Heima er bezt - 01.06.1984, Page 10

Heima er bezt - 01.06.1984, Page 10
stjórn sparisjóðsins, verður deildarstjóri í K.Þ. og svona sitthvað. Ég gekk strax í Kvenfélag Reykdæla, varð að mig minnir formaður þess 1956 og þá 9 ár í röð og seinna aftur 9 ára tímabil, fór í stjórn Kvenfélagasambands Suður-Þing- eyinga upp úr 1960, hef verið í henni síðan og vara- formaður nú nokkur ár. Eftir að hafa starfað sem ritari í stjórn Kvenfélagasambandsins var ég kosin sem fulltrúi á aðalfund Sambands norðlenskra kvenna, gerðist ritari þess 1971, var kosin formaður 1976 og hef verið það síðan. Og ef ég á að fara tíunda þetta frekar, þá er ég formaður Styrkt- arfélags aldraðra hér í sýslunni, formaður skólaráðs Hús- mæðraskólans á Laugum, í stjórn Safnahússins á Húsavík, ogfl. Ég veit ekki hvort ég hef tranað mér fram, satt að segja, en ég er fremur dugleg að mæta á mannamót og taka til máls á fundum. Ég hef gaman af að hitta fólk og hef fengið tækifæri á þennan hátt til að kynnast mörgu fólki sem ég ber virðingu fyrir og er hlýtt til og það er vissulega mikils virði. — Hvað er merkilegasta starfið sem k venfélög stuðla að? — Ég held það sé að gefa konum tækifæri til að hittast, deila geði og kynnast högum hvor annarrar. Námskeið og ferðalög eru yfirleitt fastir liðir í starfseminni. Það er líka mikilvægt að hafa það á tilfinningunni, að við getum stuðlað að því að góð mál nái fram að ganga. Ég var 10 ár formaður orlofsnefndar hér í sýslunni og það var mjög skemmtilegt. Orlofsferð var farin á hverju ári, á hin og þessi landshorn. 3 ár í röð fórum við hins vegar ferð um Borgar- fjörð, kring Snæfellsnes og heim um Laxárdalsheiði, því eftirspurnin eftir þeirri ferð var svo mikil. Og ég hafði alltaf jafn gaman af að koma á Snæfellsnes. — Um og eftir 1970 koma œ skýrar fram á sjónarsviðið annars konar samtök og hreyfingar kvenna heldur en kven- félögin, til dœmis Rauðsokkur, jafnréttishreyfingar, Kvennaframboð og Kvennalisti nú síðast, að ógleymdum Kvenréttindafélögunum. Er einhver samvinna á milli þessara aðila, sameiginleg málefni, eða er um einhverjar alvarlegar andstœður að rœða? — Sömu konurnar starfa í mörgum þessara hópa og á vissan hátt má jafnvel kalla þær allar með ákveðnum fyr- irvara „rauðsokkur“, það er að segja að þær vilja allar jafnrétti í raun. Sumar þeirra þykjast alltaf hafa búið við 77/ vinstri: Elín við plastbátinn á Másvatni, albúin til sinna hefðbundnu silungsveiða þar. Um 1960 tóku hjónin á leigu eyðijörðina Brett- ingsstaði i Laxárdal. Henni fyigdi veiðiréttur í Másvatni. Elinu segist svo frá: „Synir okkar fóru fljótlega að gutla þar við veiði, en þótti hún ekki borga sig, svo það varð niðurstaðan, að ég tók að mér útgerð- ina og hef stundað hana nú í œðimörg sumur. Eg hef þennan plast- bát og utanborðsmótor, veiði í soðið og sel reyktan silung“. A ð neðan: Teitur sunnan við skrúðgarðinn á Brún. Til hœgri sést heiti pottur- inn, sem mikið er notaður eftir að hitaveitan kom til sögunnar. það á sínum heimilum og ég held að það sé rétt. Sérstaklega er þar um að ræða húsmæður, sem ekki hafa þurft að fara út á vinnumarkaðinn, þær konur búa margar við fullkomið jafnrétti, þær fá að ráða á sínu heimili og fullt tillit er tekið til þeirra, bæði hvað varðar óskir og vilja. Ég var fengin til að halda ræðu í Reykjavík fyrir hönd Kvenfélagasambands íslands á Jafnréttisdaginn 1975, um stöðu sveitakonunnar, og þar hélt ég þessu einmitt fram, að hún hefði ekki búið við mikla kúgun. í mörgum tilfellum bjuggu þær vissulega við kúgun og karlmenn hafa neytt líkamlegra yfirburða, en hins vegar lögðu karlmenn á sig meira erfiði og vosbúð og áttu sannarlega ekki alltaf sjö dagana sæla. Það er alveg öruggt, að fjöldi húsmæðra í sveit hefur notið fullrar virðingar barna sinna og maka. Hins vegar getum við verið sammála um það að konan hefur ekki notið jafnréttis á vinnumarkaði og gerir ekki enn. En fleira kemur hér til. Konan er bundin við meðgöngu og brjóstagjöf, þegar fjölskyldan stækkar, og ég held að það séu nú ákaflega margar konur sem telja það fyrstu skyldu sína að annast þetta litla barn, hafa hugann við það og einbeita sér að því. Karlarnir þurfa ekki að standa í þessu, og þetta veit vinnuveitandinn ósköp vel, og ekki eðlilegt að hann sé spenntur fyrir því að láta konuna hafa fæðingar- orlof á hverju ári. Þetta er vandamál. í raun og veru sýnist mér eins hagkvæmt fyrir ríki og bæ að hafa konumar hreinlega á kaupi heima hjá sér til að passa krakkana heldur en að reka allar þessar dýru dagvistarstofnanir. Nýlega sá ég tölur um að það kostaði eina milljón króna fyrir ársbarn á slíkri sérhæfðri stofnun, að vísu þar sem vakt er allan sólarhringinn og við erfið vandamál að glíma. En varðandi þessa spurningu þína um hin ýmsu kvennasamtök og hreyfingar, þá býst ég við að kvenfélögin 190 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.