Heima er bezt - 01.08.1977, Page 28

Heima er bezt - 01.08.1977, Page 28
ÍSLENSK STÚLKA ERLENDIS Hún gengur ein við unnarströnd ung, en nokkuð fá, ljós á brá, en hvít á hönd og húð, með fötin blá. Hún gengur hægt og hugsar margt, við hafið er golan svöl, og hverflynd báran hverfist vart, en hnígur að smárri möl. Hér þykir manni, að þar sé kalt, en það varð mér við geð, hér svíkur líka sólin allt, sem að hún lífga réð. Ég bið ég fái brátt að sjá blessaðan dalinn minn, og silfurtæra silungsá og svala jökulinn. Þar hef ég unað ung og smá, unað við skauta og svell, skaflana mína og skíðin frá, — ég skemmdist ef ég féll. — Ég skemmti mér þá. Er skemmtun hér í skvaldri gleði fjær, þar sem að enginn ann þó mér, en allt með fláttskap hlær? Ég var svo sæl, já, ég var góð við jökulbrjóstið þitt, og heima fyrstum ástaróð opnaðist hjarta mitt; ég gleymi því ei, því ástarmál aldrei fegra var, og hvergi elskar saklaus sál með sælu meiri en þar. Ég vil líða um lög og geim, ó, löngun mín er sterk. Vindur min, ljáðu mér vængi heim, það væri kærleiksverk. Hvort sem ég brosi, harma’ eða hlæ, er hugur minn ávallt þar, og varpaði ég mér í votan sæ ég veit mig ræki þar. Raunir mínar út af Frænkmmm eftir Halldór Helga- son höfðu vart komið fyrir augu lesenda þegar einn hringdi til mín frá Selfossi og sagði mér hvar þær væri að finna. Því miður fór nafn þessa ágæta manns fram hjá mér í símanum en þakkir mínar fær hann. Kvæði þetta birtist í Búnaðarritinu 1924. FRÆNKURNAR I. Hún Ranka á Reykjanesi var rjóð eins og blóm í eggi, og hefði þolað að þramma og þjarka í vinnu-hreggi; en hvort henni fanst ekki „fínna“ að fljúga um heima og geima á vængjum sem „pabbi“ ’enni veitti með verkunum sínum heima. Það stóð til að kóngurinn kæmi. — Hún keypti sér gull á barminn og sóllita silkikjóla og silfurfestar um arminn, og hatt sem tók heila alin í húsrúmi — þvílík gæði! og stígvél með hæðar-hælum — svo himninum nær hún stæði! í algengum íslenskum klæðum var óhæfa kóngi að mæta, og dæmalaust vitlaust að vera sem virðuleg heimasæta. Því hann mundi, eins og ýmsir, að umbúða-prýðinni hyggja, en ekkert á innihaldi né eðliskostunum byggja. En kóngurinn gat ekki komið. — og kjólarnir máttu’ ekki fúna, og gullið það þurfti að glóa svo gæfi það piltum trúna, og eins þurfti’ að hafa hattinn svo hégómaskapurinn sæi þó eitthvað sem hátt sér hreykti og heldur í meira lagi. Hún klæddist í viðhafnar-klæðin, þótt kóngurinn ekki sæi, og undi sér úti á torgum í allskonar göturagi. Þar hjalaði’ hún dátt með hlátrum og heyrðist segja: „hver skrattinn!" er eitthvað var vont í veðri — því vindurinn stóð í hattinn. 268 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.