Heima er bezt - 01.06.1984, Qupperneq 4

Heima er bezt - 01.06.1984, Qupperneq 4
Ólafur H. Torfason ræðir við Elínu Aradóttur, húsfreyju að Brún í Reykjadal, formann Sambands norðlenskra kvenna. Inn í nvju myndina af Brún er felldgömul myndaffjölskyldunni. Fremst eru Elín og Teitur, en börnin eru frá vinstri: Ari, Erlingur, llelga, Björn, Sigriður og Ingvar. „Heimilið erundirstaða allrar velferðar“ Elín Aradóttir, húsfreyja á Brún í Reykjadal hefur um nokkurra ára skeið verið formaður Sambands norðlenskra kvenna, sem átti 70 ára afmæli í júní 1984. Hún hefur verið virk í félagsmálum eins og bóndi hennar, Teitur Björnsson, sem hefur gegnt fjölda mörgum trúnaðarstörfum innan sveitar og á landsvísu. Þau hjón hafa ræktað vel og nytjað eina af efstu jörðum í Reykjadal, sem stendur þó 200 metra yfir sjávarmáli. Barnahópurinn er glæsi- legur og hefur getið sér gott orð. 1 þessu samtali rifjar Elín upp brot úr æsku sinni og frá fullorðinsárum. Auk þess kynnumst við viðhorfum til kvenfélaga og landbúnaðar. Elín Aradóttir og Teitur Björnsson eru góð heim að sækja. bera með sér reisn hinnar stoltu en hógværu bændamenningar, sem hefur þróast öldum saman, en standa jafnframt traustum fót- um í nútímaþjóðfélagi upplýsinga og tækni. Tungutak þeirra er ferskt og markvisst, skoðan- irnar heilsteyptar. Nýbýlið Brún í Reykjadal byggði Björn Sigtryggsson úr landi Hallbjarnarstaða á fyrstu áratugum aldarinnar. Son- ur hans Teitur tók þar við búi 1951 ásamt Elínu Aradóttur konu sinni. Þeim hefur búnast vel og átt barnaláni að fagna. Og fyrir nokkrum árum keypti fjölskyldan Hall- bjarnarstaði, svo jörðin er að því leyti sameinuð aftur. Börnin urðu sex. Dæturnar eru kennarar, Sigríður býr í Kópavogi og Helga á Högnastöðum II í Hrunamanna- hreppi. Tveir synir búa í Brúnarlandi, Erlingur félagsbúi með foreldrum sínum og Ari héraðsráðunautur á Hrísum, smábýli örskammt vestan Brúnarbæjarins. Hinir tveir syn- irnir eru langskólamenn: Björn skólameistari Menntaskól- ans á ísafirði og dr. Ingvar, læknir í Skotlandi. (Sjá nánar í œttfrœðiyfirlitinu fyrir aftan viðtalið). Þótt Brún standi hátt yfir sjó er gróður þar þroskalegur og heimilisgarðurinn glæsilegur. Sunnan túns er 600 metra djúp borhola, sem fjölskyldan lét vinna árið 1983. Hún gefur nú 3-4 sekúndulítra af sjálfrennandi 50° heitu vatni, sem dugir Brún og Hrísum fyllilega. Þetta er eina einka- borholan í sveitinni, en neðar í dalnum tengjast margir bæir hitaveitunni frá Laugum. Áður en fjallað er um nútímabúskaparhætti og félagsmál vil ég þó fræðast ögn um uppruna Elínar og æsku. Það var því eðlilegt að byrja á að spyrja hana hvaðan hún væri. 184 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.