Heima er bezt - 01.08.1977, Page 26

Heima er bezt - 01.08.1977, Page 26
Ef trúa má ýmsum blaðaumsögnum og ummælum frá nítjándu öld, hefur söngur íslendinga verið all kynd- ugur, svo ekki sé meira sagt. Einkum er það þó kirkju- söngurinn sem fær harða dóma, sagður „líkari útburð- arveini en lofsöng siðaðra manna“. Minna er rætt um veraldlega sönginn. Má þó ætla að skrykkjóttur hafi hann verið á gleðimótum, a. m. k. þar sem sterkar veig- ar voru hafðar um hönd, en sennilega hafa menn ekki verið nándar nærri eins uppnæmir fyrir slíku eins og þegar lofsyngja skyldi guð sinn í guðshúsum. En hvort sem landinn hefur nú sungið eins hroðalega og ýmsir fyrri tíma smekkmenn á söng vilja vera láta, laðar margur „söngdómurinn fram bros á vör hjá nútíma- manni sem gluggar í þá. í blaðinu Norðanfara sem kom út á Akureyri á árunum 1862—1885 var þetta eitt sinn sagt um söng í kirkjum m. a.: „... Það er alloft svo í kirkjum, að það er ekki nóg með það, að sinn hefir eiginlega hvert lagið, eða lagmyndina, að nokkru leyti frábrugðið, hver upp á sinn hátt, heldur og kepp- ist stundum hver fram yfir annan, svo einn eða tveir eða svo eru lengst á undan, en forsöngvarinn sjálfur þó, ætla ég, sjaldnast í þeirra tölu; nú, þeir stökkva fram yfir hann, þrátt fyrir hans þakk, rétt eins og í veð- hlaupi....“ í blaðinu Norðlingi sem einnig var gefið út á Ak- ureyri á árunum 1875—1882 mátti lesa þetta m. a.: „... Það er óheyrilegt hvernig menn, sem annars hafa ekki afleit hljóð, afskræma þau með alls konar hnykkj- um og rykkjum og dillandi viðhöfn ... Það er reglu- legt hneyksli að heyra hvernig söngurinn fer víða fram í kirkjunum. Þar er einatt sálmalagið sungið ramm- skakkt og skælt. Sumir eru á undan í versinu, sumir á eftir, sumir streytast við að belja sem barkinn þolir og hafa langar lotur, en þó tekur út yfir þegar einhver, sem hyggst hafa meiri og merkilegri hljóð en hinir, rekur upp gól með glymjandi rödd sem kallað er að fara í tvísöng....“ En svo sem nútímamanni þykir þetta furðuleg lýsing á kirkjusöng forfeðranna, er þó enn kyndugri frásögn Jónasar Hallgrímssonar skálds á messu í kirkju einni og örlögum forsöngvarans. Lýsingu Jónasar má flokka undir harmskop, þótt ég dragi það í efa að margir sam- ferðamanna hans hafi tekið henni með bros á VÖr Og viljað nefna hann „listaskáldið góða“. ÞORKELL ÞUNNI Friðar biðjum Þorkeli þunna, þagnar er hann sestur við brunna; óskemmtileg ævi mun vera ekkert sér til frægðar gera. Fyrrum hann í söngmanna sessi sagt er gæti tekið á vessi: há-beljandi glumdi við gleði, golufylltur naumast sér réði. Uppstigningar æðstum á degi engin von er söngmaður þegi. Hermdu, Bragi, höfðingi ljóða! hvernig gekk þá „skrímslinu góða“? Að er komið útgöngusálmi; — eins var það sem gneistar í hálmi, þegar rauðum þeytir upp glóðum: Þorkell verður allur að hljóðum. Hausinn upp að kórstaf hann keyrir, kúgast, svo úr nefinu dreyrir, úr sér másar óskaparoku, álíkt dimmri leirhverastroku. Eins og þegar flugdrekar forðum fleyttu um loftið glóandi sporðum, skyggðu fyrir sólina sælu, sátu menn í gjörningabrælu. — Svo var inni í kórnum að kalla; kreppist hý á öldruðum skalla; sumir hættu sjálfir að drynja, sumir fóru að emja og stynja. Allir snéru augum frá jörðu, upp í rjáfrið grátandi störðu; skalf og sveigðist þakið út þanda Þorkels fyrir losnuðum anda. Geggjast allur goðsorða lestur, á grátunum tvístígur prestur, hleypur nú í hempuna vindi, hrökkur út úr kirkjunni í skyndi. 266 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.