Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 17
Aðalsalur Dýrasafnsins í Kaupmannahöfn (Zoologisk Museum), eins og hann leit
út á tímum Steinckes, sem sendi þangað merkilegt og umfangsmikið safn íslenskra
náttúrugripa. Safnið var stofnað 1862, á blómatíma Steinckes, þegar Gudmanns
verslun undir stjórn hans varð ein stærsta verslun hérlendis.
Þegar dýrafræðingurinn Kai L.
Henriksen vann að riti sínu um sögu
danskrar skordýrafræði, „Oversigt ov-
er dansk Entomologis Historie“, var
forvitni hans vakin á því, hver sá
Steincke væri, sem skráður var á ótal-
marga merkiseðla á íslenskum skor-
dýrum í Dýrasafninu í Kaupmanna-
höfn (Zoologisk Museum), meira að
segja var mestur hluti íslenska skor-
dýrasafnsins fyrir 1900 frá honum
kominn. Greinarhöfundur leitaðist við
ásamt dr. Henriksen að finna hver
þetta væri, og þá kom í ljós, að safn-
andinn var enginn annar en B.A.
Steincke kaupmaður á Akureyri, og að
hann hafði ekki einungis unnið dýra-
fræðinni mikið þarfaverk, heldur hafði
hann einnig staðið í fararbroddi fyrir
ýmsum framfara- og menningarmálum
bæjar þess, sem hann dvaldist í lengst
manndómsára sinna. Frá því sjónar-
miði leitaðist ég við að kynnast mann-
inum nánar, og taldi að það væri
áhugavert að rekja æfistarf hans
nokkru fyllra en rúm var fyrir í riti dr.
Henriksens. Synir Steinckes Evald
Steincke yfirréttarlögmaður og Alfred
Steincke stórkaupmaður, báðir í
Kaupmannahöfn hafa öðrum fremur
látið mér upplýsingar í té og veitt mér
ómetanlega hjálp við samningu grein-
ar þessarar, en auk þess hefir K.K.
Thomsen í Reykjavík frætt mig um
mikilvæg atriði. Ég flyt þeim öllum
alúðarþakkir fyrir aðstoð þeirra.
S.L. Tuxen.
Bernhard August Steincke fæddist
20. ágúst 1825 í Nyköbing á Sjálandi,
þar sem faðir hans var brauðgerðar-
meistari. Hann nam verslunarstörf í
Kaupmannahöfn, og þegar hann var
26 ára að aldri 1851 fór hann til Is-
lands sem fulltrúi við J. Gudmanns
verslun á Akureyri. eða í Öfjord eins
og þá var sagt. Hann dvaldist þá á
Akureyri rösklega þrjú ár, eða þangað
til í september 1854, er hann fór aftur
heim til Kaupmannahafnar. Þar átti
hann heima næstu sex ár, en þá fluttist
hann á ný til Akureyrar og tók sér þar
bólfestu.
Þótt Steincke væri ungur og öllu
ókunnugur gat hann sér þegar góðan
orðstír í hinni fyrstu Islandsdvöl sinni.
Hann var undrafljótur að kynnast
öllu, sem máli skipti fyrir kaupmann á
slíkum verslunarstað. En það sem
sérstaklega virðist hafa einkennt
framkomu hans í öllu starfi, var hinn
djúpsetti skilningur hans á fólki því,
er hann hlaut að kynnast í starfi sínu,
og þá fremur öllu öðru viðskipta-
mönnum verslunarinnar. Hann var
fyrsti kaupmaðurinn á íslandi, sem
sendi viðskiptamönnum verslunar-
innar reikninga og úttektar bækur á
íslensku, sem síðar varð algengt.
Annar vitnisburður um skilning hans
er bréf, sem hann sendi til viðskipta-
mannanna í september 1853, þar sem
hann gefur þeim ráð um hversu snúast
skyldi við því, ef fleiri skip koma um
haustið frá Kaupmannahöfn vegna
kólerupestar, sem þar geisaði. Bréf
þetta birtu Fnjóskdælir í Norðra 16.
des.1
I seinni dvöl Steinckes á Akureyri
gafst honum færi á að sýna, að hann
1. Bréf þetta er birt hér í viðauka.
Heimaerbezt 197