Heima er bezt - 01.08.1977, Page 29

Heima er bezt - 01.08.1977, Page 29
II. Hún Sigga í Sunnufelli var sumarsins barn í anda og leikandi létt í spori og lagin til munns og handa. Hún hirti og fágaði húsin og hjálpaði pabba’ og mömmu, hún stóð við búverk í búri og bjó um gömlu ömmu. Hún spann og hún vann til vefjar á vetrardögunum löngum, er pabbi’ hennar fór að fénu með frosið skegg á vöngum. Hún leit eftir lambfé á vori og líknaði þyrstum munnum. Hún hlustaði’ á þrasta-hörpur er hljómuðu’ í grænum runnum. Hún ræktaði teig í túni svo tígin og frjáls í verki, og sagði það væri sæla að sýna þar iðjumerki. Hún söng út í sumardaginn með sigurrómi hvellum, en árdísin endurkvað ljóðin í öllum gnípum og fellum. Að heykapnum gekk hún með hreysti og hlífði sér ekki í neinu. Hún bergði á lífsins lindum úr loftinu sumar-hreinu. — Hún þroskaði vit og vilja í verki með pabba’ og mömmu, og kynnti sér réttu rökin með reynslunni hennar ömmu. Það stóð til að kóngurinn kæmi. — Hún kastaði dreifinni saman og rifjaði áður en rigndi. — Hún roðnaði nokkuð í framan: „Ja, kannske ég heiti á kónginn, ef kemst þetta grænt í hlöðu, og lætur hann sveitina sjá sig, að sýna’ honum fallega töðu“. III. Af frænkunum er þú fréttir þá flýgur þér margt í huga, og svo getur farið að seinast segi þér einhver fluga: „Ja — þegar sá kóngurinn kemur er krefur inn hinsta skattinn, þá réttir hún Sigga fram rósir — en Ranka setur upp hattinn“. Fleiri ljóð birtast þá ekki að sinni. — Kær kveðja. E. E. ÞORSTEINN BJÖRNSSON FRÁ MIKLABÆ: Hugleiðingar við Austurvatnabrú í Skagafirði „Þið þekkið fold með blíðri brá....“ Öll ból byggð. Nú er sú dæmalausasta vorblíða sem best má verða. Enda eru blessaðir sumarfuglarnir snemma á ferð hing- að á norðurhjarann, til að búa út hreiðrin fyrir varp- tímann. Maríerluhjón komin fyrir nokkru, sem áreiðan- lega verpa hér mjög í nánd við skálann okkar. Þær vappa hér á hlaði alla daga, með sinn blíðróma dillandi söng. Spóahjón spígspora vellandi í brautarkantinum vestan við hliðið. Þar verpa þau á hverju sumri. Heið- lóuhjón eru á lækjarbakka hér syðra, þar sem við tók- um drykkjarvatn í gamla daga. Sandlóur eru komnar á sandeyrina hér sunnan við, þar sem við tökum nú neysluvatn. Allt er morandi af stelk og kríu. Skraut- búnar endur synda í hverju viki Héraðsvatna. Æðurin syndir vonglöð frameftir á móti straumi Vatnanna á vit varphólmanna hér fyrir framan. Álftir eru að búa hreiður sín á eylendinu hér beint á móti skálaglugg- anum okkar á vesturstafni. Óðinshanarnir eru aðeins ókomnir á tjarnarpollinn sinn hér við skálann. Þeirra er skammt að bíða. Randafluga flaug hér inn. Annari sneri ég við í skála- dyrunum. Þá sem inn flaug tók ég í bolla og bar hana út. Býst við að þær hafi viljað búa hér inni hjá okkur. Það fer ætíð hrollur um mig ef ég er í nánd við þær. Mér þótti leitt að vera svona ógestrisinn við flugu- tetrið, en það var ekki um gott að gjöra með það. Von- ast eftir að hún hafi komist ómeidd úr mínum höndum, hún flaug frjálslega sinn veg. „Vorið er komið og grundirnar gróa.“ Túnin eru orðin fagurgræn. Sést þónokkur grænn Ut- ur um úthagann, í valllendi og móabörðum. Brautar- kanturinn að verða skrúðgrænn. Bráðum koma sumar- blómin, sóleyjar, fíflar og fjólur og allt blómskrautið á jörðina. Mikill er máttur vors og sólar að vekja allt til lífs úr vetrardrómanum. Ó þú unaðslega blessaða vor. „Nóttlaus voraldar veröld/þar sem víðsýnið skín.“ „Suður til heiða frá sæbotni skáhöllum/sólheimur ljóm- andi varðaður bláfjöllum“, mælir Stefán G. skáld. „Vor- blómin sem þú vekur öll/vonfögur nú um dali og fjöll/ hafblá alda og himinskin/hafa mig lengi átt að vin“, segir Jónas Hallgrímsson. Mér eru þessar ljóðlínur mjög ofarlega í huga, á þessu dýrðlega vorkvöldi við „Áusturvatnabrú“. Lofum almáttugan Guð fyrir að lofa okkur hjónum að njóta hér vors og sólar við starf. Aldrei er svo þögult, né einveran svo löng að ekki hlýni skapið við már.'etlunnar söng. Heima er bezt 269

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.