Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 21

Heima er bezt - 01.06.1984, Síða 21
Steincke og náttúrufræðin Þá hefir verið stiklað á stóru um athafnir Steinckes í bæjarlífi Akur- eyrar. En þótt hann væri önnum kaf- inn bæði við verslun þá, er hann veitti forstöðu og menningar- og framfara- mál bæjarins, lagði hann fram drjúg- an skerf til þekkingar á dýrafræði ís- lands með ötulu söfnunarstarfi, sem nú skal rakið, en það eru í rauninni tilefni þessarar ritgerðar. Upphaf þessa starfs verða rakin til kynna hans við hinn fræga dýrafræðing Japetus Steenstrup prófessor, vin og félaga Jónasar Hallgrímssonar. Fróðleik um þessi kynni þeirra er að finna í bréfum frá Steenstrup, sem Steincke varð- veitti, svo og bréfum frá Steincke, sem ásamt öðru bréfasafni Steenstrups er geymt í Konungsbókhlöðu í Kaup- mannahöfn. Tilefni bréfaskriftanna virðist í fyrstu vera sprottið af áhuga Steinckes á náttúrufræði. Líklega er upphafið það, að þegar Steincke kom til Hafnar eftir fyrri Akureyrardvöl sína hefir hann snúið sér til Steenstrups, með sérstaka fyrirspurn, en Steenstrup hefir sem venja hans var beðið hann að halda áfram að safna dýrum. Spurningin, sem Steincke lagði fyrst fyrir Steenstrup hefir sennilega verið um skolta af risasmokk, sem hann hafði fundið við Akureyri, en þar hitti hann einmitt á eftirlætisverkefni Steenstrups. Hann hafði nefnilega nokkrum árum áður samið skýrslu um tvo risasmokka, sem rekið hafði á íslandi 1639 og 1790, og hafði af þeim sökum mikinn hcg á að safna frekari fróðleik um risasmokka í Norður- Atlantshafi. Þessir tveir gömlu fundir gátu einungis gefið tilefni til hæpinna ágiskana um hvaða ætt þessi dýr væru skyldust. Árið 1855 hafði greinargerðin um hinn nafnkennda „sæmunk“ komið út. Þar voru rök leidd að því, að furðu vera þessi væri risasmokkfiskur. Af ritgerð Steenstrups Spolia atlcintica, sem út kom i ritum Vísindafélagsins danska, sem rituð var 1856, en ekki gefin út fyrr en 1898, sést að Steincke hafði árið 1852 fundið holdflykki, sem líkt og umlukti móleitt páfagauksnef og rekið hafði við Eyjafjörð. Þar eð hann þekkti þetta ekki, geymdi hann það um skeið í vínanda, en er hann komst að raun um, að hinir algengu smokkfiskar við Island voru með sams konar „nef“ úr hornkenndu efni, að- eins miklu smávaxnari, hélt hann, að það væri enginn merkisgripur og fleygði öllu saman. Samt geymdi hann teikningu, er hann hafði gert af því í fullri stærð. Þessa teikningu sýndi hann Steenstrup 1855, og af henni ályktaði Steenstrup, að smokk- fiskur þessi hefði verið „margar álnir að lengd“. Það er trúlegt að þegar Steenstrup hafði fundið áhuga Steinckes á nátt- úrufræði, hafði hann sóst eftir því að fá fleiri upplýsingar um risasmokkinn frá hans hendi, og raunar um hvað sem var um dýraríki fslands. Og Steincke reyndist harla fús til að veita þessa aðstoð. Þetta sést af fyrsta bréfi Steenstrups til Steinckes 12. maí 1858 sem hefst á þessa leið: „Herra kaupmaður Steincke. Um leið og ég pukka yður góðfús- lega frdsögn yðar. er ég svo djarfur að sendctyður dálítinn trékassa, en í honum eru auk stœrri glasa 8 opo- deldocglös6, 25 tilraunaglös ásamt nokkrum tómum öskjum, sem þér gcetuð haft yður til dœgrastyttingar á leiðinni að safna í smámunum, sem ef til vill kynnu að finnast, svo að yður skyldi ekki vanta ílát til að geyma það í, er þér kynnuð að finna. Vínandinn er 9°-10°, og œtti að haldast í eitt ár, svo framarlega sem glösin eru ekki fyllt um of— hcefi- legt er að fylla þau til hálfs, einkum ef fleiri hlutir eru í sama glasi, en dýrin geymast betur því fcerri, sem eru í glasinu. Einnig fylgir járn- hringur, til að kasta út í sjóinn með neti, sem honum heyrir til og draga það eftir skipinu stutta stundeins og við töluðum um. Varanet verða send milli k/. 7 og 8 í fyrramáhð. “ Því næst ræðir hann sérstakar óskir um smokkfiska og sæstjörnur. Um hinar síðarnefndu segir svo: „Mér þcetti gott aðfá ein hundrað stykki þurrkuð af ýmsum tegund- um, og vil verja til þess 5-6 ríkisdöl- um“. Steincke hefir átt að kaupa þessi dýr af sjómönnum, en um greiðslu til hans er ekki að tala. Loks segir um risasmokkana: „Mjög vceri mér þóknanlegt ef hcegt vceri að fá fregnir af þeim risasmokkum, sem tvisvar hefir rekið í land, og þér virðist sjálfur hafa komist yfir einn, að minnsta kosti munnlimi hans“. Þessa síðustu ósk tókst Steincke einungis að uppfylla á óbeinan hátt og þá fyrst löngu seinna. 6. Opodeldoc var meðal við gigt og fleiri kvillum. Það er nú fyrir löngu úr sög- unni, en fram að þessu hafa glösin verið mikið notuð í búnaði dýra- fræðileiðangra. Prófessor Japetus Steenstrup. Heima er bezt 201

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.