun.
Dauðinn kom, með beisku bragði.
Bitur, Þorbjörns svika-laun.
Margar fleiri forvitringa
fyrir-spár, á þessa lund.
Þó gat enginn íslendinga
umflúið, ... sína dauðastund.
Heima er bezt