Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 12

Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 12
atvinnu. Oft hefur verið farið í fjárfestingar innan bænda- stéttarinnar, sem orka tvímælis. Hitt er þó eflaust, að ísland yrði ekki að bættara. þótt landbúnaður leggðist niður, og við verðum einatt að geta séð okkur fyrir matvælum og lifað sem mest á landsins gæðum. — Að lokum Elín, er það einhver sérstök hugsjón eða markmið, sem þú vildir sérstaklega benda fólki á að standa vörð um? — Við þurfum að hlúa að okkar mikilvægustu stofnun, heimilinu. Það er undirstaða allrar okkar velferðar. Það má fórna talsverðu í þágu þess að styrkja og halda saman heimilinu. Sem betur fer finnst mér örla á dálítilli hugar- farsbreytingu á allra síðustu árum í þá átt að halda heimilið meira í heiðri en tíðkaðist um skeið. Heimilið er fyrst og fremst byggt upp utan um barnið og samband foreldra þess. Og reyndar tel ég það, að þótt fólk sé fullorðið og ekki lengur að ala upp börn, þá sé því ákaflega mikilvægt að eiga athvarf á heimili. Og heimili er meira en hús og umhverfi, það er líka hugarfarið sem ríkir þar innan veggja. ÚR ÆTTFRÆÐINNI Sigríður Árnadóttir Ari Bjarnason (18.9.1896-27.4.1941) (24.8.1893-11.3.1965) bjuggu á Grýtubakka, Höfðahverfi, S-Þing. I Bjarni Arason, f. 3.7. 1921, héraðsráðunautur BúnaðarfélagsBorgarfj., býríBorgarnesi. Árni Arason, f. 6.9.1923, bóndi að Helluvaði, Rang. Arnbjörg Aradóttir, f. 22.9.1925, húsfreyja að Grýtubakka, Höfðahverfi, S-Þing. Steingrimur Arason, f. 7.11. 1927, byggingarverkfræðingur í Reykjavík, starfar hjá Vita-og hafnarmálastofnun. Snjóiaug Aradóttir, f. 25.9. 1929, húsfreyja aðNesi, Höfðahverfi, S-Þing. Guðmundur Arason, f. 11.12. 1935, yfirverkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins í Reykjavík. Elín Aradóttir, f. 3.11. 1918. Teitur Björnsson, f. 14.10. 1915. f 1 Björn Teitsson, f. 11.10. 1941, skólameistari við Menntaskólann á ísafirði. Ari Teitsson, f. 13.3. 1943, héraðsráðunautur hjá Búnaðarsambandi S-Þingeyinga, býr að Hrísum í Reykjadal. K. Elín Magnúsdóttir, húsmæðrakennari,f. 28.6.1943. Börn: Elín, f. 19.5.1973;-Magnús,f. 25.6.1974;-Teitur, f. 5.4.1979. Sigríður Teitsdóttir, f. 6.2. 1946, kennari, Kópavogi. M. Eggert Hauksson, framkvæmdastjóri Plastprents h.f., f. 19.4. 1942. Börn: Elín,f. 19.7.1972;-Haukur, f. 26.4.1975;-Lára Bryndís, f. 10.10.1979. ErlingurTeitsson, f. 6.2. 1946, bóndi á Brún. Helga Teitsdóttir, f. 8.8. 1947, hússtjórnarkennari, húsfreyja að Högnastöðum II, Hrunamannahreppi, Rang. M. Jón Hermannsson, búfræðingur, f. 15.12.1948. Börn: Katrín,f. 13.2.1971 ;-Elín Una, f. 18.7.1975;-Edda, f. 5.5.1983. IngvarTeitsson, f. 2.2.1951, doktor ílæknisfræði, býríGlasgow, Skotlandi. K. HelenTeitsson, lífeðlisfræðingur. ATHUGASEMDIR: 1) Móðir Elínar, Sigríður Árnadóttir á Grýtubakka, var dóttir Árna Davíðssonar, bónda á Gunnarsstöðum í Þistilfirði og konu hans Arnbjargar Jóhannesdóttur. Árni var ættaður úr Bárðardal og Mývatnssveit, en ólst upp á Heiði á Langanesi. Arnbjörg fæddist á Víðirhóli á Hólsfjöllum, en var ættuð úr Öxarfirði og Köldukinn. Hún ólst upp að Ytra-Álandi í Þistilfirði. Davíð Gunnarsson tók saman „Niðjatal" þeirra, sem út kom fjölritað 1982. 2) Faðir Elínar, Ari Bjarnason, var sonur Bjarna Arasonar frá Víðigerði í Eyjafirði og Snjólaugar Sigfúsdóttur frá Varðgjá í Eyjafirði. Þau bjuggu fyrst á Svalbarði en síðar á Grýtubakka. 3) Móðir Teits, Elín Tómasdóttir, var frá Stafni í Reykjadal, en faðir hans.Björn Sigtryggsson, frá Hallbjarnarstöðum í Reykjadal. Björn Sigtryggsson Elín Tómasdóttir (9.5.1889-28.4.1956) (2.10.1880-18.9.1953) reistu nýbýlið Brún í Reykjadal og bjuggu þar. Hver þekkir sveinana? Myndin sýnir Hólasveina einhvern tíma kringum aldamótin. Lengsl til vinstri í efri röðinni er Björn Sigtryggsson, faðir Teits á Brún, Reykjadal. En á hinum vitum við ekki deili. Eru lesendur sem veitt geta upplýsingar vinsamlegast beðnir að koma þeim á framfœri til Heima er bezt. 192 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.