Heima er bezt - 01.08.1977, Page 30

Heima er bezt - 01.08.1977, Page 30
ÞÓRARINN E. JÓNSSON PRinSE í úflegú Saga í miðaldastíl 5. HLUTI Prinsessa skýrði konungi frá gangi málsins í stuttu máli. Er hún hafði lokið máli sínu mælti konungur: „Það sýnir sig bezt, að samsæri þetta er þaulhugsað og hefur lengi verið undirbúið. Ekki skulum við samt ætla, að hér láti Grímar hertogi staðar numið. Hann ætlar sér ekki minna en hásætið sjálft og þar með öll yfirráð yfir ríki voru. En svo virðist, sem hulin hönd sé búin að taka í taumana og æðri stjóm segi hingað og ekki lengra. Hér hefur komið nýr maður við sögu. Síðan eru aðeins nokkrar vikur. Atburðarásin hefur verið hröð. Þessi maður, sem ég á hér við, er Bjarnharður prins. Nú skal sagt frá heitstrengingu þeirri, er ég gerði á Hamra- hjalla, svo framt, að ég kæmist lífs af. — Þá strengdi ég þess heit, þar við skör dauðans, er ég sá Bjarnharð prins berjast með slíkum ágætum, að slíkt hafði ég aldrei fyrr augum litið, að hann skyldi verða konungur eftir minn dag. Þessa heitstrengingu gerði ég þó að því tilskildu, að það væri beggja vilji. Nú vil ég fá glögg svör frá þeim aðilum hér á staðnum og það strax. Skal ég svo skýra í heyrenda hljóði frá því, hvers vegna ég krefst svars nú þegar.“ Bjarnharður mælti: „Herra konungur og drottning og aðrir hér, sem á mál mitt hlýðið. Ég festi ást á prinsess- unni, strax í móttökusalnum, er hún rétti mér gjöfina. Þá vissi ég ekki annað en að ég væri alþýðumaður, og ásetti mér að eiga ást mína ásamt minningunni um hana vel geymda í hjarta mínu. Síðan hefur rás atburðanna verið hröð. Ég hef komizt að hinu sanna um ætterni mitt og auðnazt það að vera heyrnarvottur að samtali svikar- anna, sem óafvitandi komu upp um svikaáætlun sína. Við Júlía prinsessa hétum hvort öðru eiginorði, áður en ég fór ásamt Hrólfi vini mínum í leiðangur þann, sem auðnaðist að bjarga lífi yðar, konungur vor og drottning. Ykkar samþykkis var ekki hægt að leita í það sinn, en mér skilst að það sé fengið. Svar mitt er: Ég elska Júlíu prinsessu. Við hana eru mínar fegurstu framtíðarvonir bundnar. Hún ein er drottning hjarta míns. Engin kona önnur. Þetta er játn- ing mín.“ Bjarnharður prins settist, er hann hafði lokið játningu sinni. Júlía prinsessa stóð upp og mælti: „Vor konunglega tign, faðir vor og móðir. Minn vilji í þessu efni er sá, að annað hvort á ég Bjarnharð prins fyrir eiginmann og konung eða engan ella. Hann einn á hjarta mitt. Þetta er svar mitt.“ Júlía prinsessa settist. Konungur mælti: „Ég hef heyrt svar ykkar beggja, Júlía prinsessa og Bjarnharður prins. Þetta er mikill dag- ur bjartra vona og einnig dagur mikils sársauka. Þegar ég kom heim áðan, nauðuglega sloppinn við líf- tjón og drottning mín frá öðru verra, kom í ljós, að meira en helmingur varnarliðsins var flúinn. Með öðrum orð- um: Þeir voru uppvísir að svikum við konung sinn, land og þjóð. Þá blasti við augum mínum tignarsæti Júlíu prinsessu, sem stóð autt. Nú situr hún hér vor á meðal með gleðisvip og geislandi augu. Því maðurinn, sem hún elskar, er mikill maður og drengur góður, liklegur til af- reka á sviði stjórnmála. Á orustuvellinum á hann varla sinn líka. Ást hans á prinsessunni er gagnkvæm. Samkvæmt játningu beggja nær heitstrenging mín fram að ganga. Og vissulega hafið þið, prins og prinsessa, samþykki mitt'og drottningarinnar til þessa ráðahags og blessun okkar beggja þar að auki. Nú kem ég að því atriði, hvers vegna ég fer aftan að siðunum í þessu hjúskaparmáli. Nú eru ekki venjulegir tímar. Voldugur óvinur, slunginn fantur af verstu teg- und glæpamanna, hefur sagt mér stríð á hendur á mjög lævíslegan hátt. Einn voldugur höfðingi í einu nágrannaríki voru, Há- rekur fursti, er dauður. Dauðann hlaut furstinn í vopna- viðskiptum við Bjarnharð prins. En Grímar hertogi er hvorki fangaður né dauður. Á meðan hann er laus og lifandi er um engan frið að ræða. Hann mun sitja í launsátri og brugga þar sín banaráð okkur til handa. Þess vegna krafðist ég opinberlega afstöðu ungu elsk- endanna í þessu máli. Nú getur þú, Bjarnharður prins, sem unnusti og tilvonandi eiginmaður vakað yfir lífi Júlíu prinsessu jafnt á nóttu sem degi án þess að sú ráðabreytni þurfi nokkurn að hneyksla. Minn grunur er líka sá, að eigi muni þess langt að bíða, að þessi fram- sýni mín eigi eftir að bjarga lífi prinsessunnar. Þá sný ég máli mínu til þín, Hrólfur hershöfðingi. Á sama sorgarstaðnum, þar sem margir vaskir menn létu lífið, var önnur heitstrenging unnin en sú, sem ég gat um áðan. Kom þú hér upp að hásætinu, Hrólfur hershöfð- ingi, og tak hér formlega á móti tilskipan þessari frá vorri hendi. Nú bið ég þig, Bjarnharður prins, að koma hingað og framkvæma hér í vorri viðurvist verk, sem þín konung- borna tign gefur þér rétt til. Set þú Hrólf hershöfðingja og vin vorn í embætti samkvæmt siðvenjum vorum.“ Bjarnharður prins reis þegar úr sæti sínu, gekk til Hrólfs, þar sem hann stóð frammi fyrir hásætinu, og mælti: „.Hrólfur Hlöðversson. Eftir konunglegri tilskipan hans hátignar, Manfreðs konungs í Garðaveldi, set ég yður formlega hershöfðingja yfir öllum herafla ríkis vor. Hér í viðurvist konungs fæ ég yður tákn það og skilrfki, sem 270 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.