Heima er bezt - 01.06.1984, Page 16

Heima er bezt - 01.06.1984, Page 16
væri að ræða. Allt þetta geymdi ég mér svo vel í minni sem mér var unnt. I mínum augum voru allar gráar merar eins, og það hlaut að vera til- viljun eða heppni ef ég hitti á þá réttu, ef um tvær eða fleiri væri að ræða. Ég fór varlega inn í hrossahópinn, teymdi hestana mína til að styggja þau síður. Það voru þrjár gráar hryssur í hópn- um. Eina þeirra gat ég afskrifað strax. Hún var með folald sem fylgdi henni fast. Þá voru tvær eftir og nú vandað- ist málið. Báðar voru svo spakar að ég gat gengið að þeim og handleikið þær án þess þeim þætti það nokkru skipta. Ég reyndi að fara, í huganum, yfir allt sem Gunna hafði sagt mér um sína hryssu og fannst að það passaði nokkurnveginn við aðra þá gráu. Ég varð að hætta á það, beislaði merina og hélt af stað heimleiðis. Heimferðin var ferðalag áhyggna og óvissu. Var ekki eitthvað við hina hryssuna sem ég ekki tók sem Gunna hafði einmitt lýst sem einkenni á sínu hrossi? Ef ég væri eftir allt með vit- lausa meri yrði ég að fara strax til baka og skila henni og sækja hina og hver var kominn til að segja að hún væri sú rétta? í þetta færi það sem eftir var af deginum og hluti af nóttinni. Ofan á allt bættist svo skömmin: að þekkja ekki hross. Ekki man ég hve langt var liðið á daginn þegar ég kom að vegavinnu- tjöldunum. Hitt man ég að einn vinnufélaga minna var úti við. Sá hét Hannes. Ekki var laust við að hann hefði gaman af hrekkjum og ógætinn var hann í orðum. Ég hafði varla stig- ið af baki þegar hann segir: „Endemis auli geturðu verið. Þú heldur þó ekki að þetta sé merin hennar Gunnu!“ Óþarft er að reyna að lýsa hve óskaplega mér brá við þessi orð, ekki síst vegna þess að ég vissi að Hannes var glöggur á hesta. Og ekki veit ég hve djúpt ég hefði sokkið í skömm yfir fávisku minni, ef Gunna gamla hefði ekki einmitt í þessu komið út úr matarskúrnum og nánast rekið upp ánægjuóp. „Grána mín, komin aftur blessuð kerlingin.“ Eitthvað á þessa leið orð- aði hún það og bætti við: „Að þú skyldir vera að þessari vit- leysu.“ Mynd þessi af Bern- hard A. Steincke var tekin á Akureyri á sjöunda tug 19. ald- arinnar. Bemhard A. Steincke kaupmaður og dýrasafnari Eftirdr. S. L. Tuxen Það er sérstök ánægja og heiður að fá hér á prent í Heima er bezt eftirfarandi greinar um Bernhard A. Steincke verslunarstjóra og S. L. Tuxen dýrafræðing. Eins og Steindór Steindórsson frá Hlöðum segir í lokaorðum sínum, markaði Steincke spor í sögu Akureyrar og nánast óviðunandi, hve lítt þekktur hann er þar. Ennfremur lagði hann drjúgan skerf til íslenskrar náttúrufræði, þótt hann sé enn færri íslendingum kunnur fyrir það framlag. Dr. S. L. Tuxen var heimsfrægur danskur líffræðingur, sem samdi doktorsritgerð sína um íslenskt efni og gerðist mikill íslandsvinur, svo mikill að hann taldi sig á endanum Skagfirðing! Hann var sæmdur íslensku Fálkaorðunni 1974. Dr. Tuxen ritaði grein sína um Steincke árið 1937, en hér birtist hún í fyrsta sinn á íslensku. 196 Heimaerbezl

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.