Heima er bezt - 01.06.1984, Qupperneq 11

Heima er bezt - 01.06.1984, Qupperneq 11
séu heldur á undanhaldi, nú er á svo mörgu völ, klúbbum og öðru. En víða en unnið af miklum krafti í kvenfélögum, þau styrkja líknarstofnanir og svo framvegis. Svo má ekki gleyma því, að bæði ungmennafélög og kvenfélög voru sannkallaður félagsmálaskóli, svo að það er ekkert ein- kennilegt, að kona eins og ég, sem velst til einhverrar for- ystu í kvenfélagi, er líka kosin til ábyrgðar á öðrum vett- vangi, vegna þeirrar reynslu sem hún hefur aflað sér innan kvenfélagsins. — Hefurðu gefið þig að stjórnmálum? — Nei, ég hef aldrei verið flokksbundin, en Teitur hefur verið á lista Framsóknarflokksins við alþingiskosningar a.m.k. tvisvar sinnum og i stjórn Framsóknarfélags Reyk- dæla í mörg ár, auk þess sem hann hefur setið í miðstjórn flokksins. Ég var lengi á móti her í landi, en það er búið að merkja það svo mikið með flokkspólitík að ég hef ekki tekið þátt í slíkri skipulagðri starfsemi undanfarið. Og þótt við eins og flestir hér í sveit værum í hópi þeirra sem börðust gegn framkvæmdunum við Faxárvirkjun 1972 og ækjum í bílalestinni frægu til Akureyrar á sínum tima, undir spjöldum með áletrunum eins og „Faxá og Mývatn verða varin“, þá var Teitur fylgjandi því að leyfð yrði 20 metra stífla. Þá var hins vegar komin svo mikil stífni í þetta og kergja, að ekki tókst að koma sér saman. Teitur var í þessari svonefndu „Héraðsnefnd Þingeyinga“, sem stóð fyrir mótmælunum gegn framkvæmdum, sem voru hafnar án leyfis og áætlunum um að sökkva Laxárdal. — Telur þú það rétt sem stendur á minnisvarðanum um Hermóð íArnesi, að með sprengingu heimamanna í Miðkvisl hafi orðið tímamót í náttúruvernd á íslandi? — Ég held að hann hafi unnið mjög þarft verk þar við að opna augu almennings fyrir því, að það var ekki hægt að koma og taka landið af bændum og setja undir vatn eins og var t.d. gert í Stíflu í Fljótum. Þetta voru tímamót að því leyti, að síðan hafa menn um allt land andvara á sér gagn- vart hugsanlegum yfirgangi. Svo má alltaf deila um það hve langt á að ganga í mótmælum, ekki heyrist mér að hún sé nú útkljáð deilan á Auðkúluheiðinni um hrossaupp- rekstur og beitarmál. En Laxárdeilan er enn mjög við- kvæmt mál hér í sveitum, og þeir sem aflað hafa vilja gagna eða stuðnings við rannsóknir á henni hafa lítinn hljóm- grunn hlotið, því ég býst við því að almenningi hafi þótt þetta vera leiðinlegt mál og óþægilegt að rifja það upp. — Hafið þið hjón ferðast mikið? — Félagsmálin hafa einmitt gert okkur kleift að ferðast talsvert, og vegna þess að búskapurinn hvílir nú orðið mest á syni okkar, Erlingi sem hefur búið með okkur í mörg ár, þá hefur verið hægara að skreppa að heiman um stundar- sakir en ella hefði orðið. Ég hef farið 4 ferðir til útlanda og Teitur þrisvar. Þegar hann varð sextugur gáfu börnin okkur ferðalag í bændaferð til Norðurlanda og þótt Teitur hafi ekki verið spenntur fyrir útlandaflækingi, get ég fullyrt að fáir hafa tekið betur eftir því sem fyrir augu bar eða haft meira gaman af því en Teitur bóndi á Brún. Og vegna þess að hann er í stjórn Osta- og smjörsölunnar var honum eitt sinn boðið að taka þátt í samnorrænu bændaþingi á Got- landi í Svíþjóð og mátti hafa konuna með sér á vildarkjör- um. Loks fórum við saman til Lundúna í fyrra í brúðkaup sonar okkar, Ingvars læknis, sem býr í Skotlandi og er giftur enskri konu. Hann var að ljúka doktorsprófi í haust í Glas- gow og starfar á sjúkrahúsi. Núna í vor fór ég þangað í heimsókn til hans ásamt dætrum mínum. Og ég er eins og fleiri landar, að ef aurar eru til vil ég gjarnan eyða þeim í ferðalög innanlands eða til útlanda. Ekki hefur maður heldur gleymt að bera saman aðstöðu bænda til ræktunar og skepnuhalds erlendis, holdafar og gripafjölda. Þá hef ég líka notið þess að skoða gróðurríkið, sem ég hef víða séð geysifagurt erlendis. Einnig fannst mér sérstaklega gaman að skoða mannlífið á götum Lundúnaborgar. Þar kenndi margra grasa og gat að líta sundurleitar mannlífsmyndir. Og svo ég nefni aðeins eitt dæmi í viðbót, þá er stórkostlegt að skoða Edinborgarkastala. — Hvað segirðu um hugarfarið á íslandi gagnvart bœndastéttinni núna? — Ég tilheyri víst minnst metnu stétt þjóðarinnar, að vera bæði bóndakona og heimavinnandi húsmóðir, en hitt er annað, að ég er bæði ánægð með stöðu mína og hreykin af henni. Ég held að Teitur bóndi minn fari með rétt mál þegar hann segir, að það séu því miður enn í byggð of mörg kot á íslandi, sem ekki geta framfleytt fjölskyldu, og að það væri rétt að hjálpa því fólki til að hætta búskap og leita nýrrar 777 vinstri: Teitur Björnsson á Brún t'júní 1984. Til hœgrí: Elín að planta út í gróðurhúsinu. Heima erbezt 191

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.