Heima er bezt - 01.06.1984, Page 2
Eitt af mörgum umræðuefnum dags-
ins er, hvort efla beri ferðaþjónustu
hér á landi, og vinna að því, að fleiri
erlendir ferðamenn leiti hingað. En í
því efni eins og svo mörgum öðrum
sýnist sitt hverjum, og það þótt allir
séu á einu máli um, að eitthvað verði
að gera til að auka gjaldeyristekjur
þjóðarinnar. Vér horfum upp á
þverrandi fisk í sjónum, offramleiðslu
í landbúnaðarvörum, svo að vér
verðum að leggja á oss þungar byrðar
til að fá útlendinga til að kaupa af
okkur þann hluta, sem vér torgum
ekki sjálfir. Hvorttveggja þetta er í
raun réttri afleiðingar rányrkju, sem
vér raunar erum nú fyrst að sjá og
reyna að stemma stigu fyrir, en það er
ekki sársaukalaust, eins og kvótakerf-
ið er skýrast vitni um. En þegar hinar
hefðbundnu stoðir framleiðslu vorrar
bila er ljóst, að eitthvað nýtt verður að
koma til sögunnar, ef vér eigum að
halda áfram að lifa menningarlífi í
landinu. Iðnaðurinn er að vísu sú at-
vinnugrein, sem flestir renna hýru
auga til, og mestar vonir eru við
bundnar, enda þótt skiptar skoðanir
séu, hvort þar eigi til að koma stóriðja
eða lítil fyrirtæki. Ég blanda mér ekki
í þá umræðu að þessu sinni, en hygg
þó, að vér hljótum að leggja kapp á
hvorttveggja, ef lífvænlegt á að verða
hér í framtíðinni. Umtalsefni mitt hér
eru ferðamálin.
Reynsla vor undanfarin ár hefir
sýnt, að miklir möguleikar eru á, að
erlendir ferðamenn færi oss drjúgan
gjaldeyri á hverju ári. En vissulega
skortir þó mjög á að sú tekjulind sé
fullnýtt.
Land vort á margt, sem laðar til sín
ferðamenn. Fagurt og sérkennilegt
landslag, ýmis náttúruundur svo sem
fossa, eldfjöll og hveri, og þó ef til nú
orðið öllu öðru fremur auða, ósnortna
náttúru, og ómengað loft, fiskisælar ár
og vötn, og mætti svo lengi telja. Og
Ferðaþjónusta
enn hafa hin fornu sögusvið Njálu,
Laxdælu o.fl. aðdráttarafl fyrir nokk-
urn hóp manna. Þó er ef til vill kyrrðin
eitt af því, sem fólk, þreytt af umferð-
aræði og streitu, sækist mest eftir. En
þótt landið hafi allt þetta að bjóða
nægir það ekki eitt sér. Þjóðin verður
að búa svo í haginn að auk þessa, sem
náttúran býður finni ferðamaðurinn,
að hann sé velkominn gestur, og
dvalarstaðir hans hafi ýmis þau þæg-
indi að bjóða, sem kalla má að séu
alþjóðlegar kröfur, og alltaf eru ein-
„Síst af öllu megum vér láta
ferðamanninn finna, að vér lít-
um á hann sem gullfugl. “
hverjir, sem þarfnast meira, svo sem
þeir, sem stundum eru nefndir „lux-
usflakkarar“. En þótt þeim sé þokað
út úr dæminu, er nóg eftir, sem vér
verðum að geta veitt hverjum ferða-
manni, sem þess óskar og þarfnast.
Þar til heyrir notaleg herbergi, hrein-
læti, matur og drykkur. Á ýmsu þessu
er skortur hér á landi, enda þótt hin
betri gistihús séu hverjum manni
boðleg. Hinsvegar vitum vér öll,
hversu mjög hreinlætisaðstöðu er
ábótavant meðfram alfaraleiðum og á
mörgum þeim stöðum, sem stað-
næmst er til að fá sér hressingu, það er
einmitt ýmislegt af því tagi, sem oss
sjálfum þykja smámunir einir, sem oft
ráða úrslitum um, hvort erlendir
ferðamenn sætti sig við staðinn, eða
fýsi að koma aftur og mæla með ís-
landsferð við kunningja sína.
Gott er og raunar nauðsynlegt, að
þeir sem annast móttöku ferðamanna
hafi aflað sér einhverrar vitneskju um
misjafnar kröfur ferðamanna eftir
þjóðerni þeirra, auk þess sem þeir
hljóta að kunna allar umgengnisvenj-
ur siðmenntaðra þjóða.
Vér vitum vel, að þótt gestir séu
hingað komnir til að njóta náttúru
landsins, vilja þeir einnig geta notið
þeirrar þjónustu, sem alþjóðleg má
kallast og tíðkast í flestum eða öllum
ferðamannalöndum. Og vér verðum
að geta veitt hana með sanngjörnu
verði. Síst af öllu megum vér láta
ferðamanninn finna, að vér lítum á
hann sem gullfugl, er vér hyggjumst
plokka eftir megni. í sambandi við
alla aðbúð, sem ferðamönnum er veitt
megum við síst gleyma því, að íslensk
veðrátta er duttlungasöm. Jafnvel um
hásumarið geta komið þau veður, „að
ekki sé hundi út sigandi“, eins og
löngum var sagt í sveitum hér fyrrum
og er kannski enn. Þá verðum vér að
vera þannig í stakk búin að unnt sé að
láta ferðamanninum líða vel í húsum
inni, og hafa eitthvað að bjóða honum
til dægrastyttingar.
Margt er nú rætt um vandamál
landbúnaðarins og nýjar búgreinar til
stuðnings þeim gömlu eða í þeirra
stað. Einhverjar tilraunir hafa verið
gerðar með þjónustu við ferðamenn á
sveitabæjum, og hefir mér skilist, að
þar hafi margt vel tekist. Svo vel er nú
hýst á bæjum víða um land, að vel er
sæmandi að taka á móti gestum, án
þess að gera verulegar breytingar eða
umbætur í húsagerð, og kunnátta í
matargerð orðin almenn. Mörg býli
hafa upp á sitthvað forvitnilegt að
bjóða, veiði í ám og vötnum, hesta til
leigu, gönguleiðir um skemmtilegt
umhverfi o.fl. Ég held að þarna gæti
verið um verulega búbót að ræða, ef
réttilega er að staðið, og það ef til vill á
stöðum. þar sem erfiðlega gengur með
hinar hefðbundnu búgreinar. Ég
minnist þess, að suður í Sviss fór ég
fyrir allmörgum árum um sveit, þar
sem á hverju byggðu bóli að heita mátti
voru auglýst herbergi til leigu handa
Framhald á bls. 230.
182 Heimaerbezt