Heima er bezt - 01.08.1977, Síða 34
verð að bðijast lausnar frá þessu starfi, eftir að þessi
skömm hefur hent mig.“
„Engan veginn, vinur minn,“ mælti prinsinn hlýlega.
„Ég ítreka þá beiðni mína, að þú verðir áfram í varðstöðu
þessari. Minnstu þess, ,að þú ert maður kominn af léttasta
skeiði. Hér áttir þú í baráttu við mann sem er á bezta
aldri og í senn hamrammur og einnig þjálfaður í íþróttum.
Ég hvgg, að þó hafi kraftarnir einir ekki ráðið úrslitum,
heldur hafi hann gripið til óþekktra bragða, sem þú hefur
ekki þekkt svör við.“
„Nú man ég það,“ sagði Björn. „Hann náði í svifting-
unum einhverju taki á mér, sem hafði þau áhrif, að ég
dofnaði upp og féll.“
„Þannig mun það hafa verið. Tak þú aftur glaður við
varðstöðinni. Glataðu ekki sjálfsvirðingu þinni. Minnstu
þess, að í mínum augum ertu sami garpurinn og þú varst
áður, Björn minn. Bezt af öllum mönnum í lífverði kon-
ungs, treysti ég þér til þess að verja prinsessuna fyrir
óvinum hennar."
Áð svo mæltu gekk prinsinn aftur til herbergja móður
sínnar. Þar var allt í sömu skorðum, og þegar hann fór
þaðan prinsessunni til hjálpar. Bjarnharður vék sér að
verðinum og mælti:
„Ég verð hér á verði á meðan. Far þú og segðu foringj-
anum, sem er á verði núna, að senda strax hermenn og
fjarlægja þá, sem hér liggja dauðir. Einn þeirra sýnist
mér vera þjónninn svikuli. Hann losnar þá við að verða
hengdur. Vektu svo þjónustulið ekkjudrottningarinnar.
Það verður að vera búið að afmá öll verksummerki árás-
arinnar, áður en ekkjudrottningin klæðist.
í næsta herbergi var þernan, sem ekki var búin að ná
sér eftir að vakna við það að vera i bófahöndum. Bjarn-
harður vék sér að henni og mælti. „Nú er hættan liðin
hjá. Samt skalt þú vera hérna vakandi á meðan ég fer
inn til móður minnar."
Ekkjudrottningin sat alklædd í setustofu sinni, þegar
prinsinn kom.
„Þú ert alklædd, mamma,“ mælti prisinn, „og virðist
vera furðu róleg. Nú er hættan liðin hjá, í þetta sinn.
Fjóra af þropurunum drap ég. Einn af þeim var svikuli
þjónninn. Tveir fantanna gáfust upp. Höfuðkempuna hand-
tók ég fyrir framan dyrnar á íbúð prinsessunnar eftir
harða og tvísýna baráttu. Ófreskjumyndin reyndist vera
gríma, sem þessi hamrammi jötunn bar. Nú situr þessi
ólánsmaður fjötraður í fangelsi og bíður yfirheyrzlu og
dóms.“
„Sonur minn. Það væri betur, að þessum ósköpum
færi að Ijúka. En aldrei linnir ótta mínum, fyrr en Grímar
hertogi er dauður. Fangelsi heldur honum ekki. Hann
virðist vera hæfileikum gæddur til þess að múta mönn-
um eða þá að ná þeim undir sitt áhrifavald á annan hátt.“
„Elsku marnma," mælti prinsinn. „Þín verður gætt dag
og nótt. Aldrei skal Grímari hertoga takað að ná þér
á sitt vald. Það skaltu reiða þig á. Skriði sú auma raggeit
út úr holu sinni, skal honum ekki hlíft. Hann hefur ekki
fyrirgert lífi sínu einu sinni heldur margsinnis. En nú
er bér óhætt að ganga til hvílu aftur, móðir mm. Ég verð
á ferli allt bar til dagur rennur og þjónustuliðið kemur til
starfa. Úr bví er öllu óhætt til næstu nætur. Þú mátt
einnig vita bað móðir mín, að ég ber eins mikla ást til þín
og umhvggiu og þá er við bjuggum í litla húsinu við
Prinsessugötu.“
,.Ég veit það, sonur minn,“ mælti ekkjudrottningin.
„Þitt hiarta er gætt hugprýði í hættunum og einnig við-
kvæmni gagnvart þeim, sem bágt eiga. Trúlofun þín og
prinsessunnar gleður mig miög. Þar færðu konu, sem er
í senn stjórnsöm, hugprúð, fögur og góð. Guð blessi ykkur
bæði.“
„Þakka þér fvrir, mamma. Ég veit, að Júlía prinsessa
á þessar dyggðir, sem þú minntist á. En ég á líka góða,
dyggðuga og eúkulega móður.“
„Að föður þínum ógleymdum. Minnstu hans, sonur
minn. Þú hefur erft þitt góða hjartalag einnig frá honum.
Einnig hugprýðina og hreystina.“
Prinsinn svaraði engu. Hann kyssti móður sína ástúð-
lega og gekk hljóðlega út úr setustofunni.
12. KAFLI
SAGA FANGANS
Við eftirgrennslan, að næturárásinni lokinni, kom það í
ljós, að í skjóli myrkursins höfðu árásarmennirnir notað
stiga, sem þeir gengu upp og komust þannig inn í hallar-
garðinn. Með hjálp þessa stiga höfðu þeir einnig komizt
inn í höllina um glugga á þeirri álmu hallarinnar, sem
nýbúið var að byggja, en enginn bjó í enn, þegar hér
var komið sögu. Sömu leið ætluðu árásarseggirnir til
baka, en sú för var aldrei farin af þeim ástæðum, sem að
framan greinir.
í dómsal hallarinnar sat Manfreð konungur í hásæti
ásamt drottningu sinni og Júlíu prinsessu. Vinstra megin
við hásæti konungs voru tvö ný tignarsæti. í öðru þeirra
sat Bjarnharður prins, í hinu móður hans. Ríkisráðið var
skipað nýjum mönnum í stað þeirra svikara, sem flúið
höfðu og földu sig af ótta við refsingu.
Framhald í næsta blaði.
VERÐLAUNAKROSSGÁTA
HEIMA ER BEZT
Nú verða margir af lesendum „Heima er bezt“ eflaust glaðir,
því það er komin ný krossgáta frá „Ranka“ vini okkar, og hún
birtist á baksíðu þessa heftis.
„Ranki“ skrifar á þessa leið: „Það er nú orðið all langt síðan
ég sendi ykkur krossgátu síðast. Nú langar mig að bæta úr því,
og senda ykkur eina. Vísan í þessari gátu er ekki alveg ný, en
lesendur HF.B hafa áreiðanlega aldrei séð hana (vísa 1—71).
Svo þakka ég ykkur allar lausnimar og annað gott af ykkar
hálfu. Kærar kveðjur. — Ranki.“
Að þessu sinni verða veitt þrenn 1.500 króna bókaverðlaun —
og berist margar réttar ráðningar verður dregið um nöfn sigur-
vegaranna. Ráðningar þurfa að hafa borizt fyrir miðjan nóvem-
ber 1977. Góða skemmtun.
274 Heima er bezt